Barcelona vann 0-2 útisigur á Elche í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Hollenski miðjumaðurinn Frenkie De Jong skoraði fyrra markið og lagði upp það seinna. Sigurinn þýðir að Barca er áfram í þriðja sæti deildarinnar en nú með 37 stig, þremur stigum minna en Spánarmeistarar Real Madrid sem sitja í öðru sæti.
Börsungar eru hægt og rólega að finna ryðmann á tímabilinu og unnu góðan 2-0 sigur á útivelli í dag. De Jong kom þeim yfir á 39. mínútu og sá til þess að gestirnir leiddu með einu marki í hálfleik.
Það tók Börsunga töluverðan tíma að gera út um leikinn en varamaðurinn Ricard Puig skoraði á 89. mínútu eftir sendingu De Jong. Ronald Koeman getur þakkað markverði sínum að ekki fór verr í dag en Marc-Andre ter Stegen varði meistaralega einn á einn í stöðunni 0-1.
Lionel Messi lék ekki með Börsungum í dag. Framlína liðsins var því skipuð þeim Ousmane Dembele, Martin Braithwaite og Antoine Griezmann. Það dugði til sigurs í dag þökk sé frammistöðu De Jong á miðjunni.
FULL TIME! pic.twitter.com/UXcNyV9mve
— FC Barcelona (@FCBarcelona) January 24, 2021