Áhrifavaldurinn sem ætlar sér að verða á undan John Snorra Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. janúar 2021 12:00 Kynningarmynd frá Magdalenu Gorzkowska sem á að tákna umbreytinguna úr frjálsíþróttagarpi yfir í fjallagarp. Magdalena Gorzkowska John Snorri Sigurjónsson er ekki sá eini sem ætlar sér að verða fyrstur til þess að klifra upp á tind K2 að vetrarlagi. Pólsk frjálsíþróttakona hefur sama markmið, þrátt fyrir að í heimalandi hennar hafi heyrst efasemdaraddir um atlögu hennar að næsthæsta fjalli heims. Líkt og fjallað hefur verið um á Vísi má reikna með að um sextíu manns muni gera atlögu að tindi næst hæsta fjall heims þetta vetrartímabilið. Þar á meðal eru hópar á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Seven Summit. Pólska frjálsíþróttakonan og fjallagarpurinn Magdalena Gorzkowska er ein af þeim sem nýtur aðstoðar Seven Summit, og hún ætlar sér að verða fyrst upp á topp K2 að vetrarlagi, þrátt fyrir gagnrýnisraddir í heimalandi hennar. View this post on Instagram A post shared by Magdalena Gorzkowska (@magdensz) „Bíðið þið bara þangað til pólskir Youtuberar, Instagrammarar og aðrir áhrifavaldar segjast ætla upp á K2 að vetrarlagi,“ er samlandi hennar og og reyndur fjallagarpur að nafni Marcin Miotk sagður hafa sagt þegar hann heyrði af því að Gorzkowska ætlaði sér upp á K2. „Af hverju ætti ég að takmarka sjálfa mig?“ Í frétt Reuters um tilraun Gorzkowska kemur fram að ýmsir í heimalandi hennar líti á tilraun hennar sem fátt annað en tilraun til þess að vekja athygli á sér á samfélagsmiðlum, en Gorzkowzka er til að mynda vinsæl á Instagram þar sem yfir tuttugu þúsendur fylgjendur fylgjast með henni. Það er þó ekki eins og Gorzkowska sé byrjandi í fjallamennskunni. Árið 2018 varð hún yngsta pólska konan í sögunni til þess að klifra Everest, þá 26 ára gömul, auk þess sem að hún hefur klifið fleiri krefjandi fjöll. Þá er Gorzkowska einnig mikill íþróttamaður en hún státar meðal ananrs af silfurverðlaunum í 400 metra boðhlaupi á HM innanhús í frjálsum íþróttum. Hún segir að hana hafi lengi dreymt um K2. Magdalena Gorzkowska sést hér lengst til hægri þegar hún vann til silfurverðlauna á HM innanhúss í frjálsum íþróttum í 400 metra boðhlaupi árið 2016.EPA/JOHN G. MABANGLO „Það er ástæðan fyrir því að ég er hér,“ segir Gorzkowska sem er komin í grunnbúðirnar. Þar bíða fjallagarparnir nú eftir því að veður sloti svo hægt verði undirbúa klifrið upp á topp. Hún gefur lítið fyrir þá sem gagnrýnt hafa tilraun hennar til þess að verða fyrst til þess að komast upp á K2 að vetrarlagi. „Það geta allir haft sína skoðun og sumir telja að það þurfi margra ára reynslu til þess að komast í gegnum svona áskorun. Ég geri bara það sem ég tel að ég geti. Af hverju ætti ég að takmarka sjálfa mig?“ John Snorri ætlar ekki að flýta sér um of Sem fyrr segir eru hóparnir sem komnir eru í hlíðar K2 nú í grunnbúðunum, þar á meðal John Snorri. Í stuttu viðtali á vef Alan Arnette segir John Snorri að honum líði vel, hann stefni enn á að vera fyrstur upp en að hann sé ekki að flýta sér, nægur tími sé framundan, enda sé hann og yemi hans með birgðir sem endist fram í mars. Fjallamennska Frjálsar íþróttir Samfélagsmiðlar John Snorri á K2 Tengdar fréttir John Snorri þráir kóka-kóla á K2 John Snorri Sigurjónsson og liðsfélagar hans á K2 eru komnir í búðir 2 á fjallinu. Hann segir að ferðalagi úr búðum 1 í 2 hafi verið erfitt. Þeim líði vel en þeir þrái að fá sér sopa af kóka-kóla. 29. desember 2020 13:43 John Snorri alls ekki sá eini sem er að reyna sigra K2 Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson er ekki sá eini sem freistar þess að verða sá fyrsti sem kemst á topp K2-fjallsins að vetri til. Þrír aðrir hópar eru með ferðir í undirbúningi á næstu vikum og dögum, þar á meðal maðurinn sem John Snorri gagnrýndi eftir að hætta þurfti við síðustu atlögu hans að toppi fjallsins. 