Ásmundur á mölina Jakob Bjarnar skrifar 13. janúar 2021 16:17 Flokkarnir eru nú í óða önn að skipuleggja framboðslista sína fyrir komandi kosningar. Framsóknarflokkurinn er þar engin undantekning. Nú rétt í þessu var Ásmundur Einar að tilkynna að hann vilji bjóða sig fram en hann hyggst færa sig um kjördæmi; úr Norðvesturkjördæmi í Reykjavík norður. Af orðum hans má ráða að frágengið sé að Lilja Dögg Alfreðsdóttir muni einnig bjóða sig fram í komandi alþingiskosningum. vísir/vilhelm Ásmundur Einar Daðason hefur ákveðið að leggja allt undir og færa sig yfir á mölina úr til þess að gera öruggu þingsæti fyrir næstu kosningar. Ásmundur Einar Daðason, ráðherra Framsóknarflokksins, hefur ákveðið „að vel ígrunuðu máli“ að gefa kost á sér á framboðslista Framsóknarflokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Sennilega kemur það fæstum á óvart að Ásmundur vilji halda áfram í stjórnmálum en hins vegar vekur athygli hvar hann vill fara fram: Í Reykjavíkurkjördæmi norður. „Það kann að virðast sérstök ákvörðun að fara úr því sem næst öruggu þingsæti í Norðvesturkjördæmi, þar sem Framsókn á sér langa og farsæla sögu, í framboð þar sem flokkurinn hefur glímt við ýmsar áskoranir í undanförnum kosningum. Að baki þessari ákvörðun liggur metnaður til að ná fram stórum pólitískum breytingum í íslensku samfélagi,“ segir Ásmundur Einar í tilkynningu sem hann birti á Facebooksíðu sinni fyrir skemmstu. Kæru vinir. Að vel i grunduðu ma li hef e g a kveðið að gefa kost a me r til forystu a framboðslista Framso knar i ...Posted by Ásmundur Einar Daðason on Miðvikudagur, 13. janúar 2021 Ásmundur Einar segir að Framsóknarflokkurinn verði að styrkja sig í þéttbýli og einkum í höfuðborginni. Og rétt er að þar hefur hann alla tíð átt undir högg að sækja og mælist þar örsmár í flestum skoðanakönnunum. „Þetta verður áskorun en ég trúi á breytingar og það er ástæða þess að ég er tilbúinn að leggja allt undir. Í baráttunni fram undan hlakka ég til að vinna með góðu fólki í Reykjavík og þá sérstaklega með Lilju Alfreðsdóttur, okkar öfluga Mennta- og menningarmálaráðherra.“ Af orðum hans má ráða að frágengið sé jafnframt að Lilja Dögg Alfreðsdóttir muni skipa framboðssveit Framsóknarflokksins fyrir næstu Alþingiskosningar sem að öllu óbreyttu munu fara fram næsta haust. Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Alþingi Norðvesturkjördæmi Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, ráðherra Framsóknarflokksins, hefur ákveðið „að vel ígrunuðu máli“ að gefa kost á sér á framboðslista Framsóknarflokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Sennilega kemur það fæstum á óvart að Ásmundur vilji halda áfram í stjórnmálum en hins vegar vekur athygli hvar hann vill fara fram: Í Reykjavíkurkjördæmi norður. „Það kann að virðast sérstök ákvörðun að fara úr því sem næst öruggu þingsæti í Norðvesturkjördæmi, þar sem Framsókn á sér langa og farsæla sögu, í framboð þar sem flokkurinn hefur glímt við ýmsar áskoranir í undanförnum kosningum. Að baki þessari ákvörðun liggur metnaður til að ná fram stórum pólitískum breytingum í íslensku samfélagi,“ segir Ásmundur Einar í tilkynningu sem hann birti á Facebooksíðu sinni fyrir skemmstu. Kæru vinir. Að vel i grunduðu ma li hef e g a kveðið að gefa kost a me r til forystu a framboðslista Framso knar i ...Posted by Ásmundur Einar Daðason on Miðvikudagur, 13. janúar 2021 Ásmundur Einar segir að Framsóknarflokkurinn verði að styrkja sig í þéttbýli og einkum í höfuðborginni. Og rétt er að þar hefur hann alla tíð átt undir högg að sækja og mælist þar örsmár í flestum skoðanakönnunum. „Þetta verður áskorun en ég trúi á breytingar og það er ástæða þess að ég er tilbúinn að leggja allt undir. Í baráttunni fram undan hlakka ég til að vinna með góðu fólki í Reykjavík og þá sérstaklega með Lilju Alfreðsdóttur, okkar öfluga Mennta- og menningarmálaráðherra.“ Af orðum hans má ráða að frágengið sé jafnframt að Lilja Dögg Alfreðsdóttir muni skipa framboðssveit Framsóknarflokksins fyrir næstu Alþingiskosningar sem að öllu óbreyttu munu fara fram næsta haust.
Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Alþingi Norðvesturkjördæmi Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira