Þetta kemur fram í umfjöllun Kjarnans. Þar segir að framlagður aksturskostnaður Guðjóns á síðasta ári nemi rúmum 2.699.000 krónum. Kostnaðurinn er allur til kominn vegna notkunar á bílaleigubifreiðum og eldsneytiskostnaðar, en ekki notkunar Guðjóns á eigin bifreið.
Í öðru sæti listans vegna kostnaðar við akstur þingmanna er Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Akstur hans árið 2020 nam 2.218.000 krónum og dróst talsvert saman milli ára. Árið 2019 nam aksturskostnaður Ásmundar 3,8 milljónum. Ásmundur hefur verið efstur á listanum síðan tölur um aksturskostnað þingmanna var gerður opinber.
Þá er Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi, í þriðja sæti listans. Hún ók fyrir 1.827.000 krónur á síðasta ári.

Í umfjöllun Kjarnans er að finna lista yfir þá þingmenn sem óku fyrir meira en eina milljón króna á síðasta ári. Þingmennirnir eru ellefu en listann má sjá hér að neðan:
1. Guðjón S. Brjánsson, Samfylkingunni: 2.669.081 krónur
2. Ásmundur Friðriksson, Sjálfstæðisflokki: 2.217.867 krónur
3. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Vinstri græn: 1.827.141 krónur
4. Vilhjálmur Árnason, Sjálfstæðisflokki: 1.694.043 krónur
5. Birgir Þórarinsson, Miðflokki: 1.653.749 krónur
6. Sigurður Páll Jónsson, Miðflokki: 1.643.859 krónur
7. Haraldur Benediktsson, Sjálfstæðisflokki: 1.580.226 krónur
8. Lilja Rafney Magnúsdóttir, Vinstri grænum: 1.390.240 krónur
9. Halla Signý Kristjánsdóttir, Framsóknarflokki: 1.283.788 krónur
10. Albertína Friðbjört Elíasdóttir, Samfylkingunni: 1.124.066 krónur
11. Líneik Anna Sævarsdóttir, Framsóknarflokki: 1.069.035 krónur