Rúmlega fimmtíu þúsund Þjóðverjar hafa dáið vegna Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2021 14:26 Þjóðverjar bíða eftir því að komast í bólusetningu. EPA/OLIVER VOGLER Fjöldi þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í Þýskalandi er kominn yfir fimmtíu þúsund. Yfirvöld þar opinberuðu í dag 859 dauðsföll milli daga og samkvæmt opinberum tölum hafa 50.642 dáið þar í landi. Fjöldi látinna hefur aukist hratt á undanförnum vikum, samhliða því að dregið hefur úr hraðri dreifingu nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Það var þann 10. janúar sem Þýskaland fór yfir 40 þúsund látna. Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, varaði við því í dag að faraldurinn væri enn á fullu skriði og ekki væri hægt að draga úr takmörkunum að svo stöddu. Núverandi takmarkanir voru nýverið framlengdar til 14. febrúar. Spahn sagði á blaðamannafundi í dag að það væri jákvætt að fjöldi nýsmitaðra hefði dregist saman á undanförnum dögum en hann væri enn allt of hár. Veturinn hefði verið erfiður en von væri á betra sumri. Eins og bent er á í frétt AP fréttaveitunnar sluppu Þjóðverjar tiltölulega vel í upphafi heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar og var takmörkunum aflétt snemma. Hins vegar fjölgaði smituðum hratt í haust og í vetur. Í apríl virtust Þjóðverjar til að mynda í mun betri stöðu en nágrannar sínir. Sjá einnig: Þjóðverjar virðast standa öðrum framar í baráttunni gegn Covid-19 Um 83 milljónir manna búa í Þýskalandi en í ríkjum eins og Ítalíu, Bretlandi, Frakklandi og Spáni búa færri en fleiri hafa bæði smitast og dáið. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gagnrýna WHO og Kínverja fyrir hægagang í upphafi faraldursins Sérfræðingaráð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem skipað var í vor til að kanna viðbrögðin við faraldri nýju kórónuveirunnar gagnrýnir Kína og stofnunina sjálfa fyrir að ekki hafi verið brugðist nógu snemma við. 19. janúar 2021 16:46 Átján af 27 íbúum hjúkrunarheimilis létust af völdum Covid-19 Átján af 27 íbúum hjúkrunarheimilis í Lincoln-skíri á Bretlandseyjum létust af völdum Covid-19 í aðdraganda jóla. Flestir voru á tíræðisaldri en sá yngsti var 79 ára og sá elsti 99 ára. 19. janúar 2021 14:23 Hafa áhyggjur af fjölgun afbrigða Með sífellt aukinni dreifingu nýju kórónuveirunnar hefur nýjum afbrigðum veirunnar sem veldur Covid-19 fjölgað. Hvert smit gefur vírusnum tækifæri á að stökkbreytast og verður líklegra að afbrigði líti dagsins ljós sem geti gert skimun og meðferð erfiðari og jafnvel afbrigði sem núverandi bóluefni virki ekki gegn. 19. janúar 2021 10:19 Ójöfn dreifing bóluefnis „siðferðilegt stórslys“ Það er ósanngjarnt að yngra og heilbrigðara fólk í ríkari þjóðum heimsins sé bólusett við kórónuveirunni áður en viðkvæmir hópar í fátækari löndum fá bólusetningu. Þetta segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem er afar gagnrýninn á það hvernig bóluefni hefur verið dreift. 18. janúar 2021 21:02 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Sjá meira
Fjöldi látinna hefur aukist hratt á undanförnum vikum, samhliða því að dregið hefur úr hraðri dreifingu nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Það var þann 10. janúar sem Þýskaland fór yfir 40 þúsund látna. Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, varaði við því í dag að faraldurinn væri enn á fullu skriði og ekki væri hægt að draga úr takmörkunum að svo stöddu. Núverandi takmarkanir voru nýverið framlengdar til 14. febrúar. Spahn sagði á blaðamannafundi í dag að það væri jákvætt að fjöldi nýsmitaðra hefði dregist saman á undanförnum dögum en hann væri enn allt of hár. Veturinn hefði verið erfiður en von væri á betra sumri. Eins og bent er á í frétt AP fréttaveitunnar sluppu Þjóðverjar tiltölulega vel í upphafi heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar og var takmörkunum aflétt snemma. Hins vegar fjölgaði smituðum hratt í haust og í vetur. Í apríl virtust Þjóðverjar til að mynda í mun betri stöðu en nágrannar sínir. Sjá einnig: Þjóðverjar virðast standa öðrum framar í baráttunni gegn Covid-19 Um 83 milljónir manna búa í Þýskalandi en í ríkjum eins og Ítalíu, Bretlandi, Frakklandi og Spáni búa færri en fleiri hafa bæði smitast og dáið.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gagnrýna WHO og Kínverja fyrir hægagang í upphafi faraldursins Sérfræðingaráð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem skipað var í vor til að kanna viðbrögðin við faraldri nýju kórónuveirunnar gagnrýnir Kína og stofnunina sjálfa fyrir að ekki hafi verið brugðist nógu snemma við. 19. janúar 2021 16:46 Átján af 27 íbúum hjúkrunarheimilis létust af völdum Covid-19 Átján af 27 íbúum hjúkrunarheimilis í Lincoln-skíri á Bretlandseyjum létust af völdum Covid-19 í aðdraganda jóla. Flestir voru á tíræðisaldri en sá yngsti var 79 ára og sá elsti 99 ára. 19. janúar 2021 14:23 Hafa áhyggjur af fjölgun afbrigða Með sífellt aukinni dreifingu nýju kórónuveirunnar hefur nýjum afbrigðum veirunnar sem veldur Covid-19 fjölgað. Hvert smit gefur vírusnum tækifæri á að stökkbreytast og verður líklegra að afbrigði líti dagsins ljós sem geti gert skimun og meðferð erfiðari og jafnvel afbrigði sem núverandi bóluefni virki ekki gegn. 19. janúar 2021 10:19 Ójöfn dreifing bóluefnis „siðferðilegt stórslys“ Það er ósanngjarnt að yngra og heilbrigðara fólk í ríkari þjóðum heimsins sé bólusett við kórónuveirunni áður en viðkvæmir hópar í fátækari löndum fá bólusetningu. Þetta segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem er afar gagnrýninn á það hvernig bóluefni hefur verið dreift. 18. janúar 2021 21:02 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Sjá meira
Gagnrýna WHO og Kínverja fyrir hægagang í upphafi faraldursins Sérfræðingaráð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem skipað var í vor til að kanna viðbrögðin við faraldri nýju kórónuveirunnar gagnrýnir Kína og stofnunina sjálfa fyrir að ekki hafi verið brugðist nógu snemma við. 19. janúar 2021 16:46
Átján af 27 íbúum hjúkrunarheimilis létust af völdum Covid-19 Átján af 27 íbúum hjúkrunarheimilis í Lincoln-skíri á Bretlandseyjum létust af völdum Covid-19 í aðdraganda jóla. Flestir voru á tíræðisaldri en sá yngsti var 79 ára og sá elsti 99 ára. 19. janúar 2021 14:23
Hafa áhyggjur af fjölgun afbrigða Með sífellt aukinni dreifingu nýju kórónuveirunnar hefur nýjum afbrigðum veirunnar sem veldur Covid-19 fjölgað. Hvert smit gefur vírusnum tækifæri á að stökkbreytast og verður líklegra að afbrigði líti dagsins ljós sem geti gert skimun og meðferð erfiðari og jafnvel afbrigði sem núverandi bóluefni virki ekki gegn. 19. janúar 2021 10:19
Ójöfn dreifing bóluefnis „siðferðilegt stórslys“ Það er ósanngjarnt að yngra og heilbrigðara fólk í ríkari þjóðum heimsins sé bólusett við kórónuveirunni áður en viðkvæmir hópar í fátækari löndum fá bólusetningu. Þetta segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem er afar gagnrýninn á það hvernig bóluefni hefur verið dreift. 18. janúar 2021 21:02