17. desember 2020 09:01 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Líkt og fjallað hefur verið um á Vísi má reikna með að um sextíu manns muni gera atlögu að tindi næst hæsta fjall heims þetta vetrartímabilið. Þar á meðal eru hópar á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Seven Summit. Pólska frjálsíþróttakonan og fjallagarpurinn Magdalena Gorzkowska er ein af þeim sem nýtur aðstoðar Seven Summit, og hún ætlar sér að verða fyrst upp á topp K2 að vetrarlagi, þrátt fyrir gagnrýnisraddir í heimalandi hennar. View this post on Instagram A post shared by Magdalena Gorzkowska (@magdensz) „Bíðið þið bara þangað til pólskir Youtuberar, Instagrammarar og aðrir áhrifavaldar segjast ætla upp á K2 að vetrarlagi,“ er samlandi hennar og og reyndur fjallagarpur að nafni Marcin Miotk sagður hafa sagt þegar hann heyrði af því að Gorzkowska ætlaði sér upp á K2. „Af hverju ætti ég að takmarka sjálfa mig?“ Í frétt Reuters um tilraun Gorzkowska kemur fram að ýmsir í heimalandi hennar líti á tilraun hennar sem fátt annað en tilraun til þess að vekja athygli á sér á samfélagsmiðlum, en Gorzkowzka er til að mynda vinsæl á Instagram þar sem yfir tuttugu þúsendur fylgjendur fylgjast með henni. Það er þó ekki eins og Gorzkowska sé byrjandi í fjallamennskunni. Árið 2018 varð hún yngsta pólska konan í sögunni til þess að klifra Everest, þá 26 ára gömul, auk þess sem að hún hefur klifið fleiri krefjandi fjöll. Þá er Gorzkowska einnig mikill íþróttamaður en hún státar meðal ananrs af silfurverðlaunum í 400 metra boðhlaupi á HM innanhús í frjálsum íþróttum. Hún segir að hana hafi lengi dreymt um K2. Magdalena Gorzkowska sést hér lengst til hægri þegar hún vann til silfurverðlauna á HM innanhúss í frjálsum íþróttum í 400 metra boðhlaupi árið 2016.EPA/JOHN G. MABANGLO „Það er ástæðan fyrir því að ég er hér,“ segir Gorzkowska sem er komin í grunnbúðirnar. Þar bíða fjallagarparnir nú eftir því að veður sloti svo hægt verði undirbúa klifrið upp á topp. Hún gefur lítið fyrir þá sem gagnrýnt hafa tilraun hennar til þess að verða fyrst til þess að komast upp á K2 að vetrarlagi. „Það geta allir haft sína skoðun og sumir telja að það þurfi margra ára reynslu til þess að komast í gegnum svona áskorun. Ég geri bara það sem ég tel að ég geti. Af hverju ætti ég að takmarka sjálfa mig?“ John Snorri ætlar ekki að flýta sér um of Sem fyrr segir eru hóparnir sem komnir eru í hlíðar K2 nú í grunnbúðunum, þar á meðal John Snorri. Í stuttu viðtali á vef Alan Arnette segir John Snorri að honum líði vel, hann stefni enn á að vera fyrstur upp en að hann sé ekki að flýta sér, nægur tími sé framundan, enda sé hann og yemi hans með birgðir sem endist fram í mars.
Fjallamennska Frjálsar íþróttir Samfélagsmiðlar John Snorri á K2 Tengdar fréttir John Snorri þráir kóka-kóla á K2 John Snorri Sigurjónsson og liðsfélagar hans á K2 eru komnir í búðir 2 á fjallinu. Hann segir að ferðalagi úr búðum 1 í 2 hafi verið erfitt. Þeim líði vel en þeir þrái að fá sér sopa af kóka-kóla. 29. desember 2020 13:43 John Snorri alls ekki sá eini sem er að reyna sigra K2 Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson er ekki sá eini sem freistar þess að verða sá fyrsti sem kemst á topp K2-fjallsins að vetri til. Þrír aðrir hópar eru með ferðir í undirbúningi á næstu vikum og dögum, þar á meðal maðurinn sem John Snorri gagnrýndi eftir að hætta þurfti við síðustu atlögu hans að toppi fjallsins. 17. desember 2020 09:01 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
John Snorri þráir kóka-kóla á K2 John Snorri Sigurjónsson og liðsfélagar hans á K2 eru komnir í búðir 2 á fjallinu. Hann segir að ferðalagi úr búðum 1 í 2 hafi verið erfitt. Þeim líði vel en þeir þrái að fá sér sopa af kóka-kóla. 29. desember 2020 13:43
John Snorri alls ekki sá eini sem er að reyna sigra K2 Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson er ekki sá eini sem freistar þess að verða sá fyrsti sem kemst á topp K2-fjallsins að vetri til. Þrír aðrir hópar eru með ferðir í undirbúningi á næstu vikum og dögum, þar á meðal maðurinn sem John Snorri gagnrýndi eftir að hætta þurfti við síðustu atlögu hans að toppi fjallsins. 17. desember 2020 09:01