Maðurinn sem Obama tilnefndi í Hæstarétt verður dómsmálaráðherra Bidens Atli Ísleifsson skrifar 7. janúar 2021 09:04 Hinn 68 ára Merrick Garland verður að öllum líkindum dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Joes Biden. EPA Dómarinn Merrick Garland, sem Barack Obama tilnefndi sem hæstaréttardómara árið 2016 en þingmenn Repúblikana neituðu að staðfesta í embætti, verður dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Joes Biden. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá þessu í gær, um það leyti þegar stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta ruddust inn í þinghúsið. Hinn 68 ára Garland starfar nú sem forseti áfrýjunardómstóls í höfuðborginni Washington. Í forsetatíð Bills Clinton starfaði hann í dómsmálaráðuneytinu þar sem hann fór sem saksóknari fyrir fjölda stórra dómsmála. Obama tilnefndi Garland til að taka við stöðu Antonin Scalia í Hæstarétti Bandaríkjanna þegar Scalia lést í byrjun árs 2016. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjanna, neitaði hins vegar að setja atkvæðagreiðslu um skipan Garland á dagskrá þingsins. Sagði McConnell þá að rétt væri að nýr dómari yrði skipaður að loknum forsetakosningunum. Átta mánuðir voru þá til kosninganna. Á síðasta ári reitti McConnell svo Demókrata til mikillar reiði þegar hann kom staðfestingu hinnar íhaldssömu Amy Coney Barrett sem arftaka hæstaréttardómarans Ruth Bader Ginsburg greiðlega í gegnum þingið, þó að innan við mánuður væri þá til forsetakosninga. Valdamikil staða losnar Ljóst má vera margir úr röðum frjálslyndra Demókrata eru ekki á eitt sáttir með valið á Garland, þar sem hann þykir ef til vill hófsamari en aðrir sem þóttu koma til greina. Með valinu á Garland myndi losna dómarastaða í áfrýjunardómstólnum í höfuðborginni, sem almennt er talinn næstvaldamesti dómstóll landsins. Gæfist Demókrötum þá færi á að skipa yngri einstakling í stöðuna og hefur nafn hinnar fimmtugu Ketanji Brown Jackson þar verið nefnt til sögunnar. CBS segir frá því að aðrir sem þóttu koma til greina sem dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Biden voru fyrrverandi öldungadeildarþingmaðurinn Doug Jones og Sally Yates fyrrverandi aðstoðardómsmálaráðherra. Bandaríkin Joe Biden Hæstiréttur Bandaríkjanna Barack Obama Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Sjá meira
Bandarískir fjölmiðlar greindu frá þessu í gær, um það leyti þegar stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta ruddust inn í þinghúsið. Hinn 68 ára Garland starfar nú sem forseti áfrýjunardómstóls í höfuðborginni Washington. Í forsetatíð Bills Clinton starfaði hann í dómsmálaráðuneytinu þar sem hann fór sem saksóknari fyrir fjölda stórra dómsmála. Obama tilnefndi Garland til að taka við stöðu Antonin Scalia í Hæstarétti Bandaríkjanna þegar Scalia lést í byrjun árs 2016. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjanna, neitaði hins vegar að setja atkvæðagreiðslu um skipan Garland á dagskrá þingsins. Sagði McConnell þá að rétt væri að nýr dómari yrði skipaður að loknum forsetakosningunum. Átta mánuðir voru þá til kosninganna. Á síðasta ári reitti McConnell svo Demókrata til mikillar reiði þegar hann kom staðfestingu hinnar íhaldssömu Amy Coney Barrett sem arftaka hæstaréttardómarans Ruth Bader Ginsburg greiðlega í gegnum þingið, þó að innan við mánuður væri þá til forsetakosninga. Valdamikil staða losnar Ljóst má vera margir úr röðum frjálslyndra Demókrata eru ekki á eitt sáttir með valið á Garland, þar sem hann þykir ef til vill hófsamari en aðrir sem þóttu koma til greina. Með valinu á Garland myndi losna dómarastaða í áfrýjunardómstólnum í höfuðborginni, sem almennt er talinn næstvaldamesti dómstóll landsins. Gæfist Demókrötum þá færi á að skipa yngri einstakling í stöðuna og hefur nafn hinnar fimmtugu Ketanji Brown Jackson þar verið nefnt til sögunnar. CBS segir frá því að aðrir sem þóttu koma til greina sem dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Biden voru fyrrverandi öldungadeildarþingmaðurinn Doug Jones og Sally Yates fyrrverandi aðstoðardómsmálaráðherra.
Bandaríkin Joe Biden Hæstiréttur Bandaríkjanna Barack Obama Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Sjá meira