Keleti fagnaði stórafmælinu í heimaborg sinni, Búdapest, og fékk að sjálfsögðu köku í tilefni tímamótanna.
„Þessi hundrað ár liðu eins og þau hefðu aðeins verið sextíu,“ sagði Keleti fluttist aftur til Ungverjalands 2015 eftir að búið í Ísrael síðan 1957.
Keleti vann til tíu verðlauna í fimleikum á Ólympíuleikunum í Helsinski 1952 og Sydney 1956, þar af fimm gullverðlaun. Þrenn þeirra vann hún á Ólympíuleikunum 1956 en hún var sigursælust allra íþróttamanna á þeim leikum.
Hún átti að keppa á Ólympíuleikunum í Stokkhólmi 1948 en missti af þeim vegna meiðsla. Hún þreytti síðan Ólympíufrumraun sína 1952, þá 31 árs. Á Ólympíuleikunum 1956 varð hún elsti gullverðlaunahafinn í fimleikum í sögu leikanna, eða 35 ára.
Keleti er ungverskur gyðingur og lifði Helförina af. Faðir hennar og aðrir ættingar voru myrtir í Auschwitz fangabúðunum.
Sovétríkin réðust inn í Ungverjaland á meðan á Ólympíuleikunum 1956 stóð. Keleti varð eftir í Ástralíu og fékk pólítískt hæli þar. Ári síðar flutti hún svo til Ísrael þar sem hún starfaði sem fimleikaþjálfari.