99 dagar og veiran var vandamálið Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2021 08:00 Haukar sækja Fjölni heim í kvöld og bikarmeistarar Skallagríms fara á Hlíðarenda og mæta meisturum Vals. VÍSIR/VILHELM Í dag er sannkallaður gleðidagur fyrir íslenskt íþróttalíf þegar keppni í íþróttum hefst að nýju eftir lengsta bann við keppni í sögu þjóðarinnar. Frá því að kórónuveiran barst til landsins í lok febrúar á síðasta ári hefur ekki verið gert lengra hlé á keppni en það sem lýkur í dag. Alls eru 99 dagar síðan að Keflavík sótti Þór heim á Akureyri í körfubolta karla þann 6. október, í síðasta úrvalsdeildarleik sem leikinn var áður en biðin langa hófst. Keppni í Dominos-deild karla hefst einmitt að nýju annað kvöld en það verða körfuboltakonurnar sem hefja fjörið í dag þegar heil umferð í Dominos-deild kvenna fer fram. Liðin í deildunum hafa aðeins spilað 1-3 deildarleiki síðan í mars. Svipaða sögu er að segja í Olís-deild kvenna í handbolta sem hefst að nýju á laugardaginn, en í Olís-deild karla er aðeins lengra hlé vegna HM í Egyptalandi, þó ekki nema fram til 24. janúar. Íþróttafólk fagnar í dag en vegna HM þurfa karlaliðin í handbolta að bíða aðeins lengur með að byrja að spila.vísir/Hulda Margrét Undirbúningsmót fyrir næsta tímabil eru að hefjast í fótboltanum, keppni í blaki hefst að nýju um helgina, og svo mætti áfram telja. Hefðbundnar æfingar með snertingu hafa verið heimilar frá 10. desember og því ættu leikmenn að vera ágætlega búnir undir þá miklu törn sem framundan er víða. Þeir fá ekki að spila fyrir framan áhorfendur, enn um sinn, en fagna því eflaust fyrst og fremst að komast aftur á völlinn í alvöru keppni. Skellt í lás í borginni en landsbyggðarliðin máttu æfa og spila En hvernig hafa málin þróast þessa 99 daga frá síðasta leik? Íþróttasérsamböndin voru frekar tvístígandi til að byrja með, eftir að skellt var í lás frá og með 7. október, enda reglurnar ekki á kristaltæru. Allar takmarkanir miðuðust við höfuðborgarsvæðið og voru mjög strangar fyrir innanhússíþróttir, því ekki mátti æfa þær lengur. Íþróttir utandyra voru áfram leyfðar, þvert gegn tilmælum sóttvarnalæknis, hvort sem var æfingar eða keppni. Knattspyrnusamband Íslands ákvað þó að miða við tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, í samræmi við sína Covid-reglugerð og var öllu mótahaldi innanlands frestað. Æfingabann á öllu landinu Með nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra þann 20. október var svo ekki lengur gerður greinarmunur á íþróttum innan- eða utanhúss á höfuðborgarsvæðinu, og þær bannaðar. Það er að segja íþróttir með snertingu. Íþróttafólk búsett utan höfuðborgarsvæðisins mátti hins vegar áfram æfa og keppa án takmarkana, en það var þó aðeins nýtt til að leika æfingaleiki. Það var svo 31. október sem að íþróttastarf á öllu landinu, æfingar og keppni, var stöðvað. Eftir sem áður voru þó veittar undanþágur fyrir alþjóðlega leiki. KSÍ hafði degi áður samþykkt að hætta keppni á öllum mótum ársins 2020. Það liðu því að lágmarki 40 dagar fyrir íþróttafólk á öllu landinu þar sem ekki mátti æfa með snertingu. Það hefur nú haft rúman mánuð til að æfa með öllu hefðbundnari hætti, þó í óvissu þar til síðasta föstudag um það hvenær leyfi gæfist fyrir keppni að nýju. Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Sjá meira
Frá því að kórónuveiran barst til landsins í lok febrúar á síðasta ári hefur ekki verið gert lengra hlé á keppni en það sem lýkur í dag. Alls eru 99 dagar síðan að Keflavík sótti Þór heim á Akureyri í körfubolta karla þann 6. október, í síðasta úrvalsdeildarleik sem leikinn var áður en biðin langa hófst. Keppni í Dominos-deild karla hefst einmitt að nýju annað kvöld en það verða körfuboltakonurnar sem hefja fjörið í dag þegar heil umferð í Dominos-deild kvenna fer fram. Liðin í deildunum hafa aðeins spilað 1-3 deildarleiki síðan í mars. Svipaða sögu er að segja í Olís-deild kvenna í handbolta sem hefst að nýju á laugardaginn, en í Olís-deild karla er aðeins lengra hlé vegna HM í Egyptalandi, þó ekki nema fram til 24. janúar. Íþróttafólk fagnar í dag en vegna HM þurfa karlaliðin í handbolta að bíða aðeins lengur með að byrja að spila.vísir/Hulda Margrét Undirbúningsmót fyrir næsta tímabil eru að hefjast í fótboltanum, keppni í blaki hefst að nýju um helgina, og svo mætti áfram telja. Hefðbundnar æfingar með snertingu hafa verið heimilar frá 10. desember og því ættu leikmenn að vera ágætlega búnir undir þá miklu törn sem framundan er víða. Þeir fá ekki að spila fyrir framan áhorfendur, enn um sinn, en fagna því eflaust fyrst og fremst að komast aftur á völlinn í alvöru keppni. Skellt í lás í borginni en landsbyggðarliðin máttu æfa og spila En hvernig hafa málin þróast þessa 99 daga frá síðasta leik? Íþróttasérsamböndin voru frekar tvístígandi til að byrja með, eftir að skellt var í lás frá og með 7. október, enda reglurnar ekki á kristaltæru. Allar takmarkanir miðuðust við höfuðborgarsvæðið og voru mjög strangar fyrir innanhússíþróttir, því ekki mátti æfa þær lengur. Íþróttir utandyra voru áfram leyfðar, þvert gegn tilmælum sóttvarnalæknis, hvort sem var æfingar eða keppni. Knattspyrnusamband Íslands ákvað þó að miða við tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, í samræmi við sína Covid-reglugerð og var öllu mótahaldi innanlands frestað. Æfingabann á öllu landinu Með nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra þann 20. október var svo ekki lengur gerður greinarmunur á íþróttum innan- eða utanhúss á höfuðborgarsvæðinu, og þær bannaðar. Það er að segja íþróttir með snertingu. Íþróttafólk búsett utan höfuðborgarsvæðisins mátti hins vegar áfram æfa og keppa án takmarkana, en það var þó aðeins nýtt til að leika æfingaleiki. Það var svo 31. október sem að íþróttastarf á öllu landinu, æfingar og keppni, var stöðvað. Eftir sem áður voru þó veittar undanþágur fyrir alþjóðlega leiki. KSÍ hafði degi áður samþykkt að hætta keppni á öllum mótum ársins 2020. Það liðu því að lágmarki 40 dagar fyrir íþróttafólk á öllu landinu þar sem ekki mátti æfa með snertingu. Það hefur nú haft rúman mánuð til að æfa með öllu hefðbundnari hætti, þó í óvissu þar til síðasta föstudag um það hvenær leyfi gæfist fyrir keppni að nýju.
Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Sjá meira