„Eins og að segja: Étið það sem úti frýs“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. janúar 2021 15:32 Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins. vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, hóf fyrsta óundirbúna fyrirspurnatíma Alþingis á nýju ári á því að spyrja félagsmálaráðherra hvort til skoðunar væri að framlengja tímabil atvinnuleysisbóta úr þrjátíu mánuðum. Guðmundur reifaði atvinnuleysistölur og sagði þrisvar sinnum fleiri glíma við langtímaatvinnuleysi nú en árið 2019. Útlit væri fyrir að fleiri hundruð falli af bótum á þessu ári. Samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar á fólk samtals átt rétt á atvinnuleysisbótum í þrjátíu mánuði frá því að sótt er um bætur hjá Vinnumálastofnun. Guðmundur Ingi sagði mikilvægt að lengja þetta tímabil í ljósi stöðunnar til þess að „einhver von sé fyrir þetta fólk að lenda ekki í sárafátækt.“ Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir þetta hafa verið til skoðunar. Félagsmálaráðuneytið fundi reglulega með Félagsþjónustu sveitarfélaga og sé með tölfræði frá Vinnumálastofnun um hversu margir séu að klára sinn bótarétt. „Við höfum skoðað þetta en það er ekki liggur ekki fyrir ákvörðun um framlengingu.“ Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi sagði svör ráðherra heldur rýr. „Að skoða þetta. Það er eins og að segja fólkið: Étið það sem úti frýs, en þar er ekkert að hafa lengur. Það er ekkert að hafa fyrir þetta fólk. Það er stór hópur fólks sem bíður í röðum eftir mat og þessi hópur mun bætast við.“ Ásmundur Einar ítrekaði að fylgst væri með málinu. „Við erum áfram að vakta þetta, við ætlum okkur að halda utan um fólk í þessum faraldri eftir því sem hann dregst á langinn. Þá munum við grípa til frekari aðgerða. Það höfum við sýnt á síðasta ári og það munum við líka gera á því ári sem nú er að hefjast.“ Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Vinnumarkaður Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Guðmundur reifaði atvinnuleysistölur og sagði þrisvar sinnum fleiri glíma við langtímaatvinnuleysi nú en árið 2019. Útlit væri fyrir að fleiri hundruð falli af bótum á þessu ári. Samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar á fólk samtals átt rétt á atvinnuleysisbótum í þrjátíu mánuði frá því að sótt er um bætur hjá Vinnumálastofnun. Guðmundur Ingi sagði mikilvægt að lengja þetta tímabil í ljósi stöðunnar til þess að „einhver von sé fyrir þetta fólk að lenda ekki í sárafátækt.“ Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir þetta hafa verið til skoðunar. Félagsmálaráðuneytið fundi reglulega með Félagsþjónustu sveitarfélaga og sé með tölfræði frá Vinnumálastofnun um hversu margir séu að klára sinn bótarétt. „Við höfum skoðað þetta en það er ekki liggur ekki fyrir ákvörðun um framlengingu.“ Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi sagði svör ráðherra heldur rýr. „Að skoða þetta. Það er eins og að segja fólkið: Étið það sem úti frýs, en þar er ekkert að hafa lengur. Það er ekkert að hafa fyrir þetta fólk. Það er stór hópur fólks sem bíður í röðum eftir mat og þessi hópur mun bætast við.“ Ásmundur Einar ítrekaði að fylgst væri með málinu. „Við erum áfram að vakta þetta, við ætlum okkur að halda utan um fólk í þessum faraldri eftir því sem hann dregst á langinn. Þá munum við grípa til frekari aðgerða. Það höfum við sýnt á síðasta ári og það munum við líka gera á því ári sem nú er að hefjast.“
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Vinnumarkaður Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira