Jón Guðni er uppalinn hjá Fram hér á landi en hann lék síðast með norska úrvalsdeildarliðinu Brann. Jón hefur einnig leikið í Rússlandi og Belgíu en hann er á leiðinni í sænska boltann í annað sinn á ferlinum þar sem hann lék með Sundsvall um skeið.
Jón er 31 árs gamall en hann gerir þriggja ára samning við Hammarby.
Hann á sautján landsleiki að baki fyrir A-landslið Íslands.
Hammarby hafnaði í áttunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð þar sem íslenski Bandaríkjamaðurinn Aron Jóhannsson fór mikinn í sóknarleik liðsins en hann hefur nú yfirgefið félagið.
Fleiri Íslendingar hafa leikið með Hammarby á undanförnum árum. Leikmenn á borð við Birki Má Sævarsson og Viðar Örn Kjartansson.
Jón Guðni Fjóluson (1989) has signed a 3 year contact with Hammarby (@Hammarbyfotboll). Congrats pic.twitter.com/TRHXQYilDN
— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) January 16, 2021