Fox krafðist þagnar um sáttina fram yfir kosningar Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2021 16:38 Getty/Alexi Rosenfeld Forsvarsmenn Fox News gerðu það að skilyrði sáttar þeirra við foreldra Seth Rich, sem var myrtur árið 2016, að ekki mætti segja frá sáttinni fyrr en eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember. Seth Rich, sem starfaði hjá Landsnefnd Demókrataflokksins, var skotinn til bana í júlí 2016 nærri heimili hans í Washington. Morðið er enn óleyst en lögreglan telur að um misheppnaða ránstilraun hafi verið að ræða. Fjölmargar samsæriskenningar voru mótaðar í kringum morð hans og þar á meðal sú kenning að hann hafi lekið tölvupóstum úr tölvukerfi Landsnefndarinnar til Wikileaks. Meðal annars fjallaði Sean Hannity, einn þáttastjórnenda Fox, ítrekað um þessa samsæriskenningu. Tölvuþrjótar á vegum leyniþjónustu herafla Rússlands, GRU, stálu tölvupóstunum úr tölvukerfi Landsnefndarinnar, samkvæmt sérfræðingum sem hafa rannsakað málið og leyniþjónustusamfélagi Bandaríkjanna. Fréttin var að endingu tekin úr birtingu en foreldrar Rich höfðuð mál gegn Fox News vegna hennar og umfjöllunar Hannity og annarra þula stöðvarinnar. Í nóvember varð svo opinbert að forsvarsmenn miðilsins gerðu dómsátt við foreldrana. Það var gert skömmu áður en Sean Hannity og Lou Dobbs áttu að bera vitni í málinu. Í umfjöllun New York Times um sáttina segir að hún hafi verið sérstaklega há og með því að greiða meira hafi miðillinn komist hjá því að birta afsökunarbeiðni á vef Fox News. Þar segir einnig að í sáttinni hafi verið skilyrði um að ekki mætti opinbera tilvist hennar fyrr en eftir forsetakosningarnar sem fóru fram þann 3. nóvember. Blaðamaður NYT segir það skilyrði til marks um þá tenginu sem Fox hafi við áróðursvél Donalds Trump, fráfarandi forseta, og að forsvarsmenn stöðvarinnar hafi óttast að reita hann til reiði fyrir kosningarnar. Aaron Rich, bróðir Seth, höfðaði einnig mál gegn mönnum sem fóru mikinn á netinu í kringum samsæriskenningar um Seth Rich og þeir báðust báðir formlega afsökunar í síðustu viku. Auk þess drógu þeir yfirlýsingar sínar um morðið til baka. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Fleiri fréttir Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Sjá meira
Seth Rich, sem starfaði hjá Landsnefnd Demókrataflokksins, var skotinn til bana í júlí 2016 nærri heimili hans í Washington. Morðið er enn óleyst en lögreglan telur að um misheppnaða ránstilraun hafi verið að ræða. Fjölmargar samsæriskenningar voru mótaðar í kringum morð hans og þar á meðal sú kenning að hann hafi lekið tölvupóstum úr tölvukerfi Landsnefndarinnar til Wikileaks. Meðal annars fjallaði Sean Hannity, einn þáttastjórnenda Fox, ítrekað um þessa samsæriskenningu. Tölvuþrjótar á vegum leyniþjónustu herafla Rússlands, GRU, stálu tölvupóstunum úr tölvukerfi Landsnefndarinnar, samkvæmt sérfræðingum sem hafa rannsakað málið og leyniþjónustusamfélagi Bandaríkjanna. Fréttin var að endingu tekin úr birtingu en foreldrar Rich höfðuð mál gegn Fox News vegna hennar og umfjöllunar Hannity og annarra þula stöðvarinnar. Í nóvember varð svo opinbert að forsvarsmenn miðilsins gerðu dómsátt við foreldrana. Það var gert skömmu áður en Sean Hannity og Lou Dobbs áttu að bera vitni í málinu. Í umfjöllun New York Times um sáttina segir að hún hafi verið sérstaklega há og með því að greiða meira hafi miðillinn komist hjá því að birta afsökunarbeiðni á vef Fox News. Þar segir einnig að í sáttinni hafi verið skilyrði um að ekki mætti opinbera tilvist hennar fyrr en eftir forsetakosningarnar sem fóru fram þann 3. nóvember. Blaðamaður NYT segir það skilyrði til marks um þá tenginu sem Fox hafi við áróðursvél Donalds Trump, fráfarandi forseta, og að forsvarsmenn stöðvarinnar hafi óttast að reita hann til reiði fyrir kosningarnar. Aaron Rich, bróðir Seth, höfðaði einnig mál gegn mönnum sem fóru mikinn á netinu í kringum samsæriskenningar um Seth Rich og þeir báðust báðir formlega afsökunar í síðustu viku. Auk þess drógu þeir yfirlýsingar sínar um morðið til baka.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Fleiri fréttir Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Sjá meira