„Hjálpin er á leiðinni“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. janúar 2021 23:30 Biden hélt ræðu og svaraði spurningum blaðamanna í Hvíta húsinu í dag. AP Photo/Alex Brando Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur nú skrifað undir tíu forsetatilskipanir sem snúa að baráttunni við kórónuveirufaraldurinn í Bandaríkjunum. Tilskipununum er ætlað að hrinda af stað metnaðarfullri áætlun forsetans til að draga verulega úr útbreiðslu Covid-19. AP-fréttastofan fjallar um málið og hefur eftir forsetanum að það muni taka tíma að ná árangri í baráttunni við veiruna. Í dag er fyrsti heili dagur Bidens í embætti, en hann tók við embættinu af Donald Trump í gær. Sá síðarnefndi hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að taka ekki nógu hart og skipulega á faraldrinum. „Við komumst ekki í þessi vandræði á einni nóttu og það mun taka mánuði að snúa stöðunni“ sagði Biden í ræðu í Hvíta húsinu í dag. Yfir fjögur hundruð þúsund manns hafa látið lífið af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum. Ekkert ríki heims hefur skráð fleiri dauðsföll í faraldrinum. Biden spáði því að á innan við mánuði gæti alls hálf milljón Bandaríkjamanna legið í valnum vegna veirunnar. „Ég tala við þjóð sem bíður aðgerða, og ég vil tala skýrt: Hjálpin er á leiðinni,“ sagði Biden þá í dag. Kenna starfsliði Trumps um hnökra Meðal þess sem forsetatilskipanir Bidens eiga að stuðla að er aukin samhæfing í viðbrögðum ríkja við faraldrinum, aukin framleiðsla bóluefnis, grímuskylda á ákveðnum opinberum stöðum og opnun skóla og fyrirtækja. Grímur verða nú skilyrði í flugvélum, skipum, rútum, lestum og almenningssamgöngum. Þá verða ferðalangar að leggja inn vottorð um að þau hafi verið skimuð fyrir Covid-19 og verða þar að auki að vera í sóttkví við komuna til landsins. Þá mun alríkisstjórnin alfarið sjá um og bera ábyrgð á aðgerðum í baráttunni við faraldurinn, í stað þess að láta hvert ríki fyrir sig sjá um viðbragðsáætlanir líkt og verið hefur síðan faraldurinn hófst. Starfsmenn Bidens og ráðgjafar segja fólk á vegum Donalds Trump, fráfarandi forseta, hafa verið ósamvinnuþýtt við valdaskiptin. Það hafi hægt á ferlinu og gæti valdið hnökrum í átaki forsetans til að takast á við Covid-19. Til að mynda segir fólk á vegum forsetans að forveri hans hafi ekki skilið eftir sig neitt sem hjálpaði til við að skilja áætlanir hans um dreifingu bóluefnis, en mörg ríki Bandaríkjanna hafa kvartað vegna skorts á bóluefni og annmarka á dreifingu. Biden skrifar undir eina af forsetatilskipunum sínum varðandi kórónuveirufaraldurinn. Í baksýn má sjá Kamölu Harris varaforseta og Anthony Fauci, yfirmann Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna.AP Photo/Alex Brandon Hundrað milljónir á hundrað dögum Biden hefur einnig sett sér það markmið að koma því til leiðar að búið verði að bólusetja hundrað milljónir Bandaríkjamanna á fyrstu hundrað dögum hans í embætti, eða fyrir lok apríl næstkomandi. Samkvæmt AP telja einhverjir sérfræðingar að ríkisstjórn Bidens ætti að geta bólusett tvöfalt, jafnvel þrefalt, fleiri en hundrað milljónir á fyrstu hundrað dögum hans í embætti. „Það eru vonbrigði hve markið er sett lágt,“ hefur AP eftir lýðheilsusérfræðingnum og lækninum Dr. Leana Wen um hundrað milljóna bólusetningarmarkmið forsetans. Þegar Biden var spurður út í það hvort markið væri sett of lágt í bólusetningarmálum sagði hann ekki svo vera. „Þegar ég tilkynnti þetta [markmiðið] þá sögðuð þið öll [fréttamenn] að þetta væri ekki hægt. Ekki vera með þetta,“ sagði Biden. Eitt þúsund og níu hundruð milljarðar Biden hyggst þá leggja frumvarp um 1.900 milljarða dollara aðgerðapakka fyrir Bandaríkjaþing. Pakkanum er ætlað að örva efnahag Bandaríkjanna í kjölfar þess mikla höggs sem faraldurinn hefur valdið. Meðal þess sem finna má í frumvarpinu er fjárveiting til þess að senda öllum Bandaríkjamönnum 1.400 dollara eingreiðslu, eða um 180 þúsund krónur. Þá er áætlað að 440 milljarðar dollara fari í stuðning við lítil fyrirtæki, 160 milljarðar í að auka skimunargetu við kórónuveirunni og 170 milljarðar fari í átak til að opna háskóla og aðrar menntastofnanir á sem öruggastan hátt. Ekki liggur fyrir hvort frumvarpið mun njóta nægilegs stuðnings í þinginu, þá einkum og sér í lagi meðal Repúblikana. Demókratar eru þó með meirihluta í báðum deildum þingsins. Þá hefur forsetinn látið setja saman sérstakt heilbrigðisréttlætisráð (e. Healt Equity Task Force). Því er ætlað að tryggja að minnihlutahópar og afskipt samfélög, sem annars yrðu eftir og fengju ekki aðstoð, verði gripin af aðgerðum stjórnvalda. Dánartíðni vegna Covid-19 er hærri hjá svörtu fólki, fólki af rómansk-amerískum uppruna og frumbyggjum, eftir því sem fram kemur hjá AP. Bandaríkin Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Biden gefur í gegn veirunni Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skrifar undir tíu forsetatilskipanir í dag sem snúa að baráttunni við faraldur nýju kórónuveirunnar. Meðal þeirra aðgerða sem grípa á til er að skikka fólk til að auka framleiðslu bóluefna, auka skimun, opna skóla og fyrirtæki samhliða því að auka notkun andlitsgríma. 21. janúar 2021 15:33 Biden þegar byrjaður að snúa við ákvörðunum Trumps Joe Biden skrifaði undir sínar fyrstu forsetatilskipanir í dag, fljótlega eftir að hann steig í fyrsta sinn inn á skrifstofu forseta í Hvíta húsinu eftir að hafa tekið við embætti forseta. Hann sagði tilskipanirnar vera „djarfar“ og að þær snúist um að uppfylla loforð hans gagnvart Bandarísku þjóðinni. 20. janúar 2021 22:47 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira
AP-fréttastofan fjallar um málið og hefur eftir forsetanum að það muni taka tíma að ná árangri í baráttunni við veiruna. Í dag er fyrsti heili dagur Bidens í embætti, en hann tók við embættinu af Donald Trump í gær. Sá síðarnefndi hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að taka ekki nógu hart og skipulega á faraldrinum. „Við komumst ekki í þessi vandræði á einni nóttu og það mun taka mánuði að snúa stöðunni“ sagði Biden í ræðu í Hvíta húsinu í dag. Yfir fjögur hundruð þúsund manns hafa látið lífið af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum. Ekkert ríki heims hefur skráð fleiri dauðsföll í faraldrinum. Biden spáði því að á innan við mánuði gæti alls hálf milljón Bandaríkjamanna legið í valnum vegna veirunnar. „Ég tala við þjóð sem bíður aðgerða, og ég vil tala skýrt: Hjálpin er á leiðinni,“ sagði Biden þá í dag. Kenna starfsliði Trumps um hnökra Meðal þess sem forsetatilskipanir Bidens eiga að stuðla að er aukin samhæfing í viðbrögðum ríkja við faraldrinum, aukin framleiðsla bóluefnis, grímuskylda á ákveðnum opinberum stöðum og opnun skóla og fyrirtækja. Grímur verða nú skilyrði í flugvélum, skipum, rútum, lestum og almenningssamgöngum. Þá verða ferðalangar að leggja inn vottorð um að þau hafi verið skimuð fyrir Covid-19 og verða þar að auki að vera í sóttkví við komuna til landsins. Þá mun alríkisstjórnin alfarið sjá um og bera ábyrgð á aðgerðum í baráttunni við faraldurinn, í stað þess að láta hvert ríki fyrir sig sjá um viðbragðsáætlanir líkt og verið hefur síðan faraldurinn hófst. Starfsmenn Bidens og ráðgjafar segja fólk á vegum Donalds Trump, fráfarandi forseta, hafa verið ósamvinnuþýtt við valdaskiptin. Það hafi hægt á ferlinu og gæti valdið hnökrum í átaki forsetans til að takast á við Covid-19. Til að mynda segir fólk á vegum forsetans að forveri hans hafi ekki skilið eftir sig neitt sem hjálpaði til við að skilja áætlanir hans um dreifingu bóluefnis, en mörg ríki Bandaríkjanna hafa kvartað vegna skorts á bóluefni og annmarka á dreifingu. Biden skrifar undir eina af forsetatilskipunum sínum varðandi kórónuveirufaraldurinn. Í baksýn má sjá Kamölu Harris varaforseta og Anthony Fauci, yfirmann Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna.AP Photo/Alex Brandon Hundrað milljónir á hundrað dögum Biden hefur einnig sett sér það markmið að koma því til leiðar að búið verði að bólusetja hundrað milljónir Bandaríkjamanna á fyrstu hundrað dögum hans í embætti, eða fyrir lok apríl næstkomandi. Samkvæmt AP telja einhverjir sérfræðingar að ríkisstjórn Bidens ætti að geta bólusett tvöfalt, jafnvel þrefalt, fleiri en hundrað milljónir á fyrstu hundrað dögum hans í embætti. „Það eru vonbrigði hve markið er sett lágt,“ hefur AP eftir lýðheilsusérfræðingnum og lækninum Dr. Leana Wen um hundrað milljóna bólusetningarmarkmið forsetans. Þegar Biden var spurður út í það hvort markið væri sett of lágt í bólusetningarmálum sagði hann ekki svo vera. „Þegar ég tilkynnti þetta [markmiðið] þá sögðuð þið öll [fréttamenn] að þetta væri ekki hægt. Ekki vera með þetta,“ sagði Biden. Eitt þúsund og níu hundruð milljarðar Biden hyggst þá leggja frumvarp um 1.900 milljarða dollara aðgerðapakka fyrir Bandaríkjaþing. Pakkanum er ætlað að örva efnahag Bandaríkjanna í kjölfar þess mikla höggs sem faraldurinn hefur valdið. Meðal þess sem finna má í frumvarpinu er fjárveiting til þess að senda öllum Bandaríkjamönnum 1.400 dollara eingreiðslu, eða um 180 þúsund krónur. Þá er áætlað að 440 milljarðar dollara fari í stuðning við lítil fyrirtæki, 160 milljarðar í að auka skimunargetu við kórónuveirunni og 170 milljarðar fari í átak til að opna háskóla og aðrar menntastofnanir á sem öruggastan hátt. Ekki liggur fyrir hvort frumvarpið mun njóta nægilegs stuðnings í þinginu, þá einkum og sér í lagi meðal Repúblikana. Demókratar eru þó með meirihluta í báðum deildum þingsins. Þá hefur forsetinn látið setja saman sérstakt heilbrigðisréttlætisráð (e. Healt Equity Task Force). Því er ætlað að tryggja að minnihlutahópar og afskipt samfélög, sem annars yrðu eftir og fengju ekki aðstoð, verði gripin af aðgerðum stjórnvalda. Dánartíðni vegna Covid-19 er hærri hjá svörtu fólki, fólki af rómansk-amerískum uppruna og frumbyggjum, eftir því sem fram kemur hjá AP.
Bandaríkin Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Biden gefur í gegn veirunni Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skrifar undir tíu forsetatilskipanir í dag sem snúa að baráttunni við faraldur nýju kórónuveirunnar. Meðal þeirra aðgerða sem grípa á til er að skikka fólk til að auka framleiðslu bóluefna, auka skimun, opna skóla og fyrirtæki samhliða því að auka notkun andlitsgríma. 21. janúar 2021 15:33 Biden þegar byrjaður að snúa við ákvörðunum Trumps Joe Biden skrifaði undir sínar fyrstu forsetatilskipanir í dag, fljótlega eftir að hann steig í fyrsta sinn inn á skrifstofu forseta í Hvíta húsinu eftir að hafa tekið við embætti forseta. Hann sagði tilskipanirnar vera „djarfar“ og að þær snúist um að uppfylla loforð hans gagnvart Bandarísku þjóðinni. 20. janúar 2021 22:47 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira
Biden gefur í gegn veirunni Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skrifar undir tíu forsetatilskipanir í dag sem snúa að baráttunni við faraldur nýju kórónuveirunnar. Meðal þeirra aðgerða sem grípa á til er að skikka fólk til að auka framleiðslu bóluefna, auka skimun, opna skóla og fyrirtæki samhliða því að auka notkun andlitsgríma. 21. janúar 2021 15:33
Biden þegar byrjaður að snúa við ákvörðunum Trumps Joe Biden skrifaði undir sínar fyrstu forsetatilskipanir í dag, fljótlega eftir að hann steig í fyrsta sinn inn á skrifstofu forseta í Hvíta húsinu eftir að hafa tekið við embætti forseta. Hann sagði tilskipanirnar vera „djarfar“ og að þær snúist um að uppfylla loforð hans gagnvart Bandarísku þjóðinni. 20. janúar 2021 22:47