Brugðist við umsögn Ungra bænda um matvælastefnu: Dugar smábíll sem skólabíll? Kári Gautason skrifar 12. janúar 2021 13:30 Fyrir nokkru var matvælastefna fyrir Ísland fram til ársins 2030 kynnt. Í kjölfarið var stefnan sett í samráðsgátt stjórnvalda til þess að leita eftir athugasemdum og áliti almennings. Það er þegar er farið að gefa ávöxt. Samtök Ungra bænda sendu inn umsögn sem vert er að hvetja sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til þess að taka mark á. Ungu bændurnir benda á að þótt stefnan setji metnaðarfull markmið um nýliðun þá vanti aðgerðir til þess að fylgja þeim eftir. Við lestur umsagnarinnar rifjaðist upp fyrir mér að þegar ég var að byrja í grunnskóla sótti rúta okkur sveitakrakkana undir Fjöllunum. Þegar ég var kominn á efri stig grunnskólans var það orðið svokallað rúgbrauð. Í dag held ég að notaður sé fimm manna jeppi til skólaakstursins. Sú þróun í bifreiðastærð var í takti við fækkun sveitakrakka. Ég er næsta viss um að fleiri kannast við þessa þróun í dreifbýli. Samfélögin eldast og með þeim fækkar sveitakrökkunum. Nýliðun vanrækt markmið Þess vegna er ég svo innilega sammála umsögn Samtaka ungra bænda. Sem dæmi um mótsagnakenndar aðgerðir ríkisins má nefna að nýlega voru endurskoðaðir samningar við sauðfjár- og nautgripabændur án þess að stuðningur við nýliðun væri aukinn. Þeir samningar voru undirritaðir áður en matvælastefnan var kynnt. Um árabil hefur eitt af markmiðum búvörusamninga í sauðfjár- og nautgriparækt verið að auðvelda nýliðun. Það markmið hefur augljóslega verið talið léttvægara heldur en önnur markmið. Fjármagn til þess hefur alltaf verið fremur lítilfjörlegt í samhengi við aðra hluta samningsins. Enda hefur uppskeran verið í samræmi við sáninguna. Það voru undirrituðum veruleg vonbrigði þegar ekki var aukið í stuðning við nýliðun í búvörusamningum. Það voru vonbrigði vegna þess að greiðslumarkskerfi í mjólkurframleiðslu var fest kyrfilega í sessi í þessum samningum. Sá gjörningur þýðir það að meira fjármagn þarf til þess að hefja búskap og því er ennþá mikilvægara að styðja nýliðun með öflugum hætti. Landbúnaður er nú þegar ákaflega fjármagnsfrek grein miðað við tekjur. Þó að vextir séu lágir nú um stundir þá er það vont fyrir samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar að búa til handvirkt dýrt kerfi sem kemur til viðbótar þeim aukakostnaði sem mjólkurframleiðsla þarf að bera vegna óblíðrar veðráttu. Ég þori að fullyrða að ungir bændur eru ekki að óska eftir því að ríkið leysi öll þeirra vandamál - enda fara engir sem það vilja í búskap. En ég er viss um að þeir vilja að efndir fylgi orðum. Atvinnusköpun um land allt Eitt mikilvægasta fyrirheit aðgerðaráætlunarinnar sem fylgdi matvælastefnunni er það að greina hvatana sem eru í núgildandi búvörusamningum. Ég tel að sú skoðun muni leiða í ljós að markmið innbyggðra hvata séu mótsagnakennd og að sumt vinni beinlínis í gagnstæðar áttir. Til framtíðar litið þarf að endurskoða þessa hvata og fylgja þar því leiðarljósi sem matvælastefnan markar. Þannig getum við breikkað grundvöll matvælaframleiðslu í landinu, framleitt fleiri tegundir matvæla í héraði, styrkt atvinnusköpun um land allt og gert matvælaframleiðslu kolefnishlutlausa. Ef það tekst þá þarf stærri bifreiðar en smábíla til að sækja sveitakrakkana. Alþingi móti markmiðin Auk þess þreytist ég ekki á að leggja til að löggjafarvaldið fái meiri aðkomu að mótun samningsmarkmiða ríkisins við gerð búvörusamninga. Í núverandi fyrirkomulagi eru þau markmið háð skoðunum ráðherrans sem situr í landbúnaðarráðuneytinu hverju sinni. Landbúnaðarstefnan sem nú er í mótun þarf að fara fyrir Alþingi þannig að úr verði stefnuplagg sem stenst frekar tímans tönn. Slík aðkoma er fallin til þess að dýpka umræðu um landbúnaðarmál á Alþingi og á því er ekki vanþörf. Höfundur var í verkefnastjórn um mótun matvælastefnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Landbúnaður Skoðun: Kosningar 2021 Kári Gautason Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru var matvælastefna fyrir Ísland fram til ársins 2030 kynnt. Í kjölfarið var stefnan sett í samráðsgátt stjórnvalda til þess að leita eftir athugasemdum og áliti almennings. Það er þegar er farið að gefa ávöxt. Samtök Ungra bænda sendu inn umsögn sem vert er að hvetja sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til þess að taka mark á. Ungu bændurnir benda á að þótt stefnan setji metnaðarfull markmið um nýliðun þá vanti aðgerðir til þess að fylgja þeim eftir. Við lestur umsagnarinnar rifjaðist upp fyrir mér að þegar ég var að byrja í grunnskóla sótti rúta okkur sveitakrakkana undir Fjöllunum. Þegar ég var kominn á efri stig grunnskólans var það orðið svokallað rúgbrauð. Í dag held ég að notaður sé fimm manna jeppi til skólaakstursins. Sú þróun í bifreiðastærð var í takti við fækkun sveitakrakka. Ég er næsta viss um að fleiri kannast við þessa þróun í dreifbýli. Samfélögin eldast og með þeim fækkar sveitakrökkunum. Nýliðun vanrækt markmið Þess vegna er ég svo innilega sammála umsögn Samtaka ungra bænda. Sem dæmi um mótsagnakenndar aðgerðir ríkisins má nefna að nýlega voru endurskoðaðir samningar við sauðfjár- og nautgripabændur án þess að stuðningur við nýliðun væri aukinn. Þeir samningar voru undirritaðir áður en matvælastefnan var kynnt. Um árabil hefur eitt af markmiðum búvörusamninga í sauðfjár- og nautgriparækt verið að auðvelda nýliðun. Það markmið hefur augljóslega verið talið léttvægara heldur en önnur markmið. Fjármagn til þess hefur alltaf verið fremur lítilfjörlegt í samhengi við aðra hluta samningsins. Enda hefur uppskeran verið í samræmi við sáninguna. Það voru undirrituðum veruleg vonbrigði þegar ekki var aukið í stuðning við nýliðun í búvörusamningum. Það voru vonbrigði vegna þess að greiðslumarkskerfi í mjólkurframleiðslu var fest kyrfilega í sessi í þessum samningum. Sá gjörningur þýðir það að meira fjármagn þarf til þess að hefja búskap og því er ennþá mikilvægara að styðja nýliðun með öflugum hætti. Landbúnaður er nú þegar ákaflega fjármagnsfrek grein miðað við tekjur. Þó að vextir séu lágir nú um stundir þá er það vont fyrir samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar að búa til handvirkt dýrt kerfi sem kemur til viðbótar þeim aukakostnaði sem mjólkurframleiðsla þarf að bera vegna óblíðrar veðráttu. Ég þori að fullyrða að ungir bændur eru ekki að óska eftir því að ríkið leysi öll þeirra vandamál - enda fara engir sem það vilja í búskap. En ég er viss um að þeir vilja að efndir fylgi orðum. Atvinnusköpun um land allt Eitt mikilvægasta fyrirheit aðgerðaráætlunarinnar sem fylgdi matvælastefnunni er það að greina hvatana sem eru í núgildandi búvörusamningum. Ég tel að sú skoðun muni leiða í ljós að markmið innbyggðra hvata séu mótsagnakennd og að sumt vinni beinlínis í gagnstæðar áttir. Til framtíðar litið þarf að endurskoða þessa hvata og fylgja þar því leiðarljósi sem matvælastefnan markar. Þannig getum við breikkað grundvöll matvælaframleiðslu í landinu, framleitt fleiri tegundir matvæla í héraði, styrkt atvinnusköpun um land allt og gert matvælaframleiðslu kolefnishlutlausa. Ef það tekst þá þarf stærri bifreiðar en smábíla til að sækja sveitakrakkana. Alþingi móti markmiðin Auk þess þreytist ég ekki á að leggja til að löggjafarvaldið fái meiri aðkomu að mótun samningsmarkmiða ríkisins við gerð búvörusamninga. Í núverandi fyrirkomulagi eru þau markmið háð skoðunum ráðherrans sem situr í landbúnaðarráðuneytinu hverju sinni. Landbúnaðarstefnan sem nú er í mótun þarf að fara fyrir Alþingi þannig að úr verði stefnuplagg sem stenst frekar tímans tönn. Slík aðkoma er fallin til þess að dýpka umræðu um landbúnaðarmál á Alþingi og á því er ekki vanþörf. Höfundur var í verkefnastjórn um mótun matvælastefnu.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun