Vorum sjálfum okkur verstir þegar upp er staðið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. janúar 2021 21:35 Guðmundur var ekki sáttur með þann fjölda mistaka sem íslenska liðið gerði í dag. EPA-EFE/Khaled Elfiqi Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, var ekki sáttur með allan þann fjölda mistaka sem íslenska landsliðið gerði er það tapaði fyrir Portúgal í fyrsta leik liðanna á HM í handbolta í kvöld. Leiknum lauk með tveggja marka sigri Portúgala en Guðmundur var á því að íslenska liðið hefði verið sjálfum sér verst í kvöld. Hann ræddi við Einar Örn Jónsson á RÚV að leik loknum. „Við gerum of marga tæknifeila í sókninni, alls fimmtán talsins og það gengur ekki upp. Þeir gera aðeins sjö og í svona jöfnum leik þá gengur það ekki upp. Við förum með dauðafæri á mikilvægum kafla í leiknum og fórum ekki nægilega vel með þau hraðaupphlaup sem við fengum“ sagði Guðmundur um ástæður tapsins í kvöld og hélt svo áfram. „Við vorum sjálfum okkur verstir þegar upp er staðið. Við náðum upp markvörslu í síðari hálfleik og fengum möguleika til að snúa þessu við. Við náðum hins vegar ekki að nýta tækifærin þegar þau komu, hvort sem það var yfirtala eða hraðaupphlaup. Við vorum ítrekað að reyna troða boltanum inn á línu í vonlausar stöður,“ bætti landsliðsþjálfarinn við. Aðspurður hvort það væri ef til vill jákvætt að liðið hefði aðeins tapað með tveggja marka mun þrátt fyrir öll þessi mistök þá játti Guðmundur því. Pirrar mann aðallega að sjá þennan fjölda af mistökum „Við vissum að þetta yrði 50/50 leikur og til að vinna svona leik þarf einfaldlega meira að ganga upp. Mér fannst hik í mönnum þrátt fyrir að við höfum byrjað vel og það var grimmd í þessu í upphafi. Við fórum of snemma að koma okkur í vondar stöður og henda boltanum rá okkur.“ „Við gerðum óvenju mörg mistök sem andstæðingurinn nýtti sér, þar fannst mér munurinn liggja í kvöld. Það má svo sem segja að sé styrkur að tapa með tveggja marka mun gegn þessu sterka liði þrátt fyrir öll þessi mistök. Nú þurfum við að halda áfram en það er allt mögulegt í þessu.“ „Við erum rétt að byrja og eins og ég segi þá pirrar það mann aðallega að sjá þennan fjölda af mistökum. Það er ekki hægt að leyfa sér slíkt á svona móti. Við þurfum að fara yfir þetta og gera okkur klára í næsta verkefni sem er gegn mjög öflugum liðum. Þau spila óhefðbundið, eru mjög aggressíf og það er ljóst að báðir leikir verða erfiðir,“ sagði Guðmundur að lokum. Næsti leikur Íslands er gegn Alsír þann 16. janúar. Sá hefst klukkan 19.30. Handbolti HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-23 | Enn tapar Ísland fyrsta leik á HM Ísland varð að sætta sig við tap gegn Portúgal, 25-23, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi, í þriðja leik liðanna á átta dögum. 14. janúar 2021 20:54 Bjarki Már: Hundleiðinlegt og tilfinningin súr Bjarki Már Elísson var markahæstur Íslendinga í tapinu fyrir Portúgölum, 25-23, á HM í Egyptalandi í dag. Hann var að vonum svekktur í leikslok. 14. janúar 2021 21:23 Þetta hafði Twitter að segja um tapið gegn Portúgal Ísland mætti Portúgal í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta sem nú fer fram í Egyptalandi. Þetta var þriðja viðureign liðanna á stuttum tíma en nú höfðu Portúgalir betur, lokatölur 25-23 og tap staðreynd í fyrsta leik Íslands á HM. 14. janúar 2021 21:16 Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Leiknum lauk með tveggja marka sigri Portúgala en Guðmundur var á því að íslenska liðið hefði verið sjálfum sér verst í kvöld. Hann ræddi við Einar Örn Jónsson á RÚV að leik loknum. „Við gerum of marga tæknifeila í sókninni, alls fimmtán talsins og það gengur ekki upp. Þeir gera aðeins sjö og í svona jöfnum leik þá gengur það ekki upp. Við förum með dauðafæri á mikilvægum kafla í leiknum og fórum ekki nægilega vel með þau hraðaupphlaup sem við fengum“ sagði Guðmundur um ástæður tapsins í kvöld og hélt svo áfram. „Við vorum sjálfum okkur verstir þegar upp er staðið. Við náðum upp markvörslu í síðari hálfleik og fengum möguleika til að snúa þessu við. Við náðum hins vegar ekki að nýta tækifærin þegar þau komu, hvort sem það var yfirtala eða hraðaupphlaup. Við vorum ítrekað að reyna troða boltanum inn á línu í vonlausar stöður,“ bætti landsliðsþjálfarinn við. Aðspurður hvort það væri ef til vill jákvætt að liðið hefði aðeins tapað með tveggja marka mun þrátt fyrir öll þessi mistök þá játti Guðmundur því. Pirrar mann aðallega að sjá þennan fjölda af mistökum „Við vissum að þetta yrði 50/50 leikur og til að vinna svona leik þarf einfaldlega meira að ganga upp. Mér fannst hik í mönnum þrátt fyrir að við höfum byrjað vel og það var grimmd í þessu í upphafi. Við fórum of snemma að koma okkur í vondar stöður og henda boltanum rá okkur.“ „Við gerðum óvenju mörg mistök sem andstæðingurinn nýtti sér, þar fannst mér munurinn liggja í kvöld. Það má svo sem segja að sé styrkur að tapa með tveggja marka mun gegn þessu sterka liði þrátt fyrir öll þessi mistök. Nú þurfum við að halda áfram en það er allt mögulegt í þessu.“ „Við erum rétt að byrja og eins og ég segi þá pirrar það mann aðallega að sjá þennan fjölda af mistökum. Það er ekki hægt að leyfa sér slíkt á svona móti. Við þurfum að fara yfir þetta og gera okkur klára í næsta verkefni sem er gegn mjög öflugum liðum. Þau spila óhefðbundið, eru mjög aggressíf og það er ljóst að báðir leikir verða erfiðir,“ sagði Guðmundur að lokum. Næsti leikur Íslands er gegn Alsír þann 16. janúar. Sá hefst klukkan 19.30.
Handbolti HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-23 | Enn tapar Ísland fyrsta leik á HM Ísland varð að sætta sig við tap gegn Portúgal, 25-23, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi, í þriðja leik liðanna á átta dögum. 14. janúar 2021 20:54 Bjarki Már: Hundleiðinlegt og tilfinningin súr Bjarki Már Elísson var markahæstur Íslendinga í tapinu fyrir Portúgölum, 25-23, á HM í Egyptalandi í dag. Hann var að vonum svekktur í leikslok. 14. janúar 2021 21:23 Þetta hafði Twitter að segja um tapið gegn Portúgal Ísland mætti Portúgal í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta sem nú fer fram í Egyptalandi. Þetta var þriðja viðureign liðanna á stuttum tíma en nú höfðu Portúgalir betur, lokatölur 25-23 og tap staðreynd í fyrsta leik Íslands á HM. 14. janúar 2021 21:16 Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-23 | Enn tapar Ísland fyrsta leik á HM Ísland varð að sætta sig við tap gegn Portúgal, 25-23, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi, í þriðja leik liðanna á átta dögum. 14. janúar 2021 20:54
Bjarki Már: Hundleiðinlegt og tilfinningin súr Bjarki Már Elísson var markahæstur Íslendinga í tapinu fyrir Portúgölum, 25-23, á HM í Egyptalandi í dag. Hann var að vonum svekktur í leikslok. 14. janúar 2021 21:23
Þetta hafði Twitter að segja um tapið gegn Portúgal Ísland mætti Portúgal í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta sem nú fer fram í Egyptalandi. Þetta var þriðja viðureign liðanna á stuttum tíma en nú höfðu Portúgalir betur, lokatölur 25-23 og tap staðreynd í fyrsta leik Íslands á HM. 14. janúar 2021 21:16