Í fréttatímanum heyrum við einnig í eldri borgurum í Dalbrautarþorpinu og spyrjum hvort þeir ætli að þiggja bólusetningu. Bólusetningar fólks eldri en 70 ára eru næstar á dagskrá. Landlæknisembættið gaf í dag út leiðbeiningar vegna bólusetnina eldri borgara, meta eigi heilsufar áður en ákveðið sé að gefa sprautuna.
Einnig fjöllum við áfram um leghálskrabbamein. Þátttaka íslenskra kvenna í skimunum er langt undir viðmiðunarmörkum og helmingi fleiri konur deyja úr leghálskrabbameini árlega en fyrir tíu árum.
Við verðum í beinni útsendingu frá Alþingi og ræðum til að mynda við Rósu Björk Brynjólfsdóttur og Helga Hrafn Gunnarsson um frumvarp sem leggur til bann við afneitun helfararinnar. Þau eru afar ósammála um málið.
Við heyrum einnig í íslenska fjallagarpinum John Snorra sem dvelur í grunnbúðum K2.
Þetta og margt fleira í þéttum kvöldfréttatíma Stöðvar 2, kl. 18:30. Kvöldfréttirnar eru nú í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.