Fox krafðist þagnar um sáttina fram yfir kosningar Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2021 16:38 Getty/Alexi Rosenfeld Forsvarsmenn Fox News gerðu það að skilyrði sáttar þeirra við foreldra Seth Rich, sem var myrtur árið 2016, að ekki mætti segja frá sáttinni fyrr en eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember. Seth Rich, sem starfaði hjá Landsnefnd Demókrataflokksins, var skotinn til bana í júlí 2016 nærri heimili hans í Washington. Morðið er enn óleyst en lögreglan telur að um misheppnaða ránstilraun hafi verið að ræða. Fjölmargar samsæriskenningar voru mótaðar í kringum morð hans og þar á meðal sú kenning að hann hafi lekið tölvupóstum úr tölvukerfi Landsnefndarinnar til Wikileaks. Meðal annars fjallaði Sean Hannity, einn þáttastjórnenda Fox, ítrekað um þessa samsæriskenningu. Tölvuþrjótar á vegum leyniþjónustu herafla Rússlands, GRU, stálu tölvupóstunum úr tölvukerfi Landsnefndarinnar, samkvæmt sérfræðingum sem hafa rannsakað málið og leyniþjónustusamfélagi Bandaríkjanna. Fréttin var að endingu tekin úr birtingu en foreldrar Rich höfðuð mál gegn Fox News vegna hennar og umfjöllunar Hannity og annarra þula stöðvarinnar. Í nóvember varð svo opinbert að forsvarsmenn miðilsins gerðu dómsátt við foreldrana. Það var gert skömmu áður en Sean Hannity og Lou Dobbs áttu að bera vitni í málinu. Í umfjöllun New York Times um sáttina segir að hún hafi verið sérstaklega há og með því að greiða meira hafi miðillinn komist hjá því að birta afsökunarbeiðni á vef Fox News. Þar segir einnig að í sáttinni hafi verið skilyrði um að ekki mætti opinbera tilvist hennar fyrr en eftir forsetakosningarnar sem fóru fram þann 3. nóvember. Blaðamaður NYT segir það skilyrði til marks um þá tenginu sem Fox hafi við áróðursvél Donalds Trump, fráfarandi forseta, og að forsvarsmenn stöðvarinnar hafi óttast að reita hann til reiði fyrir kosningarnar. Aaron Rich, bróðir Seth, höfðaði einnig mál gegn mönnum sem fóru mikinn á netinu í kringum samsæriskenningar um Seth Rich og þeir báðust báðir formlega afsökunar í síðustu viku. Auk þess drógu þeir yfirlýsingar sínar um morðið til baka. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent Ráðherra braut ekki lög Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Fleiri fréttir Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sjá meira
Seth Rich, sem starfaði hjá Landsnefnd Demókrataflokksins, var skotinn til bana í júlí 2016 nærri heimili hans í Washington. Morðið er enn óleyst en lögreglan telur að um misheppnaða ránstilraun hafi verið að ræða. Fjölmargar samsæriskenningar voru mótaðar í kringum morð hans og þar á meðal sú kenning að hann hafi lekið tölvupóstum úr tölvukerfi Landsnefndarinnar til Wikileaks. Meðal annars fjallaði Sean Hannity, einn þáttastjórnenda Fox, ítrekað um þessa samsæriskenningu. Tölvuþrjótar á vegum leyniþjónustu herafla Rússlands, GRU, stálu tölvupóstunum úr tölvukerfi Landsnefndarinnar, samkvæmt sérfræðingum sem hafa rannsakað málið og leyniþjónustusamfélagi Bandaríkjanna. Fréttin var að endingu tekin úr birtingu en foreldrar Rich höfðuð mál gegn Fox News vegna hennar og umfjöllunar Hannity og annarra þula stöðvarinnar. Í nóvember varð svo opinbert að forsvarsmenn miðilsins gerðu dómsátt við foreldrana. Það var gert skömmu áður en Sean Hannity og Lou Dobbs áttu að bera vitni í málinu. Í umfjöllun New York Times um sáttina segir að hún hafi verið sérstaklega há og með því að greiða meira hafi miðillinn komist hjá því að birta afsökunarbeiðni á vef Fox News. Þar segir einnig að í sáttinni hafi verið skilyrði um að ekki mætti opinbera tilvist hennar fyrr en eftir forsetakosningarnar sem fóru fram þann 3. nóvember. Blaðamaður NYT segir það skilyrði til marks um þá tenginu sem Fox hafi við áróðursvél Donalds Trump, fráfarandi forseta, og að forsvarsmenn stöðvarinnar hafi óttast að reita hann til reiði fyrir kosningarnar. Aaron Rich, bróðir Seth, höfðaði einnig mál gegn mönnum sem fóru mikinn á netinu í kringum samsæriskenningar um Seth Rich og þeir báðust báðir formlega afsökunar í síðustu viku. Auk þess drógu þeir yfirlýsingar sínar um morðið til baka.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent Ráðherra braut ekki lög Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Fleiri fréttir Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sjá meira