Lífsgæði og afkoma – hin stóru verkefni ársins! Drífa Snædal skrifar 8. janúar 2021 15:00 Um áramótin urðu breytingar til góðs á kjörum launafólks. Tekjuskattar lækkuðu og skilar lækkunin sér mest til þeirra sem minnst hafa. Fæðingarorlof lengdist í tólf mánuði samanlagt sem er löngu tímabært. Laun hækkuðu og stytting vinnutímans tók gildi hjá hjá opinberum starfsmönnum í dagvinnu. Þetta eru vissulega áfangar á leiðinni að heilbrigðu og góðu samfélagi en betur má ef duga skal. Fyrir utan hin risavöxnu verkefni sem eru aðkallandi nú þegar; atvinnuleysi og framfærsluóöryggi, þá mun árið 2021 snúast um hugmyndafræði og stóru myndina. Við megum ekki missa sjónar af því þó að einstaka mál geti orðið fyrirferðamikil í umræðunni, við verðum að sjá skóginn fyrir trjánum. Mantra ársins 2021 verður að vera; lífsgæði, réttlæti og afkomuöryggi. Undir það fellur að styrkja möguleika fólks til framfærslu, í gegnum atvinnusköpun og að kerfin okkar geri það sem þeim er ætlað, að grípa fólk. Húsnæðismálin eru líka stór þáttur í lífsgæðum og afkomuöryggi en fólk sem er á ótryggum leigumarkaði, jafnvel í óviðunandi húsnæði býr við afar skert lífsgæði. Það er sérstaklega tilefni til að hafa áhyggjur af fólki af erlendum uppruna og ungu fólki á húsnæðismarkaðnum. Þegar við hugsum um stóru myndina komumst við aldrei hjá því að ákveða greiðslur í sameiginlega sjóði og hvernig við nýtum skatta og tilfærslukerfi til að dreifa lífsgæðunum. Þar má enginn vera undanskilinn og tími til kominn að fjármagnseigendur verði einnig gerðir ábyrgir fyrir lífsgæðunum sem þeir sannarlega njóta sjálfir. Það hefur sjaldan verið jafn mikilvægt og nú, á krepputímum að fjöldahreyfingar sem bera almannahag fyrir brjósti eflist og reisi skýra kröfu um réttlæti, afkomuöryggi og lífsgæði fyrir okkur öll. Það er hið stóra verkefni ársins. Saman náum við árangri! Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Um áramótin urðu breytingar til góðs á kjörum launafólks. Tekjuskattar lækkuðu og skilar lækkunin sér mest til þeirra sem minnst hafa. Fæðingarorlof lengdist í tólf mánuði samanlagt sem er löngu tímabært. Laun hækkuðu og stytting vinnutímans tók gildi hjá hjá opinberum starfsmönnum í dagvinnu. Þetta eru vissulega áfangar á leiðinni að heilbrigðu og góðu samfélagi en betur má ef duga skal. Fyrir utan hin risavöxnu verkefni sem eru aðkallandi nú þegar; atvinnuleysi og framfærsluóöryggi, þá mun árið 2021 snúast um hugmyndafræði og stóru myndina. Við megum ekki missa sjónar af því þó að einstaka mál geti orðið fyrirferðamikil í umræðunni, við verðum að sjá skóginn fyrir trjánum. Mantra ársins 2021 verður að vera; lífsgæði, réttlæti og afkomuöryggi. Undir það fellur að styrkja möguleika fólks til framfærslu, í gegnum atvinnusköpun og að kerfin okkar geri það sem þeim er ætlað, að grípa fólk. Húsnæðismálin eru líka stór þáttur í lífsgæðum og afkomuöryggi en fólk sem er á ótryggum leigumarkaði, jafnvel í óviðunandi húsnæði býr við afar skert lífsgæði. Það er sérstaklega tilefni til að hafa áhyggjur af fólki af erlendum uppruna og ungu fólki á húsnæðismarkaðnum. Þegar við hugsum um stóru myndina komumst við aldrei hjá því að ákveða greiðslur í sameiginlega sjóði og hvernig við nýtum skatta og tilfærslukerfi til að dreifa lífsgæðunum. Þar má enginn vera undanskilinn og tími til kominn að fjármagnseigendur verði einnig gerðir ábyrgir fyrir lífsgæðunum sem þeir sannarlega njóta sjálfir. Það hefur sjaldan verið jafn mikilvægt og nú, á krepputímum að fjöldahreyfingar sem bera almannahag fyrir brjósti eflist og reisi skýra kröfu um réttlæti, afkomuöryggi og lífsgæði fyrir okkur öll. Það er hið stóra verkefni ársins. Saman náum við árangri! Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar