„Þetta er ótrúlega erfitt,“ sagði Robert Hedin, sænskur þjálfari bandaríska liðsins, í samtali við Aftenposten. Hedin sjálfur með veiruna.
Einungis tólf leikmenn verða í bandaríska hópnum sem fer til Egyptalands á morgun, þar af einn markvörður.
Bandaríska liðið hefur dvalið við æfingar í Danmörku að undanförnu og undirbúið sig fyrir sitt fyrsta heimsmeistaramót í tuttugu ár. Bandaríkin spiluðu meðal annars æfingaleik við Ribe-Esbjerg sem Rúnar Kárason, Daníel Þór Ingason og Gunnar Steinn Jónsson leika með.
geggjað að hafa spilað æfingaleik við USA á föstudag!!!
— Rúnar Kárason (@runarkarason) January 12, 2021
Það gæti orðið skrautlegt í meira lagi enda eru Bandaríkin í mjög sterkum riðli á HM með Frakklandi, Noregi og Austurríki. Efstu þrjú liðin í riðlinum fara með liðunum úr riðli Íslands í milliriðla.
„Við höfum oft farið í skimanir, síðast á mánudaginn,“ sagði Hedin sem var áður þjálfari norska landsliðsins.
„Þar reyndust allir neikvæðir en þegar við fórum í framhaldsskimun kom í ljós að átján leikmenn voru sýktir. Líklegast hefur einhver borið veiruna með sér frá Bandaríkjunum.“
Fleiri lið á HM eiga í vandræðum vegna kórónuveirunnar, meðal annars Tékkland. Norður-Makedónía er fyrsta varaþjóð inn á HM.