„Megum ekki gleyma því að við erum líka með dúndurlið“ Anton Ingi Leifsson skrifar 7. janúar 2021 19:00 Ásgeir Örn Hallgrímsson er margreyndur landsliðsmaður. Skjáskot Stöð 2 Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta, segir að sóknarleikur Íslands sé augljós veikleiki eftir fyrsta leikinn af þremur gegn Portúgal sem tapaðist ytra í gær, 26-24. Ísland spilar þrjá leiki við Portúgal á rúmri viku; tvo leiki í undankeppni EM 2022 og fyrsti leikurinn á HM í Egyptalandi verður einnig gegn portúgalska liðinu. Ásgeir Örn fylgdist með tapinu í gær og sagði sóknarleikinn sem og línuspilið ábótavant en var ánægður með varnarleikinn. „Sóknarleikurinn er augljós veikleiki í gær. Við vorum staðir og hægir og menn voru að gera einföld mistök. Það eru mikil tækifæri þar til að stíga upp og bæta þá þætti,“ sagði Ásgeir Örn. „Það gekk ekki mikið upp í línuspilinu sem var skrýtið því Portúgalarnir spiluðu ákafa vörn. Það hefði átt að skapast töluverð tækifæri þar og pláss en við náðum því ekki og það þurfa þjálfarnir að fara yfir.“ „Mér fannst varnarleikurinn á mörgum köflum mjög fínn. Kannski verða einhverjar áherslubreytingar. Til að mynda gæti hann notað Alexander ef hann er heill, bara varnarlega, og Ómar sóknarlega.“ Hann segir að Guðmundur og teymið geti breytt litlum hlutum hér og þar. Það þurfi að finna betra jafnvægi sóknarlega. „Það eru lítil atriði hér og þar sem hann gæti breytt en mér finnst mjög ólíklegt að hann breyti einhverju grunnskipulagi varnarlega.“ „Hann þarf að finna meira jafnvægi sóknarlega. Það þarf að koma meira flot. Hvort sem það er með nýjum leikmönnum eða leikskipulagsbreytingar. Það þarf meiri hraða og ákefð sóknarlega.“ Ásgeir segir að Portúgal sé með hörkulið en það séum við líka með. Þannig kröfur eigum við að setja á okkar lið. „Þetta er mjög gott lið. Flottir leikmenn og augljóslega búnir að spila saman lengi. Þeir eru margir í sama félagsliði en við megum ekki gleyma því að við erum líka með dúndurlið með leikmenn í bestu liðum í heimi. Við eigum að setja kröfur á okkur líka að vinna þennan leik og þessa leiki sem eru framundan. Ég hef bullandi trú,“ sagði Ásgeir. Klippa: Sportpakkinn - Ásgeir Örn um landsliðið Handbolti HM 2021 í handbolta Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Ísland spilar þrjá leiki við Portúgal á rúmri viku; tvo leiki í undankeppni EM 2022 og fyrsti leikurinn á HM í Egyptalandi verður einnig gegn portúgalska liðinu. Ásgeir Örn fylgdist með tapinu í gær og sagði sóknarleikinn sem og línuspilið ábótavant en var ánægður með varnarleikinn. „Sóknarleikurinn er augljós veikleiki í gær. Við vorum staðir og hægir og menn voru að gera einföld mistök. Það eru mikil tækifæri þar til að stíga upp og bæta þá þætti,“ sagði Ásgeir Örn. „Það gekk ekki mikið upp í línuspilinu sem var skrýtið því Portúgalarnir spiluðu ákafa vörn. Það hefði átt að skapast töluverð tækifæri þar og pláss en við náðum því ekki og það þurfa þjálfarnir að fara yfir.“ „Mér fannst varnarleikurinn á mörgum köflum mjög fínn. Kannski verða einhverjar áherslubreytingar. Til að mynda gæti hann notað Alexander ef hann er heill, bara varnarlega, og Ómar sóknarlega.“ Hann segir að Guðmundur og teymið geti breytt litlum hlutum hér og þar. Það þurfi að finna betra jafnvægi sóknarlega. „Það eru lítil atriði hér og þar sem hann gæti breytt en mér finnst mjög ólíklegt að hann breyti einhverju grunnskipulagi varnarlega.“ „Hann þarf að finna meira jafnvægi sóknarlega. Það þarf að koma meira flot. Hvort sem það er með nýjum leikmönnum eða leikskipulagsbreytingar. Það þarf meiri hraða og ákefð sóknarlega.“ Ásgeir segir að Portúgal sé með hörkulið en það séum við líka með. Þannig kröfur eigum við að setja á okkar lið. „Þetta er mjög gott lið. Flottir leikmenn og augljóslega búnir að spila saman lengi. Þeir eru margir í sama félagsliði en við megum ekki gleyma því að við erum líka með dúndurlið með leikmenn í bestu liðum í heimi. Við eigum að setja kröfur á okkur líka að vinna þennan leik og þessa leiki sem eru framundan. Ég hef bullandi trú,“ sagði Ásgeir. Klippa: Sportpakkinn - Ásgeir Örn um landsliðið
Handbolti HM 2021 í handbolta Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira