Eyþóra tilbúin að fórna ÓL vegna framgöngu fimleikasambandsins Sindri Sverrisson skrifar 8. janúar 2021 12:30 Eyþóra Elísabet Þórsdóttir hefur engan áhuga á að skipta um þjálfara rétt fyrir ÓL í Tókýó. Getty/ Mateusz Slodkowski Ólympíufarinn Eyþóra Þórsdóttir stendur í stappi við hollenska fimleikasambandið sem vill losa sig við þjálfarann Patrick Kiens. Hún er tilbúin að fórna Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar breyti sambandið ekki afstöðu sinni. Eyþóra er 22 ára gömul, á íslenska foreldra og talar ágæta íslensku, en hefur alltaf búið í Hollandi. Hún var í hollenska landsliðinu sem varð í 7. sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2016, þar sem hún varð svo sjálf í 9. sæti í fjölþrautarkeppninni sem Simone Biles vann með glæsibrag. Mikill titringur hefur verið í hollenskum fimleikum frá því síðasta sumar. Eftir ásakanir fyrrverandi landsliðskvenna um ofbeldi og aðra ólíðandi hegðun þjálfara á vegum hollenska fimleikasambandsins í gegnum árin, ákvað sambandið að hefja rannsókn. Fimm landsliðsþjálfarar, þar á meðal Kiens, voru beðnir um að stíga til hliðar á meðan á rannsókn stæði, þrátt fyrir mótmæli Eyþóru og annarra núverandi landsliðskvenna. Þær sögðust hafa samúð með þeim sem hefðu neikvæða reynslu af því að hafa æft fimleika en að sá veruleiki sem lýst hefði verið, þar sem líkamlegar og andlegar refsingar væru hluti af þjálfun, tilheyrði fortíðinni. Slíkt væri ekki eitthvað sem þær hefðu upplifað í sinni þjálfun. Ótækt að skipta um þjálfara hálfu ári fyrir leikana Kiens neitaði að stíga til hliðar. Fimleikasambandið ákvað svo að hefja landsliðsæfingar að nýju en að óháður aðili myndi fylgjast með æfingum, sem fram færu í Nijmegen. Eyþóra og Kiens tóku í fyrstu þátt en ákváðu svo að færa sig heim til Hoofddorp. Eyþóra Elísabet Þórsdóttir var í hópi bestu fimleikakvenna heims á Ólympíuleikunum í Ríó 2016.Getty/Lars Baron „Ég get ekki gefið liðinu mínu allt ef að mér líður ekki vel. Ég vildi aldrei búa hjá fósturfjölskyldu. Ég vil halda áfram með Patrick, annars ekki. Ég fórna svo miklum tíma í þetta. Við Patrick erum lið. Að einhver skipti um þjálfara sex mánuðum fyrir Ólympíuleikana… það virkar ekki þannig,“ segir Eyþóra við hollenska ríkismiðilinn NOS. Vonlítil varðandi viðræður við sambandið En það er einmitt það sem hollenska fimleikasambandið vill; að Kiens hætti. Kiens segir að rökin sem hann hafi fengið fyrir því séu að landsliðskonurnar njóti ekki jafnræðis hjá honum, hann sé ekki liðsmaður og sé erfiður í samskiptum. Kiens þvertekur fyrir þetta: „Ég hef alltaf hagað mínu starfi þannig að árangur hollenska landsliðsins sé í forgangi, þau tíu ár sem ég hef þjálfað það,“ segir Kiens. Eyþóra segist reiðubúinn að ræða áfram við hollenska fimleikasambandið. Í næstu viku ætti hún að mæta í nokkurra daga æfingabúðir. „Ef að mér finnst eitthvað óréttlátt þá berst ég gegn því. Ég geri mér grein fyrir því að það getur haft afleiðingar. Tókýó er áfram markmiðið mitt, skref fyrir skref. En ef ég á að vera hreinskilin þá efast ég um að nokkuð komi út úr viðræðum við sambandið,“ segir Eyþóra og bætir við að hún viti fullvel að hún gæti verið að fórna ferlinum með ákvörðun sinni. Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Holland Íslendingar erlendis Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti Fleiri fréttir Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Fórnaði frægasta hári handboltans Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sjá meira
Eyþóra er 22 ára gömul, á íslenska foreldra og talar ágæta íslensku, en hefur alltaf búið í Hollandi. Hún var í hollenska landsliðinu sem varð í 7. sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2016, þar sem hún varð svo sjálf í 9. sæti í fjölþrautarkeppninni sem Simone Biles vann með glæsibrag. Mikill titringur hefur verið í hollenskum fimleikum frá því síðasta sumar. Eftir ásakanir fyrrverandi landsliðskvenna um ofbeldi og aðra ólíðandi hegðun þjálfara á vegum hollenska fimleikasambandsins í gegnum árin, ákvað sambandið að hefja rannsókn. Fimm landsliðsþjálfarar, þar á meðal Kiens, voru beðnir um að stíga til hliðar á meðan á rannsókn stæði, þrátt fyrir mótmæli Eyþóru og annarra núverandi landsliðskvenna. Þær sögðust hafa samúð með þeim sem hefðu neikvæða reynslu af því að hafa æft fimleika en að sá veruleiki sem lýst hefði verið, þar sem líkamlegar og andlegar refsingar væru hluti af þjálfun, tilheyrði fortíðinni. Slíkt væri ekki eitthvað sem þær hefðu upplifað í sinni þjálfun. Ótækt að skipta um þjálfara hálfu ári fyrir leikana Kiens neitaði að stíga til hliðar. Fimleikasambandið ákvað svo að hefja landsliðsæfingar að nýju en að óháður aðili myndi fylgjast með æfingum, sem fram færu í Nijmegen. Eyþóra og Kiens tóku í fyrstu þátt en ákváðu svo að færa sig heim til Hoofddorp. Eyþóra Elísabet Þórsdóttir var í hópi bestu fimleikakvenna heims á Ólympíuleikunum í Ríó 2016.Getty/Lars Baron „Ég get ekki gefið liðinu mínu allt ef að mér líður ekki vel. Ég vildi aldrei búa hjá fósturfjölskyldu. Ég vil halda áfram með Patrick, annars ekki. Ég fórna svo miklum tíma í þetta. Við Patrick erum lið. Að einhver skipti um þjálfara sex mánuðum fyrir Ólympíuleikana… það virkar ekki þannig,“ segir Eyþóra við hollenska ríkismiðilinn NOS. Vonlítil varðandi viðræður við sambandið En það er einmitt það sem hollenska fimleikasambandið vill; að Kiens hætti. Kiens segir að rökin sem hann hafi fengið fyrir því séu að landsliðskonurnar njóti ekki jafnræðis hjá honum, hann sé ekki liðsmaður og sé erfiður í samskiptum. Kiens þvertekur fyrir þetta: „Ég hef alltaf hagað mínu starfi þannig að árangur hollenska landsliðsins sé í forgangi, þau tíu ár sem ég hef þjálfað það,“ segir Kiens. Eyþóra segist reiðubúinn að ræða áfram við hollenska fimleikasambandið. Í næstu viku ætti hún að mæta í nokkurra daga æfingabúðir. „Ef að mér finnst eitthvað óréttlátt þá berst ég gegn því. Ég geri mér grein fyrir því að það getur haft afleiðingar. Tókýó er áfram markmiðið mitt, skref fyrir skref. En ef ég á að vera hreinskilin þá efast ég um að nokkuð komi út úr viðræðum við sambandið,“ segir Eyþóra og bætir við að hún viti fullvel að hún gæti verið að fórna ferlinum með ákvörðun sinni.
Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Holland Íslendingar erlendis Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti Fleiri fréttir Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Fórnaði frægasta hári handboltans Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sjá meira