Fjallið elskaði það að fá nokkur högg í andlitið frá hinum hljóðláta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2021 08:01 Hafþór Júlíus Björnsson og Steven Ward börðust í Dúbaí um helgina. Instagram/@thorbjornsson Fjallið steig inn hringinn á móti „hljóðláta manninum“ í Dúbaí á föstudagskvöldið. Hafþór Júlíus Björnsson barðist við Steven Ward í hnefaleikahringnum um helgina en þetta var fyrsti æfingabardagi Fjallsins fyrir uppgjörið við Eddie Hall í Las Vegas næsta haust. Þetta var líka bardagi án sigurvegara og báðir náðu nokkrum góðum höggum. Bardaginn fór fram á föstudaginn en var síðan sýndur á miðlum Hafþórs Júlíusar daginn eftir. Hafþór Júlíus talaði um það fyrir bardagann af hverju hann vildi fá að berjast við Ward á þessum tímapunkti. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) „Ég vil greina mistökin mín fyrir bardagann við Hall. Ég vil líka vera búinn að finna spenninginn og komast yfir það fyrir bardagann í september. Ég vil læra af þessu og ég vil verða betri. Þó að þetta sé sýningarbardagi þá ætlum við báðir að sýna hvað við getum,“ sagði Hafþór Júlíus fyrir bardagann. Hafþór var miklu stærri en Ward, 206 sentímetrar og 156 kíló á móti 188 sentímetrum og 99 kílóum hjá fyrrum Evrópumeistara í léttþungavigt. Hafþór Júlíus fékk að kynnast hnefa Ward nokkrum sinnum og fagnaði því eftir bardagann. Þegar hann var spurður af því hvernig var að vera sleginn í andlitið þá kom svarið sumum á óvart. „Það var frábært, ég elska þetta,“ sagði Hafþór Júlíus eftir bardagann. „Þetta tókst mjög vel og ég get ekki beðið eftir að komast aftur heim og byrja aftur að æfa. Ég elska þessa íþrótt og ber mikla virðingu fyrir henni sem og íþróttamönnunum sjálfum,“ sagði Hafþór. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Hafþór Júlíus stóðst heldur ekki freistinguna að senda Eddie Hall nokkur góð skilaboð. „Ef þú ætlar ekki að taka þennan bardagann alvarlega þá mun ég rota þig í fyrstu lotu. Ég ráðlegg þér að fara að taka þennan bardaga alvarlega,“ sagði Hafþór Júlíus. Steven Ward sendi Hafþóri líka stutt skilaboð í athugasemdum við Instagram færslu um bardagann. „Þú er herramaður. Óska þér alls hins vesta stóri maður,“ skrifaði Steven Ward. Hann hrósaði líka Hafþóri fyrir hraða og snerpu þrátt fyrir að vera svona stór og mikill. Hafþór tilkynnti líka að hann ætlaði að reyna sig í fleiri æfingabardögum fram að þeim stóra í september. „Takk fyrir öll jákvæðu skilaboðin. Ég mun berjast oftar í undirbúningi mínum fyrir bardagann í september. Við hvern ætti ég að berjast næst,“ spurði Hafþór fylgjendur sína. Það má sjá allan bardagann hér fyrir neðan. watch on YouTube Box Aflraunir Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson barðist við Steven Ward í hnefaleikahringnum um helgina en þetta var fyrsti æfingabardagi Fjallsins fyrir uppgjörið við Eddie Hall í Las Vegas næsta haust. Þetta var líka bardagi án sigurvegara og báðir náðu nokkrum góðum höggum. Bardaginn fór fram á föstudaginn en var síðan sýndur á miðlum Hafþórs Júlíusar daginn eftir. Hafþór Júlíus talaði um það fyrir bardagann af hverju hann vildi fá að berjast við Ward á þessum tímapunkti. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) „Ég vil greina mistökin mín fyrir bardagann við Hall. Ég vil líka vera búinn að finna spenninginn og komast yfir það fyrir bardagann í september. Ég vil læra af þessu og ég vil verða betri. Þó að þetta sé sýningarbardagi þá ætlum við báðir að sýna hvað við getum,“ sagði Hafþór Júlíus fyrir bardagann. Hafþór var miklu stærri en Ward, 206 sentímetrar og 156 kíló á móti 188 sentímetrum og 99 kílóum hjá fyrrum Evrópumeistara í léttþungavigt. Hafþór Júlíus fékk að kynnast hnefa Ward nokkrum sinnum og fagnaði því eftir bardagann. Þegar hann var spurður af því hvernig var að vera sleginn í andlitið þá kom svarið sumum á óvart. „Það var frábært, ég elska þetta,“ sagði Hafþór Júlíus eftir bardagann. „Þetta tókst mjög vel og ég get ekki beðið eftir að komast aftur heim og byrja aftur að æfa. Ég elska þessa íþrótt og ber mikla virðingu fyrir henni sem og íþróttamönnunum sjálfum,“ sagði Hafþór. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Hafþór Júlíus stóðst heldur ekki freistinguna að senda Eddie Hall nokkur góð skilaboð. „Ef þú ætlar ekki að taka þennan bardagann alvarlega þá mun ég rota þig í fyrstu lotu. Ég ráðlegg þér að fara að taka þennan bardaga alvarlega,“ sagði Hafþór Júlíus. Steven Ward sendi Hafþóri líka stutt skilaboð í athugasemdum við Instagram færslu um bardagann. „Þú er herramaður. Óska þér alls hins vesta stóri maður,“ skrifaði Steven Ward. Hann hrósaði líka Hafþóri fyrir hraða og snerpu þrátt fyrir að vera svona stór og mikill. Hafþór tilkynnti líka að hann ætlaði að reyna sig í fleiri æfingabardögum fram að þeim stóra í september. „Takk fyrir öll jákvæðu skilaboðin. Ég mun berjast oftar í undirbúningi mínum fyrir bardagann í september. Við hvern ætti ég að berjast næst,“ spurði Hafþór fylgjendur sína. Það má sjá allan bardagann hér fyrir neðan. watch on YouTube
Box Aflraunir Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira