Biden og Harris taka við embætti: Dagurinn í myndum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. janúar 2021 00:34 Kamala Harris er fyrsta konan í sögu Bandaríkjanna til að verða varaforseti. Á þessari mynd frá þessum sögulega degi má sjá hvar Kamala Harris knúsar litla frænku sína sem heitir Amara. Amara líkt og svo margar aðrar ungar stelpur í Bandaríkjunum og víðar um heimin á eflaust eftir að líta á frænku sína sem mikla fyrirmynd og brautryðjanda. Getty/Mark Makela Fánar blöktu þar sem venjulega stendur fólk, þjóðvarðliðar í þúsundatali gengu fylktu liði um Washington-borg og fráfarandi forseti var ekki viðstaddur þegar nýr forseti tók við embætti Bandaríkjaforseta í dag. Dagurinn var fyrir margar sakir sögulegur, ekki hvað síst vegna þess að í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna er kona orðin varaforseti. Joe Biden og Kamala Harris tóku við embætti forseta og varaforseta Bandaríkjanna í miðjum heimsfaraldri, sléttum tveimur vikum eftir að ráðist var á þinghúsið í Bandaríkjunum, en innsetningarathöfnin fór fram á sömu tröppum og þúsundir mótmælenda, eða öllu heldur æstur múgur, kom saman fyrir hálfum mánuði til að reyna að koma í veg fyrir embættistöku þeirra. Athöfnin gekk þó að mestu snuðrulaust fyrir sig en svipmyndir frá þessum sögulega degi má finna hér að neðan. Undir venjulegum kringumstæðum hefðu þúsundir líklegast komið saman í hjarta Washington DC til þess að fylgjast með athöfninni. Í ljósi kórónuveirufaraldursins og gríðarlega hertra öryggisaðgerða var svo þó ekki en þess í stað var þúsundum fána komið fyrir í staðinn.Getty/Stephanie Keith Donald Trump og eiginkona hans Melania yfirgáfu Washington nokkuð snemma í morgun og héldu til Palm Beach á Flórída, vel áður en innsetningarathöfnin hófst.Getty/Noam Galai Joe Biden og Barack Obama heilsuðust að góðra vina sið er þeir voru báðir mættir til athafnarinnar. Biden var varaforseti í tíð Obama-stjórnarinnar.Getty/Kevin Dietsch Það var vart þverfótað fyrir þjóðvarliðum sem stóðu vörð víðsvegar um borgina.Getty/Erin Schaff Söngkonan og Grammy-verðlaunahafinn Lady Gaga flutti þjóðsönginn af mikilli innlifun við athöfnina og vakti mikla lukku. Sjálf styður hún forsetann og tók virkan þátt í kosningabaráttu hans. Getty/Kevin Dietsch Kamala Harris sór embættiseið og varð þar með fyrst kvenna í sögunni til að gegna embætti varaforseta Bandaríkjanna. Getty/Saul Loeb Þótt nokkur hópur fólks hafi verið viðstaddur innsetninguna í dag var það ekkert í líkingu við það sem venjulega er. Flestir ef ekki allir báru grímu og reynt að tryggja fjarlægðarmörk.Getty/Greg Nash Þá sór Joe Biden embættiseið sem 46. forseti Bandaríkjanna. Getty/Saul Loeb Forsetinn smellti síðan eldheitum kossi á sína heittelskuðu, forsetafrúna Jill Biden. Getty/Saul Loeb Biden og Harris hyggjast sem teymi leiða Bandaríkin næstu fjögur árin.Getty/Kevin Dietsch Nokkru eftir að athöfninni lauk fór fram heljarinnar skrúðganga, þó fámennari en venjulega, þar sem lúðrasveit og hermenn, auk þeirra Biden og Harris, voru meðal þátttakenda.Getty/Patrick Smith Biden kastaði kveðju á fjölmiðlafólk og á Muriel Bowser, borgarstjóra Washington DC, sem hann gekk ásamt fjölskyldu sinni síðasta spölin niður Pennsylvania Avenue og í átt að Hvíta húsinu.Getty/Doug Mills Jill og Joe Biden mætt á tröppur Hvíta hússins. Getty/Alex Brandon Kamala Harris gekk einnig síðasta spöl skrúðgöngunnar ásamt eiginmanni sínum Doug Emhoff og litlu frænku sinni sem heitir Amara.Vísir/Drew Angerer Joe Biden var ekki lengi að koma sér að verki eftir að hann var mættur í Hvíta húsið og hófst þegar handa við að undirrita forsetatilskipanir sem sjá má í bunkanum á skrifborði hans. Meðal annars undirritaði hann tilskipun sem kveður á um að Bandaríkin muni aftur gerast aðilar að Parísarsáttmálanum í loftslagsmálum. Það er ekki eina ákvörðun forvera hans í embætti sem Biden hyggst hnekkja nú þegar hann hefur tekið við valdamesta embætti Bandaríkjanna.Getty/Chip Somodevilla Bandaríkin Joe Biden Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Joe Biden og Kamala Harris tóku við embætti forseta og varaforseta Bandaríkjanna í miðjum heimsfaraldri, sléttum tveimur vikum eftir að ráðist var á þinghúsið í Bandaríkjunum, en innsetningarathöfnin fór fram á sömu tröppum og þúsundir mótmælenda, eða öllu heldur æstur múgur, kom saman fyrir hálfum mánuði til að reyna að koma í veg fyrir embættistöku þeirra. Athöfnin gekk þó að mestu snuðrulaust fyrir sig en svipmyndir frá þessum sögulega degi má finna hér að neðan. Undir venjulegum kringumstæðum hefðu þúsundir líklegast komið saman í hjarta Washington DC til þess að fylgjast með athöfninni. Í ljósi kórónuveirufaraldursins og gríðarlega hertra öryggisaðgerða var svo þó ekki en þess í stað var þúsundum fána komið fyrir í staðinn.Getty/Stephanie Keith Donald Trump og eiginkona hans Melania yfirgáfu Washington nokkuð snemma í morgun og héldu til Palm Beach á Flórída, vel áður en innsetningarathöfnin hófst.Getty/Noam Galai Joe Biden og Barack Obama heilsuðust að góðra vina sið er þeir voru báðir mættir til athafnarinnar. Biden var varaforseti í tíð Obama-stjórnarinnar.Getty/Kevin Dietsch Það var vart þverfótað fyrir þjóðvarliðum sem stóðu vörð víðsvegar um borgina.Getty/Erin Schaff Söngkonan og Grammy-verðlaunahafinn Lady Gaga flutti þjóðsönginn af mikilli innlifun við athöfnina og vakti mikla lukku. Sjálf styður hún forsetann og tók virkan þátt í kosningabaráttu hans. Getty/Kevin Dietsch Kamala Harris sór embættiseið og varð þar með fyrst kvenna í sögunni til að gegna embætti varaforseta Bandaríkjanna. Getty/Saul Loeb Þótt nokkur hópur fólks hafi verið viðstaddur innsetninguna í dag var það ekkert í líkingu við það sem venjulega er. Flestir ef ekki allir báru grímu og reynt að tryggja fjarlægðarmörk.Getty/Greg Nash Þá sór Joe Biden embættiseið sem 46. forseti Bandaríkjanna. Getty/Saul Loeb Forsetinn smellti síðan eldheitum kossi á sína heittelskuðu, forsetafrúna Jill Biden. Getty/Saul Loeb Biden og Harris hyggjast sem teymi leiða Bandaríkin næstu fjögur árin.Getty/Kevin Dietsch Nokkru eftir að athöfninni lauk fór fram heljarinnar skrúðganga, þó fámennari en venjulega, þar sem lúðrasveit og hermenn, auk þeirra Biden og Harris, voru meðal þátttakenda.Getty/Patrick Smith Biden kastaði kveðju á fjölmiðlafólk og á Muriel Bowser, borgarstjóra Washington DC, sem hann gekk ásamt fjölskyldu sinni síðasta spölin niður Pennsylvania Avenue og í átt að Hvíta húsinu.Getty/Doug Mills Jill og Joe Biden mætt á tröppur Hvíta hússins. Getty/Alex Brandon Kamala Harris gekk einnig síðasta spöl skrúðgöngunnar ásamt eiginmanni sínum Doug Emhoff og litlu frænku sinni sem heitir Amara.Vísir/Drew Angerer Joe Biden var ekki lengi að koma sér að verki eftir að hann var mættur í Hvíta húsið og hófst þegar handa við að undirrita forsetatilskipanir sem sjá má í bunkanum á skrifborði hans. Meðal annars undirritaði hann tilskipun sem kveður á um að Bandaríkin muni aftur gerast aðilar að Parísarsáttmálanum í loftslagsmálum. Það er ekki eina ákvörðun forvera hans í embætti sem Biden hyggst hnekkja nú þegar hann hefur tekið við valdamesta embætti Bandaríkjanna.Getty/Chip Somodevilla
Bandaríkin Joe Biden Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent