Kim, systir Kim, segir herforingja Suður-Kóreu heimska Samúel Karl Ólason skrifar 12. janúar 2021 23:51 Kim Yo Jong stjórnar samskiptum einræðisríkisins Norður-Kóreu við nágranna þeirra í suðri. EPA/Luong Thai Linh Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir herforingja í Suður-Kóreu vera vitleysinga og aðhlátursefni. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem birt var af ríkismiðli Norður-Kóreu í dag en Kim er yfir samskiptum einræðisríkisins við nágranna sína í suðri. Tilefni þessara ummæla hennar er að herforingjaráð Suður-Kóreu sagði í dag fylgst hefði verið með skrúðgöngu herafla Norður-Kóreu í höfuðborg landsins um helgina. Kim sagði það hafa verið óþarfa enda hafi ekki verið um nokkurs konar heræfingu að ræða og engum hafi verið ógnað. „Hafa þeir ekkert betra að gera en að fylgjast með hátíðarhöldum í norðri?“ spurði Kim í yfirlýsingu sinni, sem Yonhap fréttaveitan vitnar í. Þá varaði hún við því að allar skuldir yrðu gerðar upp að endingu. Fyrir þessa yfirlýsingu höfðu spurningar vaknað varðandi stöðu hennar í Norður-Kóreu þar sem útlit var fyrir að hún hefði verið lækkuð í tign í forsætisnefnd Kommúnistaflokks Norður-Kóreu. Sú ákvörðun var tekin á flokksþingi Kommúnistaflokksins sem stendur nú yfir. Það virðist staðfest í yfirlýsingunni þar sem titill hennar er lægri í goggunarröðinni en sá sem hún var áður með. Ummæli hennar þykja þó til marks um að hún stýri enn samskiptum ríkjanna, sem hafa verið lítil sem engin eftir að hún tók við stjórn þeirra, og að hún sé enn valdamikil. Í sumar sagði leyniþjónusta Suður-Kóreu að Kim væri orðin næstráðandi í einræðisríki bróður síns. Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Kim Jong Un segir Bandaríkin stærsta óvin ríkisins Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur kallað eftir því að kjarnorkuvopn ríkisins verði þróuð betur. Þá segir hann Bandaríkin stærsta óvin ríkisins. Frá þessu var greint á ríkismiðli Norður-Kóreu í dag. 9. janúar 2021 14:02 Kim heitir bættum samskiptum við umheiminn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir nauðsynlegt að bæta samband ríkisins við umheiminn og heitir því að gera það. Þetta sagði einræðisherrann á flokksþingi Verkamannaflokks Norður-Kóreu í gær en fjórði dagur þingsins er í dag. 8. janúar 2021 10:26 Kim sagði efnahagsstefnu sína vera misheppnaða Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, opnaði nýtt flokksþing Verkamannaflokks landsins á því að viðurkenna að efnahagsstefna hans væri misheppnuð. Í opnunarræðu sinni sagði hann að þau markmið sem hann setti á flokksþingi fyrir fimm árum væru fjarri því að hafa náðst á nánast öllum sviðum. 6. janúar 2021 08:37 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Fleiri fréttir „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Sjá meira
Tilefni þessara ummæla hennar er að herforingjaráð Suður-Kóreu sagði í dag fylgst hefði verið með skrúðgöngu herafla Norður-Kóreu í höfuðborg landsins um helgina. Kim sagði það hafa verið óþarfa enda hafi ekki verið um nokkurs konar heræfingu að ræða og engum hafi verið ógnað. „Hafa þeir ekkert betra að gera en að fylgjast með hátíðarhöldum í norðri?“ spurði Kim í yfirlýsingu sinni, sem Yonhap fréttaveitan vitnar í. Þá varaði hún við því að allar skuldir yrðu gerðar upp að endingu. Fyrir þessa yfirlýsingu höfðu spurningar vaknað varðandi stöðu hennar í Norður-Kóreu þar sem útlit var fyrir að hún hefði verið lækkuð í tign í forsætisnefnd Kommúnistaflokks Norður-Kóreu. Sú ákvörðun var tekin á flokksþingi Kommúnistaflokksins sem stendur nú yfir. Það virðist staðfest í yfirlýsingunni þar sem titill hennar er lægri í goggunarröðinni en sá sem hún var áður með. Ummæli hennar þykja þó til marks um að hún stýri enn samskiptum ríkjanna, sem hafa verið lítil sem engin eftir að hún tók við stjórn þeirra, og að hún sé enn valdamikil. Í sumar sagði leyniþjónusta Suður-Kóreu að Kim væri orðin næstráðandi í einræðisríki bróður síns.
Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Kim Jong Un segir Bandaríkin stærsta óvin ríkisins Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur kallað eftir því að kjarnorkuvopn ríkisins verði þróuð betur. Þá segir hann Bandaríkin stærsta óvin ríkisins. Frá þessu var greint á ríkismiðli Norður-Kóreu í dag. 9. janúar 2021 14:02 Kim heitir bættum samskiptum við umheiminn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir nauðsynlegt að bæta samband ríkisins við umheiminn og heitir því að gera það. Þetta sagði einræðisherrann á flokksþingi Verkamannaflokks Norður-Kóreu í gær en fjórði dagur þingsins er í dag. 8. janúar 2021 10:26 Kim sagði efnahagsstefnu sína vera misheppnaða Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, opnaði nýtt flokksþing Verkamannaflokks landsins á því að viðurkenna að efnahagsstefna hans væri misheppnuð. Í opnunarræðu sinni sagði hann að þau markmið sem hann setti á flokksþingi fyrir fimm árum væru fjarri því að hafa náðst á nánast öllum sviðum. 6. janúar 2021 08:37 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Fleiri fréttir „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Sjá meira
Kim Jong Un segir Bandaríkin stærsta óvin ríkisins Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur kallað eftir því að kjarnorkuvopn ríkisins verði þróuð betur. Þá segir hann Bandaríkin stærsta óvin ríkisins. Frá þessu var greint á ríkismiðli Norður-Kóreu í dag. 9. janúar 2021 14:02
Kim heitir bættum samskiptum við umheiminn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir nauðsynlegt að bæta samband ríkisins við umheiminn og heitir því að gera það. Þetta sagði einræðisherrann á flokksþingi Verkamannaflokks Norður-Kóreu í gær en fjórði dagur þingsins er í dag. 8. janúar 2021 10:26
Kim sagði efnahagsstefnu sína vera misheppnaða Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, opnaði nýtt flokksþing Verkamannaflokks landsins á því að viðurkenna að efnahagsstefna hans væri misheppnuð. Í opnunarræðu sinni sagði hann að þau markmið sem hann setti á flokksþingi fyrir fimm árum væru fjarri því að hafa náðst á nánast öllum sviðum. 6. janúar 2021 08:37