Ætlar að kyssa kallinn sinn strax eftir bólusetningu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. janúar 2021 07:01 Til stendur að hefja bólusetningu 70 ára og eldri sem búa heima hjá sér í næstu viku. Sóttvarnalæknir og landlæknir sendu heilbrigðisstarfsfólki ráðleggingar í gær um hvernig bólusetja eigi eldri og hrumari einstaklinga við Covid-19. Þar kemur fram að vega og meta þurfi hvert tilvik fyrir sig. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að unnið sé að því í þessari viku að bólusetja íbúa á hjúkrunarheimilum í annað sinn. Einnig séu nú að hefjast bólusetning á sambýlum, dagdvölum og hjá þeim sem fá heimahjúkrun. „Vonandi náum við í næstu viku að byrja á frískum eldri borgurum. Þá byrjum við á þeim elstu sem búa í eigin búsetu,“ segir Sigríður. Talað um lítið annað en bólusetningu Rannveig Ernudóttir, virkniþjálfi í Dalbrautarþorpinu, segir að bólusetning sé þar mál málanna þessa daganna. Fréttastofa ræddi við nokkra íbúa sem eru allir yfir 70 ára aldri en allir þeirra voru jákvæðir gagnvart bólusetningu. Þeirra á meðal er Ingunn Erla Stefánsdóttir, 96 ára íbúi, sem segist hlakka mikið til þess að fá bólusetningu. Finnst þér fólk vera jákvætt fyrir því að fara í bólusetningu? „Já, þau sem ég hef talað við finnst mér bara bíða eftir því. Þá höldum við að við verðum frjálsari og fáum að fara meira en við höfum gert.“ Frans Pétursson, 90 ára íbúi ætlar sömuleiðis svo sannarlega að þiggja bólusetningu. „Ég bíð eftir henni bara, að fá að borða hérna öllsömul saman og eiga smá stund saman. Það er það eina sem breytist held ég,“ segir Frans og bætir við að það verði ánægjulegt að geta hitt aðra. „Það er bara það sem lífið snýst um, það er ekkert annað en það.“ Faðmlög og kossar efstir á forgangslista Dagbjört Sólrún Guðmundsdóttir, 72 ára íbúi segist vita vel hvert hennar fyrsta verk verður að lokinni bólusetningu. „Kyssa manninn minn. Hann er hérna á Skjóli með Alzheimers og það er sárt. Ég fór með hann að ganga á sunnudaginn og það var æðislegt, hann var svo ánægður. Hann hefur verið innilokaður svo lengi. Hann er búinn að fá fyrri sprautuna og á eftir að fá þá seinni.“ „Þetta er orðinn langur tími og erfiður, hann hefur verið það. Ég hef aldrei kynnst svona löguðu fyrr,“ bætir Dagbjört við. Örn Erlendsson, 82 ára formaður húsfélagsins í Dalbrautarþorpinu, þarf ekki heldur að hugsa sig tvisvar um aðspurður um það hvort hann ætli að láta bólusetja við Covid-19. „Já, ég er nú hræddur um það og er alveg ákveðinn,“ og bætir við að honum leiðist að geta ekki faðmað börnin sín. Að lokinni bólusetningu séu tveir hlutir efst á forgangslistanum: Faðmlög og mikilvægt viðhald í Dalbrautarþorpinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Eldri borgarar Tengdar fréttir Kaflaskil þegar fyrstu Íslendingarnir fá seinni sprautuna í vikunni Það var þann 29. desember sem fyrstu Íslendingarnir fengu fyrri sprautuna fyrir Covid-19. Síðan eru liðnar þrjár vikur og á fimmtudag verður hafist handa við að gefa tæplega fimm þúsund manns seinni sprautuna. 19. janúar 2021 11:41 Ísland hefur skuldbundið sig til að kaupa ekki bóluefni utan samnings Evrópusambandsins Sóttvarnalæknir segir að búið verði að bólusetja um 30 þúsund manns gegn kórónuveirunni í lok mars. Hann segir að Ísland hafi skuldbundið sig til að kaupa bóluefni samkvæmt samningum Evrópusambandsins. Því sé ekki hægt að kaupa bóluefni framhjá þeim samningum. 18. janúar 2021 20:22 Þrjú þúsund úr elsta aldurshópnum bólusett í vikunni Bólusetningar á landinu halda áfram í vikunni þegar tæplega fimm þúsund manns á hjúkrunarheimilum og framlínustarfsmenn fá sína seinni bóluefnasprautu við Covid-19. Þá kom skammtur með bóluefni fyrir þrjú þúsund manns til landsins í morgun að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. 18. janúar 2021 12:30 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð í Mosfellsbæ Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira
Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að unnið sé að því í þessari viku að bólusetja íbúa á hjúkrunarheimilum í annað sinn. Einnig séu nú að hefjast bólusetning á sambýlum, dagdvölum og hjá þeim sem fá heimahjúkrun. „Vonandi náum við í næstu viku að byrja á frískum eldri borgurum. Þá byrjum við á þeim elstu sem búa í eigin búsetu,“ segir Sigríður. Talað um lítið annað en bólusetningu Rannveig Ernudóttir, virkniþjálfi í Dalbrautarþorpinu, segir að bólusetning sé þar mál málanna þessa daganna. Fréttastofa ræddi við nokkra íbúa sem eru allir yfir 70 ára aldri en allir þeirra voru jákvæðir gagnvart bólusetningu. Þeirra á meðal er Ingunn Erla Stefánsdóttir, 96 ára íbúi, sem segist hlakka mikið til þess að fá bólusetningu. Finnst þér fólk vera jákvætt fyrir því að fara í bólusetningu? „Já, þau sem ég hef talað við finnst mér bara bíða eftir því. Þá höldum við að við verðum frjálsari og fáum að fara meira en við höfum gert.“ Frans Pétursson, 90 ára íbúi ætlar sömuleiðis svo sannarlega að þiggja bólusetningu. „Ég bíð eftir henni bara, að fá að borða hérna öllsömul saman og eiga smá stund saman. Það er það eina sem breytist held ég,“ segir Frans og bætir við að það verði ánægjulegt að geta hitt aðra. „Það er bara það sem lífið snýst um, það er ekkert annað en það.“ Faðmlög og kossar efstir á forgangslista Dagbjört Sólrún Guðmundsdóttir, 72 ára íbúi segist vita vel hvert hennar fyrsta verk verður að lokinni bólusetningu. „Kyssa manninn minn. Hann er hérna á Skjóli með Alzheimers og það er sárt. Ég fór með hann að ganga á sunnudaginn og það var æðislegt, hann var svo ánægður. Hann hefur verið innilokaður svo lengi. Hann er búinn að fá fyrri sprautuna og á eftir að fá þá seinni.“ „Þetta er orðinn langur tími og erfiður, hann hefur verið það. Ég hef aldrei kynnst svona löguðu fyrr,“ bætir Dagbjört við. Örn Erlendsson, 82 ára formaður húsfélagsins í Dalbrautarþorpinu, þarf ekki heldur að hugsa sig tvisvar um aðspurður um það hvort hann ætli að láta bólusetja við Covid-19. „Já, ég er nú hræddur um það og er alveg ákveðinn,“ og bætir við að honum leiðist að geta ekki faðmað börnin sín. Að lokinni bólusetningu séu tveir hlutir efst á forgangslistanum: Faðmlög og mikilvægt viðhald í Dalbrautarþorpinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Eldri borgarar Tengdar fréttir Kaflaskil þegar fyrstu Íslendingarnir fá seinni sprautuna í vikunni Það var þann 29. desember sem fyrstu Íslendingarnir fengu fyrri sprautuna fyrir Covid-19. Síðan eru liðnar þrjár vikur og á fimmtudag verður hafist handa við að gefa tæplega fimm þúsund manns seinni sprautuna. 19. janúar 2021 11:41 Ísland hefur skuldbundið sig til að kaupa ekki bóluefni utan samnings Evrópusambandsins Sóttvarnalæknir segir að búið verði að bólusetja um 30 þúsund manns gegn kórónuveirunni í lok mars. Hann segir að Ísland hafi skuldbundið sig til að kaupa bóluefni samkvæmt samningum Evrópusambandsins. Því sé ekki hægt að kaupa bóluefni framhjá þeim samningum. 18. janúar 2021 20:22 Þrjú þúsund úr elsta aldurshópnum bólusett í vikunni Bólusetningar á landinu halda áfram í vikunni þegar tæplega fimm þúsund manns á hjúkrunarheimilum og framlínustarfsmenn fá sína seinni bóluefnasprautu við Covid-19. Þá kom skammtur með bóluefni fyrir þrjú þúsund manns til landsins í morgun að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. 18. janúar 2021 12:30 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð í Mosfellsbæ Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira
Kaflaskil þegar fyrstu Íslendingarnir fá seinni sprautuna í vikunni Það var þann 29. desember sem fyrstu Íslendingarnir fengu fyrri sprautuna fyrir Covid-19. Síðan eru liðnar þrjár vikur og á fimmtudag verður hafist handa við að gefa tæplega fimm þúsund manns seinni sprautuna. 19. janúar 2021 11:41
Ísland hefur skuldbundið sig til að kaupa ekki bóluefni utan samnings Evrópusambandsins Sóttvarnalæknir segir að búið verði að bólusetja um 30 þúsund manns gegn kórónuveirunni í lok mars. Hann segir að Ísland hafi skuldbundið sig til að kaupa bóluefni samkvæmt samningum Evrópusambandsins. Því sé ekki hægt að kaupa bóluefni framhjá þeim samningum. 18. janúar 2021 20:22
Þrjú þúsund úr elsta aldurshópnum bólusett í vikunni Bólusetningar á landinu halda áfram í vikunni þegar tæplega fimm þúsund manns á hjúkrunarheimilum og framlínustarfsmenn fá sína seinni bóluefnasprautu við Covid-19. Þá kom skammtur með bóluefni fyrir þrjú þúsund manns til landsins í morgun að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. 18. janúar 2021 12:30