Síðasti þingfundur var þann 18. desember eða fyrir sléttum mánuði.
Í framhaldi af óundirbúnum fyrirspurnartíma verður til umræðu og væntnalega greidd atkvæði um tillögu Söru Elísu Þórðardóttur, þingmanns Pírata, um hvort gerð verði úttekt á starfsemi Vegagerðarinnar.
Þar á eftir gefur Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, skýrslu munnlega um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Ein umræða verður um málið í framhaldinu.