Móðurmál: „Ég bjóst aldrei við að ég myndi fá að upplifa svona fæðingu“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 23. janúar 2021 12:53 Glæsileg og geislandi. Fanney Ingvarsdóttir segir frá upplifun af sinni annarri meðgöngu og fæðingu í viðtalsliðnum Móðurmál. „Ég held að konur í dag, nú tala ég algjörlega fyrir sjálfa mig, séu svo meðvitaðar um það hversu mikil guðs gjöf það er að geta gengið með og eignast barn að maður á erfitt með að láta það út úr sér ef að ferlið er ekki alltaf dans á rósum,“ segir Fanney Ingvarsdóttir í viðtalsliðnum Móðurmál. Fanney er án efa ein af glæsilegri konum landsins. Hún starfar sem bloggari á Trendet og er þekkt fyrir afar fágaða framkomu og fallegan stíl. Fanney hampaði titlinum Ungfrú ísland árið 2010 og hefur starfað sem flugfreyja í mörg ár. Hún eignaðist sitt annað barn með unnusta sínum Teiti Páli Reynissyni fyrir rúmum þremur mánuðum síðan en fyrir eiga þau dótturina Kolbrúnu Önnu fjögurra ára. Eftir á að hyggja segir hún það ekki verið svo slæmt að vera óléttur á tímum heimsfaraldurs en það hafi þó tekið á á ýmsum vígstöðvum. „Því fylgdu vissulega kostir og gallar. Mun meiri innivera en manni óraði fyrir og stress á ákveðnum tímapunktum. Það var aðallega í upphafi meðgöngu sem var jafnframt upphaf faraldursins þegar maður vissi lítið hvers konar áhrif veiran myndi hafa á þungaðar konur og hvort hún gæti haft skaðleg áhrif á fóstrið.“ Smá kvíði kom svo upp aftur þegar leið að settum degi því þá var seinni bylgja að ná algjöru hámarki og það sem olli mér mestum óhug var óvissan um hvernig fæðingin yrði, hvort að maðurinn minn gæti verið viðstaddur og fleira. Þegar Fanney horfir til baka á meðgönguna segir hún hana vissulega hafa einkennst af meiri óvissu en á sama tíma fleiri dásamlegum samverustundum með nánustu fjölskyldu. „Einnig gafst meiri tími til að dunda sér í barna undirbúningi en við nýttum heimaveruna í að endurskipuleggja bæði barnaherbergin svo fátt eitt sé nefnt, einnig tók ég fram prjónana og lærði að prjóna. Sem betur fer fengum við góða „Covid-pásu“ síðastliðið sumar og við nýttum sumarið í meiriháttar ferðalög innanlands með fjölskyldu og vinum.“ Spennt og falleg fjölskylda að bíða eftir komu litla drengsins. Maður Fanneyar heitir Teitur Páll Reynisson og dóttir þeirra Kolbrún Anna. Þessa dagana er Fanney í fæðingarorlofi og segist hafa að mestu leyti kúplað sig út úr öllu og notið þess til hins ítrasta að vera heima með litla drengnum. „Ég ætla að klára fæðingarorlofið í rólegheitum. Með annað barn er maður svo meðvitaður um hversu hratt þessi tími líður og ég er því að reyna að halda í hvert augnablik og njóta hverrar mínútu áður en það líður hjá. Í fyrsta skipti í langan tíma er það heldur óljóst hvað tekur við eftir orlofið. Ég hef starfað sem flugfreyja frá árinu 2013 en líkt og margir vita var þar stór hópuppsögn vegna Covid. Ég hef alltaf verið dugleg að taka að mér mismunandi verkefni sem ég mun halda áfram að gera. Annað er nokkuð óljóst eins og er.“ Hér fyrir neðan svarar Fanney spurningum í viðtalsliðnum Móðurmál. Nafn? Fanney Ingvarsdóttir. Aldur? 29 ára. Verð þrítug í september. Áttu barn fyrir? Já, Kolbrúnu Önnu sem verður fjögurra ára í maí. Hvernig komstu að því að þú værir ófrísk? Ég komst af því að ég væri ólétt um miðjan febrúar í fyrra. Þá var ég gengin fimm til sex vikur. Við vorum óskaplega ánægð með fréttirnar enda mjög velkomið. Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? Fyrstu vikurnar voru sérstakar að mörgu leyti. Mjög mikil innivera því þarna var heimsfaraldurinn fyrst á hraðri uppleið og maður vissi lítið. Ég var með mjög mikla ógleði og einnig upplifði ég þreytu sem náði nýjum hæðum þessar fyrstu vikur. Þreytan tekur sérstaklega á þegar maður er með annað kríli á heimilinu sem þarf að sinna og það tók mikið á sálartetrið að geta ekki sinnt henni 100%. Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? Bara mjög vel. Það er eflaust misjafnt eftir heilsugæslum en mér leið ótrúlega vel í minni mæðravernd og fannst vel haldið utan um mig sem mér finnst skipta gríðarlega miklu máli. Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? Já, það má segja það. Kolvetni var það sem ég þráði heitast öllum stundum, haha. Matur með nóg af kolvetnum í öll mál svalaði minni matarlyst. Já og einnig borðaði ég eflaust meira magn af ís en góðu hófi gegnir. Fanney lýsir því hversu mikið það kom henni á óvart hversu ólíkar upplifanirnar hún fann fyrir á fyrri og seinni meðgöngu sinni. Tók verulega á andlegu hliðina Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? Ég fékk ótrúlega sársaukafulla verki í grindina strax á þrítugustu viku. Óbærilegir verkir í mjöðmum og mjóbaki sem fylgdu mér áfram út meðgönguna settu því stóran svip á mína meðgöngu. Ég fór bæði til kírópraktors og til sjúkraþjálfara einu sinni í viku síðustu tíu vikur meðgöngunnar til að halda verkjunum bærilegum. Þetta voru því ansi kostnaðarsamar og sársaukafullar tíu vikur. Sem betur fer náðu þessir tímar að minnka verkina umtalsvert en ég var aldrei alveg laus við þá. Þeir voru það slæmir á tímabili að ég lá föst í rúminu. Það tók á tíma verulega á andlegu hliðina og þá aðallega gagnvart stelpunni minni, að geta ekki verið besta mamman fyrir hana. Þetta kom mér mikið á óvart vegna þess að ég var alls ekki svona þegar ég gekk með dóttur mína. Mjög ólíkar meðgöngur hvað þetta varðar. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? Ætli það sé ekki allur undirbúningurinn en mér finnst virkilega gaman að dunda mér í slíku. Í fyrstu stóð alls ekki til að vera með tilbúið barnaherbergi fyrir ófædda drenginn enda engin pressa á slíku. En Covid og öll heimaveran kom okkur alfarið af stað í það verkefni. Við enduðum á að mála og endurskipuleggja herbergi dóttur minnar ásamt því að gera barnaherbergi bumbubúans alveg tilbúið. Það var ofsalega gaman að nostra við það og fínt að hafa þessi verkefni sér til dundurs. Mér finnst það alls ekki leiðinlegt svo það kom sér vel. Svo verð ég að bæta við að upplifa spenninginn hjá dóttur minni fyrir nýja hlutverkinu og litla bróður. Það var dásamlegt. Varstu í einhverjum mömmuklúbb? Ég var ekki í svokölluðum mömmuklúbb en ég er svo ótrúlega heppin að hafa fengið að vera samferða nokkrum af mínum bestu vinkonum á báðum mínum meðgöngum. Það er gjörsamlega ómetanlegt og ofsalega dýrmætt. Við vinkonurnar höfum haldist í hendur frá blautu barnsbeini og nú neyðast börnin okkar til að gera slíkt hið sama, haha. Ég get alveg trúað því að aðrar mömmur sem eru ekki jafn heppnar, að hafa einhvern álíka náinn í sömu sporum, leitist eftir að umgangast aðrar mömmur sem eru á sama stað. Það eru ótal spurningar sem vakna og svo gott að geta átt þetta svokallaða barnaspjall við aðra í svipuðum sporum. Við vinkonurnar erum því sjálfsagt í sjálfskipuðum mömmuklúbb og