HM í handbolta hefst í Egyptalandi á morgun en nú fyrir skömmu var tilkynnt að Tékkland gæti ekki tekið þátt í mótinu þar sem sautján af 21 leikmanni liðsins hefðu greinst með kórónuveiruna.
Norður-Makedónía var fyrst á lista varaþjóða ef eitthvað kæmi upp á og nú hefur verið staðfest að landið tekur þátt á HM í stað Tékklands. Er flugvél með Kiril Lazarov og félaga í landsliði N-Makedóníu að leggja af stað frá höfuðborg landsins til Kaíró í Egyptalandi í þessum skrifuðu orðum.
Norður-Makedónía kemur inn í G-riðil ásamt Síle, heimamönnum í Egyptalandi og Svíþjóð.
Breaking #Egypt2021 news: North Macedonia will replace Czech Republic at the 27th IHF Men's World Championship after several positive results in the obligatory COVID-19 tests before departure for Egypt forced Czech Republic to withdraw. More information https://t.co/lpMTRuA7ke pic.twitter.com/cdaPI4v54g
— International Handball Federation (@ihf_info) January 12, 2021