Óska eftir bólusetningu fyrir íslenskt afreksíþróttafólk Sindri Sverrisson skrifar 12. janúar 2021 11:30 Anton Sveinn McKee er eini íslenski íþróttamaðurinn sem tryggt hefur sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó. EPA/PATRICK B. KRAEMER Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur óskað eftir því við heilbrigðisyfirvöld að afreksfólk í íþróttum verði haft í huga við forgangsröðun vegna bólusetningar gegn COVID-19. „Við minntum á okkur í lok árs og heilbrigðisyfirvöld eru alveg meðvituð um okkar óskir, um að hugað sé líka að afreksfólkinu okkar í íþróttum sem ferðast þarf fram og til baka í keppnir,“ segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, við Vísi. Kórónuveirufaraldurinn hefur sett allt íþróttalíf úr skorðum síðustu 10 mánuði eða svo og olli meðal annars því að Ólympíuleikunum í Tókýó var frestað um ár. Þeir hefjast 23. júlí. ÍSÍ skilgreindi í haust 27 manna hóp íþróttafólks sem freistar þess að komast á leikana en sundmaðurinn Anton Sveinn McKee er sá eini sem hefur tryggt sér farseðilinn. Í flestum greinum Ólympíuleikanna er mikilvægt fyrir keppendur að komast á alþjóðleg mót og safna stigum til að styrkja stöðu sína á heimslista, til að komast inn á leikana. „Það er talsvert síðan að við byrjuðum að impra á því varðandi þessar bólusetningar. Það er auðvitað ákveðin reglugerð í gangi en við erum búin að ræða þetta við sóttvarnalækni og heilbrigðisyfirvöld, að þetta sé eitthvað sem við viljum koma að,“ segir Líney. Þyrfti að bólusetja alla sem reyna að ná lágmörkum fyrir ÓL Í reglugerð heilbrigðisráðuneytisins um forgangsröðun í bólusetningu er hvergi minnst á íþróttafólk. Heilbrigðisstarfsfólk er á forgangslista, ásamt eldra fólki og einstaklingum með langvinna sjúkdóma, og neðarlega á forgangslista er einnig starfsfólk í skólum og fleiri. „Við verðum nú ekki í forgangi fyrir framan heilbrigðisstéttir og mjög viðkvæma hópa en við erum klárlega að reyna að koma þessu á framfæri því þetta er mjög mikilvægt. Ég veit að alþjóða ólympíunefndin er líka með þá áskorun að búið verði að bólusetja alla ólympíufara í tíma. Við munum halda þessu á lofti líka,“ segir Líney. Hún segir málið hafa verið rætt í lok árs. Frjálsíþróttaparið Guðni Valur Guðnason og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir eru á meðal þeirra sem stefnt hafa að Ólympíuleikunum í Tókýó. „Við þurfum að setja þetta aftur á dagskrá með formlegum hætti núna, þegar bóluefnið er byrjað að berast. Þetta hangir auðvitað allt á því hve mikið magn við fáum af bóluefni. Við höfum skilgreint tæplega 30 manna hóp íþróttafólks sem reynir að komast inn á Ólympíuleikana. Það er bara einn búinn að ná ólympíulágmarki, Anton Sveinn, en það þyrfti í raun að bólusetja alla sem eru að reyna að ná lágmörkum á komandi mánuðum,“ segir Líney. Handboltalandsliðið bólusett við ýmsu en ekki COVID Hún segir að viðræður við heilbrigðisyfirvöld um bólusetningu íþróttafólks snúist þó ekki eingöngu um hinn 27 manna hóp sem stefnir á Ólympíuleikana. Fleira afreksfólk í íþróttum bíði og vonist eftir því að geta ferðast óhindrað. Aðspurð hvort sóst hafi verið eftir bólusetningu fyrir karlalandsliðið í handbolta fyrir förina til Egyptalands, segir Líney það hafa verið aðeins rætt en ákveðið að ekki yrði af því. Landsliðið fór reyndar í alls konar bólusetningar fyrir ferðalagið til Afríku, en ekki við COVID-19, og er nú mætt til Egyptalands. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ólympíuleikar 2020 í Tókýó HM 2021 í handbolta Bólusetningar Tengdar fréttir Alþjóðaólympíunefndin pressar á að Ólympíufarar fái bólusetningu Ólympíuleikunum í Tókýó var frestað í fyrra og eiga að fara fram í sumar í staðinn. Nú vill Alþjóðaólympíunefndin að íþróttafólkið á komandi leikum fái bólusetningu á undan öðrum svo að leikarnir geti farið fram. 7. janúar 2021 08:31 Anton Sveinn: Dreymir um Ólympíugull Sundkappinn Anton Sveinn Mckee átti góðu gengi að fagna á síðasta ári og undirbýr sig nú af krafti fyrir Ólympíuleikana næsta sumar. 3. janúar 2021 20:00 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sjá meira
„Við minntum á okkur í lok árs og heilbrigðisyfirvöld eru alveg meðvituð um okkar óskir, um að hugað sé líka að afreksfólkinu okkar í íþróttum sem ferðast þarf fram og til baka í keppnir,“ segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, við Vísi. Kórónuveirufaraldurinn hefur sett allt íþróttalíf úr skorðum síðustu 10 mánuði eða svo og olli meðal annars því að Ólympíuleikunum í Tókýó var frestað um ár. Þeir hefjast 23. júlí. ÍSÍ skilgreindi í haust 27 manna hóp íþróttafólks sem freistar þess að komast á leikana en sundmaðurinn Anton Sveinn McKee er sá eini sem hefur tryggt sér farseðilinn. Í flestum greinum Ólympíuleikanna er mikilvægt fyrir keppendur að komast á alþjóðleg mót og safna stigum til að styrkja stöðu sína á heimslista, til að komast inn á leikana. „Það er talsvert síðan að við byrjuðum að impra á því varðandi þessar bólusetningar. Það er auðvitað ákveðin reglugerð í gangi en við erum búin að ræða þetta við sóttvarnalækni og heilbrigðisyfirvöld, að þetta sé eitthvað sem við viljum koma að,“ segir Líney. Þyrfti að bólusetja alla sem reyna að ná lágmörkum fyrir ÓL Í reglugerð heilbrigðisráðuneytisins um forgangsröðun í bólusetningu er hvergi minnst á íþróttafólk. Heilbrigðisstarfsfólk er á forgangslista, ásamt eldra fólki og einstaklingum með langvinna sjúkdóma, og neðarlega á forgangslista er einnig starfsfólk í skólum og fleiri. „Við verðum nú ekki í forgangi fyrir framan heilbrigðisstéttir og mjög viðkvæma hópa en við erum klárlega að reyna að koma þessu á framfæri því þetta er mjög mikilvægt. Ég veit að alþjóða ólympíunefndin er líka með þá áskorun að búið verði að bólusetja alla ólympíufara í tíma. Við munum halda þessu á lofti líka,“ segir Líney. Hún segir málið hafa verið rætt í lok árs. Frjálsíþróttaparið Guðni Valur Guðnason og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir eru á meðal þeirra sem stefnt hafa að Ólympíuleikunum í Tókýó. „Við þurfum að setja þetta aftur á dagskrá með formlegum hætti núna, þegar bóluefnið er byrjað að berast. Þetta hangir auðvitað allt á því hve mikið magn við fáum af bóluefni. Við höfum skilgreint tæplega 30 manna hóp íþróttafólks sem reynir að komast inn á Ólympíuleikana. Það er bara einn búinn að ná ólympíulágmarki, Anton Sveinn, en það þyrfti í raun að bólusetja alla sem eru að reyna að ná lágmörkum á komandi mánuðum,“ segir Líney. Handboltalandsliðið bólusett við ýmsu en ekki COVID Hún segir að viðræður við heilbrigðisyfirvöld um bólusetningu íþróttafólks snúist þó ekki eingöngu um hinn 27 manna hóp sem stefnir á Ólympíuleikana. Fleira afreksfólk í íþróttum bíði og vonist eftir því að geta ferðast óhindrað. Aðspurð hvort sóst hafi verið eftir bólusetningu fyrir karlalandsliðið í handbolta fyrir förina til Egyptalands, segir Líney það hafa verið aðeins rætt en ákveðið að ekki yrði af því. Landsliðið fór reyndar í alls konar bólusetningar fyrir ferðalagið til Afríku, en ekki við COVID-19, og er nú mætt til Egyptalands.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ólympíuleikar 2020 í Tókýó HM 2021 í handbolta Bólusetningar Tengdar fréttir Alþjóðaólympíunefndin pressar á að Ólympíufarar fái bólusetningu Ólympíuleikunum í Tókýó var frestað í fyrra og eiga að fara fram í sumar í staðinn. Nú vill Alþjóðaólympíunefndin að íþróttafólkið á komandi leikum fái bólusetningu á undan öðrum svo að leikarnir geti farið fram. 7. janúar 2021 08:31 Anton Sveinn: Dreymir um Ólympíugull Sundkappinn Anton Sveinn Mckee átti góðu gengi að fagna á síðasta ári og undirbýr sig nú af krafti fyrir Ólympíuleikana næsta sumar. 3. janúar 2021 20:00 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sjá meira
Alþjóðaólympíunefndin pressar á að Ólympíufarar fái bólusetningu Ólympíuleikunum í Tókýó var frestað í fyrra og eiga að fara fram í sumar í staðinn. Nú vill Alþjóðaólympíunefndin að íþróttafólkið á komandi leikum fái bólusetningu á undan öðrum svo að leikarnir geti farið fram. 7. janúar 2021 08:31
Anton Sveinn: Dreymir um Ólympíugull Sundkappinn Anton Sveinn Mckee átti góðu gengi að fagna á síðasta ári og undirbýr sig nú af krafti fyrir Ólympíuleikana næsta sumar. 3. janúar 2021 20:00
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti