Sara átti vinsælasta viðtalið á síðasta ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2021 08:31 Sara Sigmundsdóttir er skemmtilegur viðmælandi og margir vildu hlusta á viðtalið við hana. Instagram/@@wit.fitness Það var mikill áhugi á viðtali við íslensku CrossFit stjörnuna Söru Sigmundsdóttur í hlaðavarpinu Live Perform Compete. Live Perform Compete greindi frá því að vinsælustu þættir ársins hjá hlaðvarpinu voru þættirnir tveir þar sem farið var yfir söfu Söru Sigmundsdóttur. Þetta voru þættir 23 og 24 hjá Live Perform Compete árinu 2020. Live Perform Compete er reglulega með viðtal við áberandi fólk í CrossFit heiminum og því var nóg af flottum viðmælendum á árinu. Enginn þeirra átti þó roð í vinsældir Suðurnesjakonunnar. Ed Haynes settist niður með Söru og fór yfir viðburðaríka ævi hennar og leið hennar inn í CrossFit íþróttina. Þeir sem þekkja Söru og hafa hlustað á viðtölin við hana í gegnum tíðina vita vel að hún er óhrædd við að gefa af sér á slíkum stundum. Sara er opin og hreinskilin og heillar flesta með jákvæðni sinni og metnaði. Í fyrri þættinum þá fékk Ed Söru til að segja frá æsku sinni en þar kom meðal annars fram að á sínum tíma hafi Sara notað allar mögulegar afsakanir til að sleppa við leikfimi. Sara sagði einnig þar frá fyrsta þjálfaranum sínum í Bootcamp og að hún hafi líka reynt fyrir sér í vaxtarrækt. Sara sagði líka frá erfiðri og krefjandi byrjun sinni í CrossFit íþróttinni. Í seinni þættinum ræðir Sara árið 2016 þegar hún var nálægt því að hætta i CrossFit. Hún fer þar einnig yfir alla þjálfarana sem hún hefur haft í gegnum tíðina sen og upplifun sína að æfa með Rich Froning og Mayhem liðinu. Sara sagði líka sögur frá keppni sinni á heimsleikunum. Sara ræðir einnig framtíðarsýn sína, bæði hvað varða hana sjálfa en einnig hvernig hún sér CrossFit íþróttina þróast. Sara ræddi líka lokamarkmið sitt sem íþróttakonu. Hér má hlusta á þátt númer eitt. Hér má hlusta á þátt númer tvö. Hér fyrir neðan má sjá Live Perform Compete hlaðvarpið vekja athygli á vinsældum viðtalsþátta sinna við Söru Sigmundsdóttur. View this post on Instagram A post shared by LIVE PERFORM COMPETE (@liveperformcompete_podcast) CrossFit Tengdar fréttir Sara borðaði fyrir sálina sína um þessi jól Vikan á milli jóla og nýárs er mjög sérstök vika fyrir íslensku CrossFit konuna Söru Sigmundsdóttur. 5. janúar 2021 09:01 Heyrði öskrin í fjölskyldunni sinni allan tímann á ógleymanlegu kvöldi Það eru liðin fimm ár síðan en Sara Sigmundsdóttir man eftir þessu kvöldstund eins og hún hafi gerst. 27. nóvember 2020 09:01 Sara Sigmunds elskar Lewis Hamilton Heimsmeistarinn í formúlu eitt á sér mikinn aðdáenda í einni stærstu stjörnu CrossFit íþróttarinnar. Sara Sigmundsdóttir felur ekki aðdáun sína á sjöfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton. 20. nóvember 2020 08:30 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Sjá meira
Live Perform Compete greindi frá því að vinsælustu þættir ársins hjá hlaðvarpinu voru þættirnir tveir þar sem farið var yfir söfu Söru Sigmundsdóttur. Þetta voru þættir 23 og 24 hjá Live Perform Compete árinu 2020. Live Perform Compete er reglulega með viðtal við áberandi fólk í CrossFit heiminum og því var nóg af flottum viðmælendum á árinu. Enginn þeirra átti þó roð í vinsældir Suðurnesjakonunnar. Ed Haynes settist niður með Söru og fór yfir viðburðaríka ævi hennar og leið hennar inn í CrossFit íþróttina. Þeir sem þekkja Söru og hafa hlustað á viðtölin við hana í gegnum tíðina vita vel að hún er óhrædd við að gefa af sér á slíkum stundum. Sara er opin og hreinskilin og heillar flesta með jákvæðni sinni og metnaði. Í fyrri þættinum þá fékk Ed Söru til að segja frá æsku sinni en þar kom meðal annars fram að á sínum tíma hafi Sara notað allar mögulegar afsakanir til að sleppa við leikfimi. Sara sagði einnig þar frá fyrsta þjálfaranum sínum í Bootcamp og að hún hafi líka reynt fyrir sér í vaxtarrækt. Sara sagði líka frá erfiðri og krefjandi byrjun sinni í CrossFit íþróttinni. Í seinni þættinum ræðir Sara árið 2016 þegar hún var nálægt því að hætta i CrossFit. Hún fer þar einnig yfir alla þjálfarana sem hún hefur haft í gegnum tíðina sen og upplifun sína að æfa með Rich Froning og Mayhem liðinu. Sara sagði líka sögur frá keppni sinni á heimsleikunum. Sara ræðir einnig framtíðarsýn sína, bæði hvað varða hana sjálfa en einnig hvernig hún sér CrossFit íþróttina þróast. Sara ræddi líka lokamarkmið sitt sem íþróttakonu. Hér má hlusta á þátt númer eitt. Hér má hlusta á þátt númer tvö. Hér fyrir neðan má sjá Live Perform Compete hlaðvarpið vekja athygli á vinsældum viðtalsþátta sinna við Söru Sigmundsdóttur. View this post on Instagram A post shared by LIVE PERFORM COMPETE (@liveperformcompete_podcast)
CrossFit Tengdar fréttir Sara borðaði fyrir sálina sína um þessi jól Vikan á milli jóla og nýárs er mjög sérstök vika fyrir íslensku CrossFit konuna Söru Sigmundsdóttur. 5. janúar 2021 09:01 Heyrði öskrin í fjölskyldunni sinni allan tímann á ógleymanlegu kvöldi Það eru liðin fimm ár síðan en Sara Sigmundsdóttir man eftir þessu kvöldstund eins og hún hafi gerst. 27. nóvember 2020 09:01 Sara Sigmunds elskar Lewis Hamilton Heimsmeistarinn í formúlu eitt á sér mikinn aðdáenda í einni stærstu stjörnu CrossFit íþróttarinnar. Sara Sigmundsdóttir felur ekki aðdáun sína á sjöfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton. 20. nóvember 2020 08:30 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Sjá meira
Sara borðaði fyrir sálina sína um þessi jól Vikan á milli jóla og nýárs er mjög sérstök vika fyrir íslensku CrossFit konuna Söru Sigmundsdóttur. 5. janúar 2021 09:01
Heyrði öskrin í fjölskyldunni sinni allan tímann á ógleymanlegu kvöldi Það eru liðin fimm ár síðan en Sara Sigmundsdóttir man eftir þessu kvöldstund eins og hún hafi gerst. 27. nóvember 2020 09:01
Sara Sigmunds elskar Lewis Hamilton Heimsmeistarinn í formúlu eitt á sér mikinn aðdáenda í einni stærstu stjörnu CrossFit íþróttarinnar. Sara Sigmundsdóttir felur ekki aðdáun sína á sjöfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton. 20. nóvember 2020 08:30
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti