Grænn múr rís yfir þvera Afríku Heimsljós 13. janúar 2021 10:15 Íbúar Afríku gróðursetja tré og skapa ræktunarland þvert yfir Sahel svæðið. Rúmlega 1800 milljarðar íslenskra króna söfnuðust í vikunni til stuðnings verkefninu. Rúmlega 1800 milljarðar íslenskra króna söfnuðust í vikunni til stuðnings verkefni sem kennt er við grænan múr og teygir anga sína þvert yfir Afríku. Múrinn er stórverkefni undir forystu íbúa Afríku, framlag þeirra í baráttunni við loftslagsbreytingar, uppflosnun fólks, þurrka og átök. Verkefnið felst í því að gróðursetja tré og skapa ræktunarland þvert yfir Sahel svæðið. Græni múrinn (The Great Green Wall) er alþjóðlegur vettvangur aðgerða í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Markmiðið er að „hraða umskiptum í heiminum yfir í réttlátara hagkerfi þar sem loftslagsbreytingar og náttúran eru í öndvegi,” eins og segir í frétt frá Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC). Á leiðtogafundi – One Planet Summit – sem haldinn var í vikubyrjun að frumkvæði frönsku stjórnarinnar í samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðabankann var samþykkt áætlun um að hraða fjármögnun og bæta samhæfingu verkefnisins. Staðfest framlög námu 14 milljörðum dala eða um 1800 milljörðum íslenskra króna. Fyrsti fundurinn var haldinn í árslok 2017, tveimur árum eftir að Parísarsamningurinn var gerður. Fundirnir eru tækifæri fyrir pólitíska leiðtoga, einkageirann, sjóði, almannasamtök og almenning til að koma saman og skilgreina verkefni og finna fjármagn til baráttu í þágu loftslagsins, fjölbreytni lífríkisins og hafsins. Fundurinn á mánudag var fjórði fundurinn og þema hans var „Sameinumst í þágu náttúrunnar.“ „Frá því verkefninu var hleypt af stokkunum árið 2007 hefur múrinn teygt anga sína yfir allt Sahel svæðið frá Senegal í vestri til Djibouti í austri. Hann nær til ellefu ríkja og er grundvallaratriði í því að ná heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun fyrir 2030,“ segir í frétt UNRIC. „Endurreisn eftir heimsfaraldurinn er okkar tækifæri til að breyta stefnu,“ sagði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi til fundarins. „Með slungnum áætlunum og réttum fjárfestingum getum við fetað braut sem tryggir heilbrigði allra, endurlífgun hagkerfa og aukið þanþol. Nýsköpun í orkugeiranum og samgöngum getur rutt brautina fyrir sjálfbærri endurreisn og félagslegum og efnahagslegum umskiptum. Lausnir sem sóttar eru til náttúrunnar, eins og græni múrinn mikli, lofa góðu.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent
Rúmlega 1800 milljarðar íslenskra króna söfnuðust í vikunni til stuðnings verkefni sem kennt er við grænan múr og teygir anga sína þvert yfir Afríku. Múrinn er stórverkefni undir forystu íbúa Afríku, framlag þeirra í baráttunni við loftslagsbreytingar, uppflosnun fólks, þurrka og átök. Verkefnið felst í því að gróðursetja tré og skapa ræktunarland þvert yfir Sahel svæðið. Græni múrinn (The Great Green Wall) er alþjóðlegur vettvangur aðgerða í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Markmiðið er að „hraða umskiptum í heiminum yfir í réttlátara hagkerfi þar sem loftslagsbreytingar og náttúran eru í öndvegi,” eins og segir í frétt frá Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC). Á leiðtogafundi – One Planet Summit – sem haldinn var í vikubyrjun að frumkvæði frönsku stjórnarinnar í samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðabankann var samþykkt áætlun um að hraða fjármögnun og bæta samhæfingu verkefnisins. Staðfest framlög námu 14 milljörðum dala eða um 1800 milljörðum íslenskra króna. Fyrsti fundurinn var haldinn í árslok 2017, tveimur árum eftir að Parísarsamningurinn var gerður. Fundirnir eru tækifæri fyrir pólitíska leiðtoga, einkageirann, sjóði, almannasamtök og almenning til að koma saman og skilgreina verkefni og finna fjármagn til baráttu í þágu loftslagsins, fjölbreytni lífríkisins og hafsins. Fundurinn á mánudag var fjórði fundurinn og þema hans var „Sameinumst í þágu náttúrunnar.“ „Frá því verkefninu var hleypt af stokkunum árið 2007 hefur múrinn teygt anga sína yfir allt Sahel svæðið frá Senegal í vestri til Djibouti í austri. Hann nær til ellefu ríkja og er grundvallaratriði í því að ná heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun fyrir 2030,“ segir í frétt UNRIC. „Endurreisn eftir heimsfaraldurinn er okkar tækifæri til að breyta stefnu,“ sagði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi til fundarins. „Með slungnum áætlunum og réttum fjárfestingum getum við fetað braut sem tryggir heilbrigði allra, endurlífgun hagkerfa og aukið þanþol. Nýsköpun í orkugeiranum og samgöngum getur rutt brautina fyrir sjálfbærri endurreisn og félagslegum og efnahagslegum umskiptum. Lausnir sem sóttar eru til náttúrunnar, eins og græni múrinn mikli, lofa góðu.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent