„Flest ykkar hafið heyrt eitthvað af sögunni minni og mörg ykkar þekki ég persónulega, enda ekki stórt land og við erum mjög náin þjóð.
Fyrir 23 árum síðan, 12. janúar 1998, þá missti ég báða handleggi í slysi rétt utan við Reykjavík. Og núna 23 árum síðar, 12. janúar 2021, upp á dag, fannst gjafi fyrir mig. Og ég fékk loksins hendurnar sem ég er búinn að bíða eftir og mjög mörg ykkar hafa fylgst með mér bíða eftir í ansi mörg ár.
Mig langar rosalega að nota þetta tækifæri og sýna ykkur afraksturinn, eins og er í dag; núna er komin vika frá aðgerðinni og þetta lítur mjög vel út. Það segir ekki alla söguna, ég veit ekkert hvernig þessi aðgerð heppnaðist fyrr en eftir sirka þrjú ár. Því nú tekur við þriggja ára endurhæfing; taugarnar mínar þurf að vaxa út í handleggina og það er ekkert víst að ég geti notað þá tilf fulls. En þetta lítur samt strax betur út,“ segir Guðmundur Felix glaður.
„Og mig langar að nota þetta tækifæri... mig langar að þakka... Þetta hefði ekki verið hægt án stuðnings íslensku þjóðarinnar. Þið þekki ðhvernig þessi saga hefur verið og ég væri ekki hérna ef ég hefði ekki fengið þann stuning sem ég þurfti þegar ég fann þessa karla í Frakklandi sem voru tilbúnir að veðja á mig. Og þið voruð til í að veðja á mig líka og mig langar að þakka ykkur kærlega fyrir það.“
Guðmundur Felix segist munu setja inn fréttir á Facebook síðu sína og Instagram næstu vikur og ár fyrir þá sem vilja fylgjast með.
„Annars bara sjáumst við þegar ég kemst heim. Takk.“