Gekk inn á æfingu og sá Jón Pál deyja: „Maður er ekki skotheldur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. janúar 2021 12:30 Magnús Ver varð fjórum sinnum sterkasti maður heims. @snæbjörn Magnús Ver Magnússon er fjórfaldur sterkasti maður heims og vann titilinn þrjú ár í röð. Magnús er sveitastrákur sem vissi alltaf að hann væri sterkur og skaut upp á stjörnuhimininn á ógnarhraða. Hann er alinn upp fyrir austan og þekkir vel til bústarfa upp á gamla mátann. Magnús borðar hafragraut á morgnana og er enn þá sterkur þrátt fyrir að skrokkurinn sé farinn að finna fyrir átökum liðinna ára. Snæbjörn Ragnarsson ræðir við Magnús í þættinum Snæbjörn talar við fólk. Í seinni tíð hefur hann starfað sem dómari og skipuleggjandi stórra aflraunamóta á heimsvísu og er afar virtur, bæði sem slíkur en einnig sem goðsögn í lifanda lífi. Framtíðin virðist heldur ekki ætla að verða róleg því líkt og fram kemur í spjallinu er hann með margt á prjónunum hér heima og utan. Það rann smátt og smátt upp fyrir mér eftir því sem leið á spjallið þvílík goðsögn hann er í raun og veru, svo stór að við Íslendingar gerum okkur hreinlega ekki grein fyrir því. Í þættinum rifjar Magnús Ver upp daginn þegar aflraunamaðurinn Jón Páll Sigmarsson lést árið 1993 en þeir voru góðir vinir. „Ég labba akkúrat inn í æfingastöðina og er að fara á æfingu þegar ég sé að það er verið að hnoða kallinn og blása í hann,“ segir Magnús og heldur áfram. „Þetta var mikill missir og hefði ekki þurft að fara svona. Ef það hefði verið gripið fyrr inn í en kólesterólið hjá honum reyndist vera of hátt og hann vissi það. Ef hann hefði verið settur á lyfjagjöf þá held ég að hann væri enn með okkur. Hann ætlaði að gera þetta sjálfur með mataræðinu. Maður veit aldrei og maður er ekki skotheldur. Eftir þetta er smá svona vindurinn úr manni.“ Hér að neðan má heyra brot úr þættinum þar sem Magnús talar um bætiefni í bransanum og einnig um ólögleg lyf á þessu sviði, sem og öðrum sviðum í íþróttum. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Magnús Ver Hér að neðan má heyra þáttinn í heild sinni. Snæbjörn talar við fólk Sterkasti maður heims Aflraunir Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Hann er alinn upp fyrir austan og þekkir vel til bústarfa upp á gamla mátann. Magnús borðar hafragraut á morgnana og er enn þá sterkur þrátt fyrir að skrokkurinn sé farinn að finna fyrir átökum liðinna ára. Snæbjörn Ragnarsson ræðir við Magnús í þættinum Snæbjörn talar við fólk. Í seinni tíð hefur hann starfað sem dómari og skipuleggjandi stórra aflraunamóta á heimsvísu og er afar virtur, bæði sem slíkur en einnig sem goðsögn í lifanda lífi. Framtíðin virðist heldur ekki ætla að verða róleg því líkt og fram kemur í spjallinu er hann með margt á prjónunum hér heima og utan. Það rann smátt og smátt upp fyrir mér eftir því sem leið á spjallið þvílík goðsögn hann er í raun og veru, svo stór að við Íslendingar gerum okkur hreinlega ekki grein fyrir því. Í þættinum rifjar Magnús Ver upp daginn þegar aflraunamaðurinn Jón Páll Sigmarsson lést árið 1993 en þeir voru góðir vinir. „Ég labba akkúrat inn í æfingastöðina og er að fara á æfingu þegar ég sé að það er verið að hnoða kallinn og blása í hann,“ segir Magnús og heldur áfram. „Þetta var mikill missir og hefði ekki þurft að fara svona. Ef það hefði verið gripið fyrr inn í en kólesterólið hjá honum reyndist vera of hátt og hann vissi það. Ef hann hefði verið settur á lyfjagjöf þá held ég að hann væri enn með okkur. Hann ætlaði að gera þetta sjálfur með mataræðinu. Maður veit aldrei og maður er ekki skotheldur. Eftir þetta er smá svona vindurinn úr manni.“ Hér að neðan má heyra brot úr þættinum þar sem Magnús talar um bætiefni í bransanum og einnig um ólögleg lyf á þessu sviði, sem og öðrum sviðum í íþróttum. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Magnús Ver Hér að neðan má heyra þáttinn í heild sinni.
Snæbjörn talar við fólk Sterkasti maður heims Aflraunir Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira