Kim sagði efnahagsstefnu sína vera misheppnaða Samúel Karl Ólason skrifar 6. janúar 2021 08:37 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. AP/KCNA Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, opnaði nýtt flokksþing Verkamannaflokks landsins á því að viðurkenna að efnahagsstefna hans væri misheppnuð. Í opnunarræðu sinni sagði hann að þau markmið sem hann setti á flokksþingi fyrir fimm árum væru fjarri því að hafa náðst á nánast öllum sviðum. Í ræðunni sagði Kim einnig að vandi Norður-Kóreu væri fordæmalaus og sá versti í sögu ríkisins. KCNA, ríkismiðill einræðisríkisins, hefur eftir Kim að aukin sjálfbærni sé nauðsynleg í Norður-Kóreu og þeir sigrar sem hafi unnist megi ekki tapast og þau mistök sem hafi átt sér stað megi ekki endurtaka sig. Flokksþingið er einn stærsti áróðursviðburður Norður-Kóreu en sérfræðingar sem AP fréttaveitan hefur rætt við segja ólíklegt að lausn við vandamálum ríkisins finnist þar. Þau stafi nánast öll af ömurlegri efnahagsstjórn undanfarinnar áratuga og kostnaðarsamri kjarnorkuvopnaáætlun sem Kim hefur lagt gífurlega áherslu á. Þar að auki hafa umfangsmiklar viðskiptaþvinganir verið lagðar á Norður-Kóreu vegna þeirrar kjarnorkuvopnaáætlunar. Sjá einnig: Nýtt flokksþing í skugga efnahagsvandræða Kim hefur þrisvar sinnum fundað með Donald Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, en þær viðræður hafa litlum árangri skilað. Norður-Kóreumenn krefjast þess að losna við þvinganir áður en þeir taka skref í átt að afvopnun en það hafa Bandaríkjamenn ekki viljað og kalla þeir eftir því að einræðisstjórn Kim láti fyrst af vopnum sínum. Samvkæmt Yonhap fréttaveitunni nefndi Kim hvorki Bandaríkin né Suður-Kóreu í ræðu sinni og hefur hann ekki enn tjáð sig um sigur Joe Biden í forsetakosningum síðasta árs. Í frétt AP segir þó að Biden, sem tekur við embætti þann 20. janúar, muni líklega viðhalda þvingunum gegn Norður-Kóreu þar til skref í átt að afvopnun verði tekin. Norður-Kórea Tengdar fréttir Kim sagður reiður og óskynsamur Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, er sagður vera reiður þessa dagana og hafa tekið óskynsamar ákvarðanir. Hann er sagður undir miklum þrýstingi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og versnandi stöðu hagkerfis landsins. 27. nóvember 2020 12:53 Kim grét, baðst afsökunar og sýndi ný vopn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, táraðist og baðst hann afsökunar á þeim harðindum sem þegnar hans hafa þurft að ganga í gegnum að undanförnu. 12. október 2020 12:03 Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Fleiri fréttir „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Sjá meira
Í ræðunni sagði Kim einnig að vandi Norður-Kóreu væri fordæmalaus og sá versti í sögu ríkisins. KCNA, ríkismiðill einræðisríkisins, hefur eftir Kim að aukin sjálfbærni sé nauðsynleg í Norður-Kóreu og þeir sigrar sem hafi unnist megi ekki tapast og þau mistök sem hafi átt sér stað megi ekki endurtaka sig. Flokksþingið er einn stærsti áróðursviðburður Norður-Kóreu en sérfræðingar sem AP fréttaveitan hefur rætt við segja ólíklegt að lausn við vandamálum ríkisins finnist þar. Þau stafi nánast öll af ömurlegri efnahagsstjórn undanfarinnar áratuga og kostnaðarsamri kjarnorkuvopnaáætlun sem Kim hefur lagt gífurlega áherslu á. Þar að auki hafa umfangsmiklar viðskiptaþvinganir verið lagðar á Norður-Kóreu vegna þeirrar kjarnorkuvopnaáætlunar. Sjá einnig: Nýtt flokksþing í skugga efnahagsvandræða Kim hefur þrisvar sinnum fundað með Donald Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, en þær viðræður hafa litlum árangri skilað. Norður-Kóreumenn krefjast þess að losna við þvinganir áður en þeir taka skref í átt að afvopnun en það hafa Bandaríkjamenn ekki viljað og kalla þeir eftir því að einræðisstjórn Kim láti fyrst af vopnum sínum. Samvkæmt Yonhap fréttaveitunni nefndi Kim hvorki Bandaríkin né Suður-Kóreu í ræðu sinni og hefur hann ekki enn tjáð sig um sigur Joe Biden í forsetakosningum síðasta árs. Í frétt AP segir þó að Biden, sem tekur við embætti þann 20. janúar, muni líklega viðhalda þvingunum gegn Norður-Kóreu þar til skref í átt að afvopnun verði tekin.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Kim sagður reiður og óskynsamur Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, er sagður vera reiður þessa dagana og hafa tekið óskynsamar ákvarðanir. Hann er sagður undir miklum þrýstingi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og versnandi stöðu hagkerfis landsins. 27. nóvember 2020 12:53 Kim grét, baðst afsökunar og sýndi ný vopn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, táraðist og baðst hann afsökunar á þeim harðindum sem þegnar hans hafa þurft að ganga í gegnum að undanförnu. 12. október 2020 12:03 Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Fleiri fréttir „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Sjá meira
Kim sagður reiður og óskynsamur Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, er sagður vera reiður þessa dagana og hafa tekið óskynsamar ákvarðanir. Hann er sagður undir miklum þrýstingi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og versnandi stöðu hagkerfis landsins. 27. nóvember 2020 12:53
Kim grét, baðst afsökunar og sýndi ný vopn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, táraðist og baðst hann afsökunar á þeim harðindum sem þegnar hans hafa þurft að ganga í gegnum að undanförnu. 12. október 2020 12:03
Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40