Þjóðin andvíg sölu á Íslandsbanka Drífa Snædal skrifar 22. janúar 2021 16:30 Í Bítinu á Bylgjunni í gær var rætt við félags- og barnamálaráðherra um frumvarp til nýrra starfskjaralaga. Verkalýðshreyfingin hefur lengi beðið eftir að ráðherrann uppfylli gefin loforð um að leggja fram slíkt frumvarp og að í anda yfirlýsingar stjórnvalda með Lífskjarasamningnum sé í því ákvæði um févíti vegna launaþjófnaðar atvinnurekenda. Þannig fái launafólk sem brotið er á bætur í sinn hlut en í því felst raunverulegur fælingarmáttur. Í viðtalinu greindi ráðherra hins vegar frá því að til stæði að fela Vinnumálastofnun sérstakt hlutverk í þessum efnum, m.a. með sektarheimildum. Slíkt kann að vera gott og gilt en kemur aldrei í stað févítis. Af hálfu verkalýðshreyfingarinnar hefur ekki komið fram ákall um að hið opinbera taki að sér eftirlit með launagreiðslum. Því eftirliti er best komið hjá stéttarfélögunum, hér eftir sem hingað til. Miðstjórn ASÍ ályktaði í vikunni um þau félagslegu undirboð sem enn og aftur er gerð tilraun til að framkvæma í flugrekstri á Íslandi, í þetta skipti í gegnum félagið Bluebird sem hefur sagt upp flugmönnum í miðri kjaradeilu. Slík mál eru aðför að vinnumarkaðnum og skýrt brot á vinnulöggjöfinni. Í þessari deilu er einnig vert að beina kastljósinu að ábyrgð Vinnumálastofnunar að fylgjast með starfsmannaleigum sem starfandi eru hér á landi og Bluebird nýtir sér sannanlega til að sniðganga skyldur sem atvinnurekendur þurfa að bera. Fyrirtækið starfar samkvæmt íslensku flugrekstrarleyfi og á því ekki að komast hjá reglum hins íslenska vinnumarkaðar. Miðstjórnin ályktaði líka gegn sölu hlutar almennings í Íslandsbanka og í dag komu niðurstöður könnunar sem ASÍ lét gera meðal þjóðarinnar sem staðfestir andstöðu við þetta ferli. Skýr meirihluti er andvígur sölunni en innan við fjórðungur er fylgjandi henni. Að auki er afar skýr vilji til að stofna samfélagsbanka og voru meira en sex af hverjum tíu hlynnt því. Það er augljóst mál að stjórnvöld eru ekki í takti við þjóðarvilja í þessu máli. Enn er unnið að því að keyra málið í gegn með hraði og áður en kosið verður í haust. En það er alveg kýrskýrt að þrýstingur á söluna kemur ekki frá almenningi. Hvaðan þá er von að spurt sé? Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Salan á Íslandsbanka Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Í Bítinu á Bylgjunni í gær var rætt við félags- og barnamálaráðherra um frumvarp til nýrra starfskjaralaga. Verkalýðshreyfingin hefur lengi beðið eftir að ráðherrann uppfylli gefin loforð um að leggja fram slíkt frumvarp og að í anda yfirlýsingar stjórnvalda með Lífskjarasamningnum sé í því ákvæði um févíti vegna launaþjófnaðar atvinnurekenda. Þannig fái launafólk sem brotið er á bætur í sinn hlut en í því felst raunverulegur fælingarmáttur. Í viðtalinu greindi ráðherra hins vegar frá því að til stæði að fela Vinnumálastofnun sérstakt hlutverk í þessum efnum, m.a. með sektarheimildum. Slíkt kann að vera gott og gilt en kemur aldrei í stað févítis. Af hálfu verkalýðshreyfingarinnar hefur ekki komið fram ákall um að hið opinbera taki að sér eftirlit með launagreiðslum. Því eftirliti er best komið hjá stéttarfélögunum, hér eftir sem hingað til. Miðstjórn ASÍ ályktaði í vikunni um þau félagslegu undirboð sem enn og aftur er gerð tilraun til að framkvæma í flugrekstri á Íslandi, í þetta skipti í gegnum félagið Bluebird sem hefur sagt upp flugmönnum í miðri kjaradeilu. Slík mál eru aðför að vinnumarkaðnum og skýrt brot á vinnulöggjöfinni. Í þessari deilu er einnig vert að beina kastljósinu að ábyrgð Vinnumálastofnunar að fylgjast með starfsmannaleigum sem starfandi eru hér á landi og Bluebird nýtir sér sannanlega til að sniðganga skyldur sem atvinnurekendur þurfa að bera. Fyrirtækið starfar samkvæmt íslensku flugrekstrarleyfi og á því ekki að komast hjá reglum hins íslenska vinnumarkaðar. Miðstjórnin ályktaði líka gegn sölu hlutar almennings í Íslandsbanka og í dag komu niðurstöður könnunar sem ASÍ lét gera meðal þjóðarinnar sem staðfestir andstöðu við þetta ferli. Skýr meirihluti er andvígur sölunni en innan við fjórðungur er fylgjandi henni. Að auki er afar skýr vilji til að stofna samfélagsbanka og voru meira en sex af hverjum tíu hlynnt því. Það er augljóst mál að stjórnvöld eru ekki í takti við þjóðarvilja í þessu máli. Enn er unnið að því að keyra málið í gegn með hraði og áður en kosið verður í haust. En það er alveg kýrskýrt að þrýstingur á söluna kemur ekki frá almenningi. Hvaðan þá er von að spurt sé? Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar