Guðrún segir að vatnið sem hafi lekið í Árnagarði hafi ekki verið mikið og að öryggisvörður hafi verið á vaktinni í nótt sem hafi fylgst vel með gangi mála. Hún segir að geymslan fyrir handritin í kjallara byggingarinnar sé auk þess upphækkuð og að þar sé að finna bæði vatns- og reykskynjara.
Mikið vatnstjón varð í nokkrum byggingum Háskóla Íslands í nótt og morgun eftir að rof varð á aðalkaldavatnsæð Veitna. Slökkvilið var kallað út skömmu eftir klukkan eitt í nótt vegna lekans og fór mannskapur og dælubílar frá þremur stöðvum á staðinn.
Leikinn er tengdur framkvæmdum við endurnýjun vatnslagna á Suðurgötu og kom upp í lokahúsi vatnsveitu sunnan við aðalbyggingu HÍ. Mikið vatn flæddi inn í aðalbyggingu Háskólans, Gimli, Lögberg, Stúdentakjallarann, Árnagarð og fleiri byggingar sem eru austan megin Suðurgötu.