Illska hlaupin í uppstillingarnefnd Samfylkingar Jakob Bjarnar skrifar 18. janúar 2021 10:48 Ágúst Ólafur Ágústsson á Alþingi. Tekist er á um stöðu hans innan flokksins. visir/vilhelm Birgir Dýrfjörð hefur sagt sig frá uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar en veruleg ólga er innan Samfylkingarinnar í tengslum við uppstillingu á lista fyrir komandi Alþingiskosningar. Átökin hverfast um stöðu Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns. Birgir Dýrfjörð, sem er formaður landsmálafélagsins Rósarinnar og situr sem slíkur í uppstillingarnefndinni, gekk á dyr á fundi á laugardaginn. Hann telur þingmanninn grátt leikinn. „Það var komin svo mikil illska í þetta að ég þoldi ekki við og fór út. Þetta var orðið svo ljótt og illt að ég gat ekki setið í þessu hópi lengur,“ segir Birgir í samtali við Vísi. Þrumuræða um stöðu alkóhólista Meira vill Birgir ekki segja við blaðamann né tilgreina nánar ástæður fyrir því að hann gekk á dyr. Birgir vísar til þess að þeir sem sitja í uppstillingarnefnd hafi gengist undir sérstakan þagnareið. En ekki sé hægt að meina honum að segja frá því hvernig honum líður. Birgir Dýrfjörð segir mikla illsku komna í uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar. Hann vill ekki tilgreina ástæður þess að hann gekk þar á dyr um helgina en samkvæmt heimildum Vísis telur hann það vond skilaboð Samfykingar til kjósenda að úthýsa Ágústi Ólafi Ágústssyni þingmanni.Samfylkingin Samkvæmt heimildum Vísis hélt Birgir skammaræðu áður en hann yfirgaf fundinn. Að efni til var hún um hvort það væri virkilega svo að Samfylkingin ætlaði að standa fyrir það að þeim sem orðið hefur á vegna áfengissjúkdóms síns, og hefðu gert eitthvað í sínum málum, ættu ekki afturkvæmt? Þarna er vísað til þess þegar Ágúst Ólafur var sakaður um kynferðislega áreitni, sem hann gekkst við og leitaði sér þá hjálpar hjá SÁÁ vegna áfengisvanda síns. Sérstök siðanefnd Samfylkingarinnar fjallaði um málið og virtist sem helstu flokksstofnanir hafi talið málið afgreitt en það var geymt en ekki gleymt samkvæmt þessu. Ungliðarnir vilja Ágúst Ólaf út Heimildir Vísis herma að Birgir telji það ekki vænlegt til árangurs er Samfylkingin ætlar sér að senda þau skilaboð til þeirra þúsunda áfengissjúklinga, og fjölskyldna þeirra, fyrir komandi kosningar. Eftir því sem Vísir kemst næst er uppi eindregin krafa, einkum meðal ungliðahreyfingarinnar og femínista sem studdu Heiðu B. Hilmarsdóttur eindregið í varaformannskjöri þar sem hún hafði betur gegn Helgu Völu Helgadóttur, að Ágúst Ólafur verði látinn taka poka sinn. Farin var sú leið að uppstillinganefndin setti saman hóp fólks og efndi til skoðanakönnunar meðal félaga í Samfylkingunni um hverja þeir vildi helst sjá í efstu sætum. Ekki stóð til að birta niðurstöður þeirrar könnunar en það hlýtur að teljast nokkur bjartsýni að ætla að niðurstaðan myndi ekki leka til fjölmiðla, sem og varð raunin. Í þeirri könnun var Ágúst Ólafur ekki einn hinna fimm efstu. Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Ekkert prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík Samfylkingin í Reykjavík kallar eftir tilnefningum fyrir framboðslista flokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar á næsta ári. Ákveðið hefur verið að listi verði ákvarðaður með uppstillingu en ekki prófkjöri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samfylkingunni í Reykjavík. 29. nóvember 2020 17:06 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Átökin hverfast um stöðu Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns. Birgir Dýrfjörð, sem er formaður landsmálafélagsins Rósarinnar og situr sem slíkur í uppstillingarnefndinni, gekk á dyr á fundi á laugardaginn. Hann telur þingmanninn grátt leikinn. „Það var komin svo mikil illska í þetta að ég þoldi ekki við og fór út. Þetta var orðið svo ljótt og illt að ég gat ekki setið í þessu hópi lengur,“ segir Birgir í samtali við Vísi. Þrumuræða um stöðu alkóhólista Meira vill Birgir ekki segja við blaðamann né tilgreina nánar ástæður fyrir því að hann gekk á dyr. Birgir vísar til þess að þeir sem sitja í uppstillingarnefnd hafi gengist undir sérstakan þagnareið. En ekki sé hægt að meina honum að segja frá því hvernig honum líður. Birgir Dýrfjörð segir mikla illsku komna í uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar. Hann vill ekki tilgreina ástæður þess að hann gekk þar á dyr um helgina en samkvæmt heimildum Vísis telur hann það vond skilaboð Samfykingar til kjósenda að úthýsa Ágústi Ólafi Ágústssyni þingmanni.Samfylkingin Samkvæmt heimildum Vísis hélt Birgir skammaræðu áður en hann yfirgaf fundinn. Að efni til var hún um hvort það væri virkilega svo að Samfylkingin ætlaði að standa fyrir það að þeim sem orðið hefur á vegna áfengissjúkdóms síns, og hefðu gert eitthvað í sínum málum, ættu ekki afturkvæmt? Þarna er vísað til þess þegar Ágúst Ólafur var sakaður um kynferðislega áreitni, sem hann gekkst við og leitaði sér þá hjálpar hjá SÁÁ vegna áfengisvanda síns. Sérstök siðanefnd Samfylkingarinnar fjallaði um málið og virtist sem helstu flokksstofnanir hafi talið málið afgreitt en það var geymt en ekki gleymt samkvæmt þessu. Ungliðarnir vilja Ágúst Ólaf út Heimildir Vísis herma að Birgir telji það ekki vænlegt til árangurs er Samfylkingin ætlar sér að senda þau skilaboð til þeirra þúsunda áfengissjúklinga, og fjölskyldna þeirra, fyrir komandi kosningar. Eftir því sem Vísir kemst næst er uppi eindregin krafa, einkum meðal ungliðahreyfingarinnar og femínista sem studdu Heiðu B. Hilmarsdóttur eindregið í varaformannskjöri þar sem hún hafði betur gegn Helgu Völu Helgadóttur, að Ágúst Ólafur verði látinn taka poka sinn. Farin var sú leið að uppstillinganefndin setti saman hóp fólks og efndi til skoðanakönnunar meðal félaga í Samfylkingunni um hverja þeir vildi helst sjá í efstu sætum. Ekki stóð til að birta niðurstöður þeirrar könnunar en það hlýtur að teljast nokkur bjartsýni að ætla að niðurstaðan myndi ekki leka til fjölmiðla, sem og varð raunin. Í þeirri könnun var Ágúst Ólafur ekki einn hinna fimm efstu.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Ekkert prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík Samfylkingin í Reykjavík kallar eftir tilnefningum fyrir framboðslista flokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar á næsta ári. Ákveðið hefur verið að listi verði ákvarðaður með uppstillingu en ekki prófkjöri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samfylkingunni í Reykjavík. 29. nóvember 2020 17:06 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Ekkert prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík Samfylkingin í Reykjavík kallar eftir tilnefningum fyrir framboðslista flokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar á næsta ári. Ákveðið hefur verið að listi verði ákvarðaður með uppstillingu en ekki prófkjöri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samfylkingunni í Reykjavík. 29. nóvember 2020 17:06
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent