Fannst nakinn á flótta við fljót krökkt af krókódílum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. janúar 2021 10:29 Maður sagðist hafa verið villtur í fjóra daga en yfirvöld telja hann hafa verið á flótta undan réttvísinni. Skjáskot Ástralskur maður, Luke Voskresensky, sem talinn er hafa verið á flótta undan réttvísinni fannst fyrir tilviljun fyrr í vikunni þar sem hann sat nakinn á fenjavið við fljót nærri Darwin í Ástralíu. Fljótið var krökkt af krókódílum og voru það tveir veiðimenn sem fundu Voskresensky þegar hann hrópaði á hjálp. Voskresensky sætir ákæru fyrir vopnað rán. Honum hafði verið sleppt gegn tryggingu en þurfti að ganga um með ökklaband. Talið er að hann hafi losað sig við bandið í liðinni viku og reynt að flýja en ekki komist lengra en að fyrrnefndu fljóti. Hann sætir nú annarri ákæru fyrir flóttatilraunina og fyrir líkamsárás. Fjallað er um málið á vef Guardian. Þar er rætt við þá Cam Faust og Kev Joiner sem voru að leggja krabbagildrur í fljótið á sunnudaginn þegar þeir heyrðu einhvern kalla á hjálp. Two fishermen have bizarrely stumbled across a naked fugitive in the Northern Territory, who had been hiding in a mangrove tree over croc-infested waters. The wanted man said he'd been eating snails and was desperate for water.The full story tonight at 6.00pm on #9News pic.twitter.com/8URzjwk3x3— 9News Australia (@9NewsAUS) January 5, 2021 Þeir fundu Voskresensky þar sem hann sat uppi í tré við fljótið kviknakinn. Hann sagði veiðimönnunum að hann hefði verið villtur í fjóra daga, hann hefði borðað snigla til að halda sér á lífið og notað fötin sín á leiðinni í allskonar hluti. „Okkur fannst þetta einhvern veginn ekki ganga upp,“ segir Faust um útskýringar Voskresesky á nekt hans. „Hann hafði búið sér til hreiður uppi í trénu, hann var bara um meter fyrir ofan fljótið sem var fullt af krókódílum svo það var vel gert hjá honum að lifa af.“ Joiner segir að þeir félagarnir hafi hikað áður en þeir tóku Voskresensky í bátinn sinn. „En svo sáum við í hversu slæmu ásigkomulagi hann var, allur skorinn, uppþornaður og frekar veikburða… þá töldum við betra að taka hann um borð. Við héldum að hann hefði kannski djammað aðeins of mikið á gamlárskvöld, villst af leið og gert eitthvað af sér þarna í skóginum,“ segir Joiner. Faust lánaði Voskresensky nærbuxurnar sínar og gaf honum bjór þegar hann kom um borð í bátinn. Sjúkrabíll beið svo í Darwin þegar þeir komu í land þar sem flutti Voskresensky á spítala. Þar fékk hann aðhlynningu og var svo settur undir eftirlit lögreglu. Ástralía Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Sjá meira
Fljótið var krökkt af krókódílum og voru það tveir veiðimenn sem fundu Voskresensky þegar hann hrópaði á hjálp. Voskresensky sætir ákæru fyrir vopnað rán. Honum hafði verið sleppt gegn tryggingu en þurfti að ganga um með ökklaband. Talið er að hann hafi losað sig við bandið í liðinni viku og reynt að flýja en ekki komist lengra en að fyrrnefndu fljóti. Hann sætir nú annarri ákæru fyrir flóttatilraunina og fyrir líkamsárás. Fjallað er um málið á vef Guardian. Þar er rætt við þá Cam Faust og Kev Joiner sem voru að leggja krabbagildrur í fljótið á sunnudaginn þegar þeir heyrðu einhvern kalla á hjálp. Two fishermen have bizarrely stumbled across a naked fugitive in the Northern Territory, who had been hiding in a mangrove tree over croc-infested waters. The wanted man said he'd been eating snails and was desperate for water.The full story tonight at 6.00pm on #9News pic.twitter.com/8URzjwk3x3— 9News Australia (@9NewsAUS) January 5, 2021 Þeir fundu Voskresensky þar sem hann sat uppi í tré við fljótið kviknakinn. Hann sagði veiðimönnunum að hann hefði verið villtur í fjóra daga, hann hefði borðað snigla til að halda sér á lífið og notað fötin sín á leiðinni í allskonar hluti. „Okkur fannst þetta einhvern veginn ekki ganga upp,“ segir Faust um útskýringar Voskresesky á nekt hans. „Hann hafði búið sér til hreiður uppi í trénu, hann var bara um meter fyrir ofan fljótið sem var fullt af krókódílum svo það var vel gert hjá honum að lifa af.“ Joiner segir að þeir félagarnir hafi hikað áður en þeir tóku Voskresensky í bátinn sinn. „En svo sáum við í hversu slæmu ásigkomulagi hann var, allur skorinn, uppþornaður og frekar veikburða… þá töldum við betra að taka hann um borð. Við héldum að hann hefði kannski djammað aðeins of mikið á gamlárskvöld, villst af leið og gert eitthvað af sér þarna í skóginum,“ segir Joiner. Faust lánaði Voskresensky nærbuxurnar sínar og gaf honum bjór þegar hann kom um borð í bátinn. Sjúkrabíll beið svo í Darwin þegar þeir komu í land þar sem flutti Voskresensky á spítala. Þar fékk hann aðhlynningu og var svo settur undir eftirlit lögreglu.
Ástralía Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Sjá meira