Byssu miðað að enni Rutar Kára í Róm Stefán Árni Pálsson skrifar 14. janúar 2021 12:31 Rut Kára hafði margar sögur að segja. Rut Kára er einn vinsælasti innanhússarkitekt landsins. Hún lærði fagið á Ítalíu og átti góð ár þar bæði í náminu og eftir það. Rut Kára ræddi við Snæbjörn Ragnarsson í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk í vikunni. Sögurnar sem hún segir frá Ítalíusögunni eru eins og lygasögur úr mafíumyndum og sjónvarpsþáttum. Hún kom heim með skottið milli lappanna en rétti hratt og örugglega úr sér og hefur síðan komið inn á 3.500 heimili á Íslandi, búið þau til, bætt þau og breytt þeim. Rut er þekkt fyrir að hafa ótrúlega gott auga fyrir hönnun, fegurð, hagnýtum aðstæðum og litum. Í spjallinu fer Rut yfir ferilinn og einnig tímann á Ítalíu þar sem hún lenti hendur betur í skrautlegri lífsreynslu þegar hún fór í bíó með vinkonu sinni. „Ég var svo opin fyrir ævintýrum að ég lenti bara í öllu á Ítalíu. Einu sinni fórum ég og Gunna vinkona mín í bíó og það merkilegt að hugsa til þess hvað tíminn hefur breyst mikið, það er eins og þú sért að tala við níræða konu á Grund en þarna fóru stelpur ekki einar út á kvöldin í Róm,“ segir Rut og heldur áfram. Klippa: Rut Kára fékk byssu upp við ennið í Róm „Stelpur milli tvítugt og 26 ára fóru ekki einar í bíó. Við tvær víkingarnir fórum á vespu í bíó og bíóið var búið svolítið seint og við vorum að drífa okkur heim. Gunna fer á vespunni í gegnum eitthvað hverfi sem enginn fer í gegnum á þessum tíma dags. Við sjáum strax að það er einhver að elta okkur á bíl og ég segi við Gunni farðu bara ógeðslega hratt og beygðu svo snöggt til hægri eða vinstri.“ Rut segir að þetta hafi verið eins og atriðið í bíómynd. „Við höldum að við höfum sloppið og búnar að hrista þá af okkur en þá keyra þeir í veg fyrir okkur. Þá eru þeir búnir að skella ofan á þakið sírenu og stoppa okkur og ekkert venjulega, þeir eru með byssu við ennið á okkur. Ég hugsaði, núna verð ég bara drepin. Þeir segjast vera úr eiturlyfja og morðdeildinni lögreglunnar. Það var janúar og dimmt og ég hugsaði að þetta yrðu endalokin, ég bara dey hér.“ „Það hafði einhver kærasti Gunni gefið henni stolið hjól. Þeir báðu okkur um að opna koffortið og hún gat það ekki, var ekki með lykil og þeir voru með það alveg á hreinu að við værum að selja dóp. Svo verður maður svo hræddur að við fórum eitthvað að rífa kjaft sem maður gerir ekki við þessa deild lögreglunnar. Þeir urðu alveg brjálaðir, hentu mér inn í bílinn og Gunna var tekin í öðrum bíl og fóru með okkur í fangelsi og við vorum bara þar yfir nótt. Ég var svo hrædd, ég var að deyja. Við fengum 1,2 milljónir líra í námslán á mánuði og þeir rukkuðu okkur akkúrat þá upphæð fyrir þetta.“ Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira
Rut Kára ræddi við Snæbjörn Ragnarsson í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk í vikunni. Sögurnar sem hún segir frá Ítalíusögunni eru eins og lygasögur úr mafíumyndum og sjónvarpsþáttum. Hún kom heim með skottið milli lappanna en rétti hratt og örugglega úr sér og hefur síðan komið inn á 3.500 heimili á Íslandi, búið þau til, bætt þau og breytt þeim. Rut er þekkt fyrir að hafa ótrúlega gott auga fyrir hönnun, fegurð, hagnýtum aðstæðum og litum. Í spjallinu fer Rut yfir ferilinn og einnig tímann á Ítalíu þar sem hún lenti hendur betur í skrautlegri lífsreynslu þegar hún fór í bíó með vinkonu sinni. „Ég var svo opin fyrir ævintýrum að ég lenti bara í öllu á Ítalíu. Einu sinni fórum ég og Gunna vinkona mín í bíó og það merkilegt að hugsa til þess hvað tíminn hefur breyst mikið, það er eins og þú sért að tala við níræða konu á Grund en þarna fóru stelpur ekki einar út á kvöldin í Róm,“ segir Rut og heldur áfram. Klippa: Rut Kára fékk byssu upp við ennið í Róm „Stelpur milli tvítugt og 26 ára fóru ekki einar í bíó. Við tvær víkingarnir fórum á vespu í bíó og bíóið var búið svolítið seint og við vorum að drífa okkur heim. Gunna fer á vespunni í gegnum eitthvað hverfi sem enginn fer í gegnum á þessum tíma dags. Við sjáum strax að það er einhver að elta okkur á bíl og ég segi við Gunni farðu bara ógeðslega hratt og beygðu svo snöggt til hægri eða vinstri.“ Rut segir að þetta hafi verið eins og atriðið í bíómynd. „Við höldum að við höfum sloppið og búnar að hrista þá af okkur en þá keyra þeir í veg fyrir okkur. Þá eru þeir búnir að skella ofan á þakið sírenu og stoppa okkur og ekkert venjulega, þeir eru með byssu við ennið á okkur. Ég hugsaði, núna verð ég bara drepin. Þeir segjast vera úr eiturlyfja og morðdeildinni lögreglunnar. Það var janúar og dimmt og ég hugsaði að þetta yrðu endalokin, ég bara dey hér.“ „Það hafði einhver kærasti Gunni gefið henni stolið hjól. Þeir báðu okkur um að opna koffortið og hún gat það ekki, var ekki með lykil og þeir voru með það alveg á hreinu að við værum að selja dóp. Svo verður maður svo hræddur að við fórum eitthvað að rífa kjaft sem maður gerir ekki við þessa deild lögreglunnar. Þeir urðu alveg brjálaðir, hentu mér inn í bílinn og Gunna var tekin í öðrum bíl og fóru með okkur í fangelsi og við vorum bara þar yfir nótt. Ég var svo hrædd, ég var að deyja. Við fengum 1,2 milljónir líra í námslán á mánuði og þeir rukkuðu okkur akkúrat þá upphæð fyrir þetta.“
Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira