Alþjóðaólympíunefndin pressar á að Ólympíufarar fái bólusetningu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2021 08:31 Ólympíuleikarnir eiga að hefjast 23. júlí í sumar. Leikarnir verða áfram kallaðir ÓL 2020 þó þeir fari fram 2021. Getty/Carl Court Ólympíuleikunum í Tókýó var frestað í fyrra og eiga að fara fram í sumar í staðinn. Nú vill Alþjóðaólympíunefndin að íþróttafólkið á komandi leikum fái bólusetningu á undan öðrum svo að leikarnir geti farið fram. Guardian segir frá pressunni frá þessum áhrifamiklu samtökum í íþróttaheiminum og áhyggjum af því að aðeins bólusetningar íþróttafólksins geti tryggt það að stærsti íþróttaviðburður heimsins fari fram í Tókyó í sumar. Alþjóðaólympíunefndin segist þó ekki vilja ryðjast fram fyrir í bólusetningaröðinni en leggur samt áherslu á það að Ólympíufararnir verði ofarlega á forgangslistanum eftir að það sé búið að bólusetja fólk í framlínunni og fólk í áhættuhópum. Guardian segir frá þessari pressu frá Ólympíunefndinni sem er um leið sögð lykilatriði í því að Ólympíuleikarnir geti hafist 23. júlí næstkomandi nú þegar önnur eða jafnvel þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins stendur yfir út um allan heim. IOC seeks Covid vaccines for athletes in second wave so Olympics can go ahead. Story: @seaningle https://t.co/CXLAixlzMG— Guardian sport (@guardian_sport) January 7, 2021 Heimildarmenn Guardian innan Ólympíuhreyfingarinnar eru bjartsýnir á að leikarnir fari fram í sumar en auðvitað hefur aukning á smitum að undanförnu aukið áhyggjur og þá sérstaklega í Japan. Það hefur um leið kallað á enn frekari pressu á það að íþróttafólkið verði bólusett áður en það kemur til Japans til að keppa á leikunum. Alþjóðaólympíunefndin þarf samt að fara varlega í kröfum sínum því það yrði ekki vel séð ef svo stór samtök væru að nota áhrif sín til að troða íþróttafólkinu fram fyrir röðina. Dick Pound, reyndasti meðlimur Alþjóðaólympíunefndarinnar, gekk þó svo langt að lýsa því yfir að það myndi enginn mótmæla því í Kanada þótt íþróttafólkið færi fram yfir í bólusetningarröðinni. „Í Kanada eru kannski 300 til 400 íþróttamenn á leið á leikana og þetta er því spurning um 300 til 400 bólusetningar af þeim milljónum sem eru í boði til að tryggja það að Kanada hafi sína fulltrúa á leikunum. Ég held að almenningur myndi ekki mótmæla því. Þetta er samt ákvörðun sem hver og ein þjóð þyrfti að taka og það mun vera fólk sem telur að íþróttafólkið sé að svindla sér framar í röðina. Þetta er bara raunhæfasta leiðin til að tryggja það að leikarnir fari fram,“ sagði Dick Pound. Heimildir Guardian herma þó að staðan sé mun viðkvæmari en þetta og Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, vilji ekki setja það sem kröfu að íþróttafólkið mæti bólusett til leiks þótt að það verði alltaf hvatt til þess. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Sjá meira
Guardian segir frá pressunni frá þessum áhrifamiklu samtökum í íþróttaheiminum og áhyggjum af því að aðeins bólusetningar íþróttafólksins geti tryggt það að stærsti íþróttaviðburður heimsins fari fram í Tókyó í sumar. Alþjóðaólympíunefndin segist þó ekki vilja ryðjast fram fyrir í bólusetningaröðinni en leggur samt áherslu á það að Ólympíufararnir verði ofarlega á forgangslistanum eftir að það sé búið að bólusetja fólk í framlínunni og fólk í áhættuhópum. Guardian segir frá þessari pressu frá Ólympíunefndinni sem er um leið sögð lykilatriði í því að Ólympíuleikarnir geti hafist 23. júlí næstkomandi nú þegar önnur eða jafnvel þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins stendur yfir út um allan heim. IOC seeks Covid vaccines for athletes in second wave so Olympics can go ahead. Story: @seaningle https://t.co/CXLAixlzMG— Guardian sport (@guardian_sport) January 7, 2021 Heimildarmenn Guardian innan Ólympíuhreyfingarinnar eru bjartsýnir á að leikarnir fari fram í sumar en auðvitað hefur aukning á smitum að undanförnu aukið áhyggjur og þá sérstaklega í Japan. Það hefur um leið kallað á enn frekari pressu á það að íþróttafólkið verði bólusett áður en það kemur til Japans til að keppa á leikunum. Alþjóðaólympíunefndin þarf samt að fara varlega í kröfum sínum því það yrði ekki vel séð ef svo stór samtök væru að nota áhrif sín til að troða íþróttafólkinu fram fyrir röðina. Dick Pound, reyndasti meðlimur Alþjóðaólympíunefndarinnar, gekk þó svo langt að lýsa því yfir að það myndi enginn mótmæla því í Kanada þótt íþróttafólkið færi fram yfir í bólusetningarröðinni. „Í Kanada eru kannski 300 til 400 íþróttamenn á leið á leikana og þetta er því spurning um 300 til 400 bólusetningar af þeim milljónum sem eru í boði til að tryggja það að Kanada hafi sína fulltrúa á leikunum. Ég held að almenningur myndi ekki mótmæla því. Þetta er samt ákvörðun sem hver og ein þjóð þyrfti að taka og það mun vera fólk sem telur að íþróttafólkið sé að svindla sér framar í röðina. Þetta er bara raunhæfasta leiðin til að tryggja það að leikarnir fari fram,“ sagði Dick Pound. Heimildir Guardian herma þó að staðan sé mun viðkvæmari en þetta og Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, vilji ekki setja það sem kröfu að íþróttafólkið mæti bólusett til leiks þótt að það verði alltaf hvatt til þess.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Sjá meira