Conor McGregor: Stríðinu á milli mín og Khabib er ekki lokið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2021 08:30 Conor McGregor er í flottu formi og mun berjast um helgina. Getty/Steve Marcus Conor McGregor er enn að hugsa um annan bardaga á móti Khabib Nurmagomedov þótt að hann viðurkenni að líkurnar, á slíkum draumabardaga fyrir margra, séu að minnka. McGregor ræddi Khabib Nurmagomedov á blaðamannafundi fyrir UFC 257 bardagakvöldið þar sem Írinn mætir Dustin Poirier. Conor er á því að þeir Khabib eigi enn eftir að gera upp hlutina. Þetta sé samt ekki í hans höndum því ef að Nurmagomedov vill leggja bardagabuxurnar á hilluna þá verði hann bara að halda áfram án þess að berjast við Rússann. Khabib Nurmagomedov hefur unnið alla 29 bardaga sína á ferlinum en hann kláraði Conor McGregor í fjórðu lotu í 27. sigrinum í barsaga þeirra í október 2018. Eftir að faðir Nurmagomedov lést þá lofaði hann móður sinni að berjast ekki aftur. Conor McGregor: 'The war is not over' with Khabib Nurmagomedov #UFC257 https://t.co/zcJ9tdOijD— Marc Raimondi (@marc_raimondi) January 21, 2021 Það gekk mikið á í kringum þennan bardaga þeirra Conors og Khabib. Nurmagomedov réðst meðal annars á aðstoðarmann Conors fyrir utan búrið eftir að hann hafði klárað McGregor. Í aðdragandanum hafði Conor kastað kerru í rúðu á rútu sem Nurmagomedov sat í með þeim afleiðingum að tveir menn slösuðust. „Þetta er harður heimur. Það hefur gengið mikið á í hans persónulega lífi. Ég óska honum einskis ills. Það er langur tími liðinn frá 2018. Heimurinn veit samt vel að þessi bardagi er ekki búinn. Stríðinu milli okkar er ekki lokið,“ sagði Conor McGregor. „Sportið okkar þarf á þessum bardaga að halda og fólk vill sjá þennan bardaga. Ég ætla samt ekki að elta hann ef hann vill ekki berjast. Ég mun halda ró minni og halda áfram með mitt líf. Það er það sem ég er að gera og þess vegna er ég að berjast hér 155 punda deildinni. Ég mun sýna heiminum úr hverju ég er gerður,“ sagði McGregor. Conor McGregor mun berjast við Dustin Poirier í Abú Dabí á morgun laugardag. MMA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Sjá meira
McGregor ræddi Khabib Nurmagomedov á blaðamannafundi fyrir UFC 257 bardagakvöldið þar sem Írinn mætir Dustin Poirier. Conor er á því að þeir Khabib eigi enn eftir að gera upp hlutina. Þetta sé samt ekki í hans höndum því ef að Nurmagomedov vill leggja bardagabuxurnar á hilluna þá verði hann bara að halda áfram án þess að berjast við Rússann. Khabib Nurmagomedov hefur unnið alla 29 bardaga sína á ferlinum en hann kláraði Conor McGregor í fjórðu lotu í 27. sigrinum í barsaga þeirra í október 2018. Eftir að faðir Nurmagomedov lést þá lofaði hann móður sinni að berjast ekki aftur. Conor McGregor: 'The war is not over' with Khabib Nurmagomedov #UFC257 https://t.co/zcJ9tdOijD— Marc Raimondi (@marc_raimondi) January 21, 2021 Það gekk mikið á í kringum þennan bardaga þeirra Conors og Khabib. Nurmagomedov réðst meðal annars á aðstoðarmann Conors fyrir utan búrið eftir að hann hafði klárað McGregor. Í aðdragandanum hafði Conor kastað kerru í rúðu á rútu sem Nurmagomedov sat í með þeim afleiðingum að tveir menn slösuðust. „Þetta er harður heimur. Það hefur gengið mikið á í hans persónulega lífi. Ég óska honum einskis ills. Það er langur tími liðinn frá 2018. Heimurinn veit samt vel að þessi bardagi er ekki búinn. Stríðinu milli okkar er ekki lokið,“ sagði Conor McGregor. „Sportið okkar þarf á þessum bardaga að halda og fólk vill sjá þennan bardaga. Ég ætla samt ekki að elta hann ef hann vill ekki berjast. Ég mun halda ró minni og halda áfram með mitt líf. Það er það sem ég er að gera og þess vegna er ég að berjast hér 155 punda deildinni. Ég mun sýna heiminum úr hverju ég er gerður,“ sagði McGregor. Conor McGregor mun berjast við Dustin Poirier í Abú Dabí á morgun laugardag.
MMA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Sjá meira