Segir Stjörnuna, Tindastól og Keflavík enn sterkust og Valur verði varasamur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. janúar 2021 11:32 Dominykas Milka og félagar í Keflavík eru líklegir til afreka í Domino's deild karla sem hefst aftur í kvöld eftir langt hlé. vísir/daníel Teitur Örlygsson fagnar því að Domino's deild karla fari aftur af stað í kvöld eftir rúmlega þriggja mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins. „Þetta er alveg geggjað. Á tímabili var maður eiginlega búinn að gefast upp að það yrði tímabil. Það er kannski ekki útséð með það ennþá en við vonum að þetta haldist allt réttu megin við línuna svo við getum klárað þetta,“ sagði Teitur í samtali við Vísi. Leikið verður afar þétt næstu vikurnar enda þarf að klára 21 umferð fyrir lok apríl. Teitur segir að leikmenn hljóti að fagna því að spila svona marga leiki á kostnað æfinga. Óskastaða fyrir leikmenn „Núna verður spilað stíft sem er draumur leikmanna. Maður hefði frekar viljað hafa þetta svona þegar maður var að spila sjálfur,“ sagði Teitur léttur. „Ég held að bæði leikmönnum og þjálfurum finnist þetta mjög skemmtilegt.“ Hann hefur ekki stórar áhyggjur af því að meiðslum muni fjölga vegna leikjaálagsins. „Ég held að það meiri hætta á því núna fyrst, þegar menn eru ekki í leikformi og réttum takti. En síðan verður allt í góðu að spila tvo leiki í viku.“ Nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópum liðanna í Domino's deildinni síðan keppni var stöðvuð í byrjun október. „Þetta verður forvitnilegt. Það er ljóst að nokkur lið eru búin að halda sínum mannskap og æfa vel og þau eru kannski aðeins fyrir framan hin liðin núna. En ég ætla ekki að dæma liðin í fyrstu leikjunum. Ég held þetta eigi eftir að breytast mikið,“ sagði Teitur. Ekki alveg búinn að kaupa Hester Sveitungar hans í Njarðvík hafa gert nokkrar breytingar á sínum leikmannahópi og sóttu meðal annars Antonio Hester sem lék með Tindastóli 2016-18. „Mér líst ágætlega á hann. Ég var aðeins að skoða hvað hann hefur verið að gera síðustu árin og það er misjafnt. En þegar hann spilaði í Austurríki eða Sviss var hann virkilega flottur. Hann þekkir deildina hérna en ég er ekki alveg búinn að kaupa þetta allt saman,“ sagði Teitur. Antonio Hester varð bikarmeistari með Tindastóli 2018.vísir/bára „Menn þurfa alltaf að sanna sig. En þetta er flottur leikmaður sem var með góðar tölur hérna á Íslandi, tuttugu stiga og tíu frákasta maður í leik. Og ef hann skilar því í Njarðvík er hann happafengur. Á móti kemur að það eru fleiri stórir leikmenn í deildinni en þegar hann hérna síðast.“ Teitur segir að sömu lið séu enn líklegust til afreka og voru það fyrir tímabilið. „Stjarnan, Tindastóll og Keflavík virðast sterkust, og Valur þótt þeir hafi tapað fyrsta leiknum fyrir Stjörnunni. Þeir verða gríðarlega sterkir,“ sagði Teitur en Valsmenn fengu il sín portúgalskan leikstjórnanda á meðan hléinu stóð. Fékk meiri tíma en gamli þjálfarinn Liðin hafa ekki bara gert breytingar á leikmannahópum sínum því Þór Ak. skipti um þjálfara. Bjarki Ármann Oddsson tók við Þórsurum af Andy Johnston sem stýrði þeim aðeins í einum leik. „Það gæti alveg haft áhrif en hann hefur fengið fínan tíma, meiri tíma en hinn þjálfarinn til undirbúnings. Ég veit að Júlíus Orri [Ágústsson] er meiddur og það er slæmt fyrir þá,“ sagði Teitur að lokum. Fjórir leikir fara fram í Domino's deild karla í kvöld og tveir annað kvöld. Fjórir þeirra verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Domino's tilþrifin verða á dagskrá klukkan 22:10 í kvöld og Domino's Körfuboltakvöld klukkan 22:00 annað kvöld. Fimmtudagur 14. janúar Kl. 18:15 Stjarnan - Höttur, sýndur á Stöð 2 Sport Kl. 19:15 KR - Tindastóll Kl. 19:15 Njarðvík - Haukar Kl. 20:15 ÍR - Valur, sýndur á Stöð 2 Sport Föstudagur 15. janúar Kl. 18:15 Grindavík - Þór Ak., sýndur á Stöð 2 Sport Kl. 20:15 Keflavík - Þór Þ., sýndur á Stöð 2 Sport Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Stjarnan Tindastóll Keflavík ÍF Valur Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Sjá meira
„Þetta er alveg geggjað. Á tímabili var maður eiginlega búinn að gefast upp að það yrði tímabil. Það er kannski ekki útséð með það ennþá en við vonum að þetta haldist allt réttu megin við línuna svo við getum klárað þetta,“ sagði Teitur í samtali við Vísi. Leikið verður afar þétt næstu vikurnar enda þarf að klára 21 umferð fyrir lok apríl. Teitur segir að leikmenn hljóti að fagna því að spila svona marga leiki á kostnað æfinga. Óskastaða fyrir leikmenn „Núna verður spilað stíft sem er draumur leikmanna. Maður hefði frekar viljað hafa þetta svona þegar maður var að spila sjálfur,“ sagði Teitur léttur. „Ég held að bæði leikmönnum og þjálfurum finnist þetta mjög skemmtilegt.“ Hann hefur ekki stórar áhyggjur af því að meiðslum muni fjölga vegna leikjaálagsins. „Ég held að það meiri hætta á því núna fyrst, þegar menn eru ekki í leikformi og réttum takti. En síðan verður allt í góðu að spila tvo leiki í viku.“ Nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópum liðanna í Domino's deildinni síðan keppni var stöðvuð í byrjun október. „Þetta verður forvitnilegt. Það er ljóst að nokkur lið eru búin að halda sínum mannskap og æfa vel og þau eru kannski aðeins fyrir framan hin liðin núna. En ég ætla ekki að dæma liðin í fyrstu leikjunum. Ég held þetta eigi eftir að breytast mikið,“ sagði Teitur. Ekki alveg búinn að kaupa Hester Sveitungar hans í Njarðvík hafa gert nokkrar breytingar á sínum leikmannahópi og sóttu meðal annars Antonio Hester sem lék með Tindastóli 2016-18. „Mér líst ágætlega á hann. Ég var aðeins að skoða hvað hann hefur verið að gera síðustu árin og það er misjafnt. En þegar hann spilaði í Austurríki eða Sviss var hann virkilega flottur. Hann þekkir deildina hérna en ég er ekki alveg búinn að kaupa þetta allt saman,“ sagði Teitur. Antonio Hester varð bikarmeistari með Tindastóli 2018.vísir/bára „Menn þurfa alltaf að sanna sig. En þetta er flottur leikmaður sem var með góðar tölur hérna á Íslandi, tuttugu stiga og tíu frákasta maður í leik. Og ef hann skilar því í Njarðvík er hann happafengur. Á móti kemur að það eru fleiri stórir leikmenn í deildinni en þegar hann hérna síðast.“ Teitur segir að sömu lið séu enn líklegust til afreka og voru það fyrir tímabilið. „Stjarnan, Tindastóll og Keflavík virðast sterkust, og Valur þótt þeir hafi tapað fyrsta leiknum fyrir Stjörnunni. Þeir verða gríðarlega sterkir,“ sagði Teitur en Valsmenn fengu il sín portúgalskan leikstjórnanda á meðan hléinu stóð. Fékk meiri tíma en gamli þjálfarinn Liðin hafa ekki bara gert breytingar á leikmannahópum sínum því Þór Ak. skipti um þjálfara. Bjarki Ármann Oddsson tók við Þórsurum af Andy Johnston sem stýrði þeim aðeins í einum leik. „Það gæti alveg haft áhrif en hann hefur fengið fínan tíma, meiri tíma en hinn þjálfarinn til undirbúnings. Ég veit að Júlíus Orri [Ágústsson] er meiddur og það er slæmt fyrir þá,“ sagði Teitur að lokum. Fjórir leikir fara fram í Domino's deild karla í kvöld og tveir annað kvöld. Fjórir þeirra verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Domino's tilþrifin verða á dagskrá klukkan 22:10 í kvöld og Domino's Körfuboltakvöld klukkan 22:00 annað kvöld. Fimmtudagur 14. janúar Kl. 18:15 Stjarnan - Höttur, sýndur á Stöð 2 Sport Kl. 19:15 KR - Tindastóll Kl. 19:15 Njarðvík - Haukar Kl. 20:15 ÍR - Valur, sýndur á Stöð 2 Sport Föstudagur 15. janúar Kl. 18:15 Grindavík - Þór Ak., sýndur á Stöð 2 Sport Kl. 20:15 Keflavík - Þór Þ., sýndur á Stöð 2 Sport Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fimmtudagur 14. janúar Kl. 18:15 Stjarnan - Höttur, sýndur á Stöð 2 Sport Kl. 19:15 KR - Tindastóll Kl. 19:15 Njarðvík - Haukar Kl. 20:15 ÍR - Valur, sýndur á Stöð 2 Sport Föstudagur 15. janúar Kl. 18:15 Grindavík - Þór Ak., sýndur á Stöð 2 Sport Kl. 20:15 Keflavík - Þór Þ., sýndur á Stöð 2 Sport
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Stjarnan Tindastóll Keflavík ÍF Valur Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Sjá meira