erum með fasta hittinga einu sinni í viku með litlu krílin. Þetta eru okkar bestu stundir. Fengu þið að vita kynið? Já, ég er alltof forvitin til að fá ekki að vita kynið. Það kom mér ekki á óvart en ég var viss um að við myndum fá strák í þetta skiptið, sem reyndist hárrétt. Undirbjugguð þið ykkur eitthvað fyrir fæðinguna? Nei, ekki neitt. Með annað barn fundum við ekki þörf fyrir það. Stolt stóra systir. Kolbrún Anna og Reynir Alex. Ólíkar meðgöngur og ólíkar fæðingar Hvernig gekk fæðingin? Þessi fæðing gekk vonum framar. Ég var örlítið stressuð þar sem að fæðing dóttur minnar tók rúmar fimmtíu klukkustundir en þá byrjaði ég að fá sárar og reglulegar hríðar á fimmtudagskvöldi, var lögð inn á fæðingardeildina á föstudegi en dóttir mín lét ekki sjá sig fyrr en á sunnudagsmorgni, með aðstoð sogklukku. Sú fæðing var því afar löng og erfið og með alls konar inngripum. Ég vissi að þessi fæðing yrði alltaf styttri þar sem búið væri að ryðja veginn en ég bjóst aldrei við því að hún yrði svona stutt. Ég gekk 41 viku í þetta skiptið en þegar ég var gengin 40 + 2 hreyfðu ljósmæðurnar í mæðravernd fyrst við belgnum án árangurs. Þegar ég var gengin 40 + 6 var það gert í annað skipti sem hefur líklega komið ferlinu af stað. Klukkan níu um kvöldið fór ég að finna reglulega samdrætti með miklum verkjum sem jukust hratt. Ég fór í baðkarið heima í von um að það myndi verkjastilla mig. Ég var mjög meðvituð um að reyna að halda mér heima sem lengst, bæði vegna fyrri fæðingarsögu og einnig var ég meðvituð um að vegna ástandsins þyrfti maðurinn minn að bíða úti í bíl þar til ég væri komin í svokallaða virka fæðingu. Ég vildi því ekki fara upp á fæðingardeild fyrr en ég nauðsynlega þyrfti. Þegar klukkan var orðin ellefu voru hríðarnar orðnar mjög harðar og lengdust verulega svo að við sáum fram á að geta ekki beðið mikið lengur heima. Við vorum komin uppá fæðingardeild á miðnætti og drengurinn okkar kom fjórum tímum síðar. Ég bjóst aldrei við að ég myndi fá að upplifa svona fæðingu og er ólýsanlega þakklát fyrir það. Við fórum aldrei niður á sængurlegudeild heldur vorum í fæðingarherberginu til rúmlega átta um morguninn þegar barnalæknir kom og útskrifaði okkur. Við vorum því komin heim fimm tímum síðar, um níu leytið. Ótrúlega magnað! Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið? Hún var ólýsanleg. Best í heimi og rúmlega það. Ég ætla að vitna aftur í fyrri fæðingu þar sem ég hef samanburðinn en þegar ég fékk dóttur mína í fangið eftir að hafa ekki sofið í þrjá sólarhringa og mikil átök var tilfinningin því miður ekki sú sama. Ég tók á móti henni gjörsamlega úrvinda. Andlega var ég ekki á staðnum og satt best að segja man ég lítið eftir því. Ég er því ólýsanlega þakklát að hafa fengið að upplifa þessa dásamlegu tilfinningu í þetta skiptið sem það er að fá barnið sitt fyrst í fangið. Fanney segist þakklát að hafa fengið að upplifa það að fá barnið sitt í fangið og vera ekki algjörlega úrvinda eins og í fyrri fæðingu. Á bleiku skýi í Covid-bubblunni Hvað kom mest á óvart við að fæða barn? Hvað ein og sama kona getur átt fæðingarsögur með þriggja ára millibili sem eru bókstaflega svart og hvítt. Mikilvægt að koma því áleiðis fyrir þær sem eiga erfiða fyrstu fæðingareynslu að það þarf alls ekki að vera eins næst. Svo líka, þrátt fyrir hvað þetta er alltaf jafn ólýsanlega sársaukafullt, er maður sem betur fer fljótur að gleyma um leið og maður fær litla kraftaverkið í hendurnar. Fæðingin er stórt verkefni fyrir bæði þig og barnið þitt og maður þarf að treysta ferlinu. Hvernig leið þér á sængurlegunni þegar heim var komið? Mér leið ótrúlega vel. Ég segi það aftur hvað ég er þakklát fyrir þessa upplifun en í þetta skiptið voru fyrstu dagarnir sannarlega á bleika skýinu. Ég naut hverrar mínútu í sængurlegunni með drengnum mínu og upplifði sjálfa mig miklu frekar sem ofurkonu heldur en eitthvað annað. Mér fannst líka ómetanlegt að njóta þess að vera heima í Covid-búbblunni og þurfa ekki að fá óþarfa heimsóknir fyrir utan ömmur og afa. Þessi tími er svo dýrmætur. Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? Eflaust með fyrsta barn. Ég var sjálf þannig með fyrsta barn að maður vissi lítið og gleypti allt sem manni var sagt. Maður lærir það fljótt hvað maður þarf og hvað ekki, hvað er óþarfi að eiga og hvað ekki. Eitthvað sem gæti hentað næsta hentar ekki endilega manni sjálfum. Hvernig gekk að finna nafn á barnið? Einhvern veginn þótti okkur það erfiðara að finna strákanöfn heldur en stúlkunöfn, ég veit ekki af hverju. Við gáfum okkur góðan tíma og enduðum á að gefa drengnum okkar nafnið Reynir Alex. Reynir í höfuðið á afa sínum. Reynir Alex. Tveggja mánaða ofurkrútt. Erfitt fyrir mæður að viðurkenna að ferlið er ekki alltaf dans á rósum Hvernig gengur brjóstagjöf ef þú ákvaðs að hafa hann á bjósti? Hún gengur vonum framar. Vissulega smá brösulega í byrjun eins og eðlilegt er en við vorum fljót að finna taktinn. Ég fór inn í brjóstagjafaferlið með mjög opnum hug en ég var alveg búin að ákveða það þegar ég var ólétt að ef að brjóstagjöfin gengi upp hjá okkur væri það dásamlegt, en ef hún gengi ekki upp væri það líka bara hið besta mál. Ég setti enga fyrirfram pressu á okkur með brjóstagjöf og fór því sallaróleg inn í þetta ferli. Ég fann hvað það gerði mér gott. Reynir Alex er að verða þriggja mánaða og hefur enn ekki fengið neitt annað en brjóstamjólk svo það er dásamlegt. Einhver umræða sem þér finnst að þurfi að opna varðandi meðgöngu og fæðingar? Það sem kemur fyrst upp í hugann eru mögulega þessir verkir og vanlíðan sem ég upplifði eftir þrítugustu viku. Ég held að konur í dag og nú tala ég algjörlega fyrir sjálfa mig séu svo meðvitaðar um það hversu mikil guðs gjöf það er að geta gengið með og eignast barn að maður á erfitt með að láta það út úr sér ef að ferlið er ekki alltaf dans á rósum. Meðgöngu fylgir oft vanlíðan, stress, hinir ýmsu verkir og margt fleira sem að mér finnst að konur ættu að geta talað um án þess að halda að þær séu vanþakklátar fyrir það að geta gengið með barn. Það að geta gengið með barn er algjört kraftaverk og ég verð alltaf þakklát líkamanum mínum fyrir þá guðs gjöf. Það breytir því þó ekki að það getur verið ofboðslega erfitt líka, líkamlega og andlega. Finnst þér það hafa breytt sambandinu að eignast barn saman? Já alveg klárlega. Það er ekkert verkefni stærra en það að ala upp barn saman. Ég myndi segja að ef að maður nær að tækla það í sameiningu, komi sambandið sterkara út úr því en nokkru sinni fyrr. Svo er það eitthvað svo fallegt við það þegar kærastinn manns verður faðir barnanna þinna, þetta kann að hljóma klisjulega en ég veit hreinlega ekki hvernig ég get orðað það öðruvísi, haha. Dásamlegt að upplifa þetta saman og sjá hvort annað í nýju hlutverki. Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra? Að bera sig ekki saman við næstu konu og setja ekki óraunhæfar kröfur á sjálfan sig. Það er magnað hvað upplifun okkar allra er mismunandi þó við séum að sinna sama verkefni, að ala upp barn. Börnin okkar eru jafn misjöfn og þau eru mörg og áherslur eru misjafnar. Það að setja fyrirfram pressu á sjálfa sig getur haft slæmar afleiðingar á sálartetrið. Hvort sem það varðar brjóstagjöf, svefnvenjur, rútínu eða hvað sem er. Það er ómögulegt að vita hvers konar einstaklingur barnið er fyrr en við kynnumst því. Mín upplifun er ekki endilega sú sama og þín. Hver upplifun er dýrmæt og mikilvægt að við höldum í það og séum meðvitaðar um það. Sem betur fer er nægur tími eftir að barnið kemur í heiminn til að kynnast því og finna það hjá ykkur í sameiningu hvað þið þurfið og hvað ekki, hvað hentar ykkur og hvað ekki. Það þarf alls ekki allt að vera tilbúið þegar barnið kemur í heiminn. Móðurhlutverkið er erfitt, krefjandi, skemmtilegt, lærdómsríkt og dásamlegt, allt í bland. Á sama tíma það allra besta í heimi. Gangi ykkur ótrúlega vel! Fjölskyldan nýtur þess að vera saman í fæðingarorlofi. Móðurmál Ástin og lífið Tengdar fréttir Móðurmál: Í lífshættu eftir fyrri bráðakeisara en ákvað að reyna leggangafæðingu „Þetta er náttúrulega mjög sérstök staða. Að vera sagt upp í fæðingarorlofi og í raun lítið hægt að gera á meðan maður veit ekki alveg hver næstu skref eru. En ég ætla ekki að láta þetta verða kvíðavald í lífinu heldur ætla bara að njóta með mínum og sjá hvort að svarið komi ekki bara til mín með vorinu,“ segir Steinunn Edda Steingrímsdóttir í viðtalsliðnum Móðurmál. 16. janúar 2021 11:00 Spurning vikunnar: Finnur þú fyrir pressu að eignast maka? „Ertu bara ein? Ætlar þú að mæta bara einn? Ertu ekki skotin í neinum? Þetta fer alveg að koma, núna finnur þú ástina.“ Þeir sem eru, eða hafa verið, einhleypir kannast margir við þessar línur. Stundum óþægilega vel. 22. janúar 2021 08:00 Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Bóndagurinn, fyrsti dagur Þorra, er þennan föstudag. Dagurinn þar sem hefð er fyrir því að gleðja og dekra við bóndann á heimilinu. Við getum öll verið óörugg þegar kemur að því að skipuleggja eitthvað fyrir maka okkar. Hvað er of mikið og hvað er of lítið? Hvað er það sem gleður hann mest á bóndadaginn? 21. janúar 2021 21:54 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: Æfir sig í að láta ekkert stoppa sig Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Viltu gifast Beta? Makamál „Falleg, fluggáfuð og fáránlega fyndin“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert á ævinni Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Fanney er án efa ein af glæsilegri konum landsins. Hún starfar sem bloggari á Trendet og er þekkt fyrir afar fágaða framkomu og fallegan stíl. Fanney hampaði titlinum Ungfrú ísland árið 2010 og hefur starfað sem flugfreyja í mörg ár. Hún eignaðist sitt annað barn með unnusta sínum Teiti Páli Reynissyni fyrir rúmum þremur mánuðum síðan en fyrir eiga þau dótturina Kolbrúnu Önnu fjögurra ára. Eftir á að hyggja segir hún það ekki verið svo slæmt að vera óléttur á tímum heimsfaraldurs en það hafi þó tekið á á ýmsum vígstöðvum. „Því fylgdu vissulega kostir og gallar. Mun meiri innivera en manni óraði fyrir og stress á ákveðnum tímapunktum. Það var aðallega í upphafi meðgöngu sem var jafnframt upphaf faraldursins þegar maður vissi lítið hvers konar áhrif veiran myndi hafa á þungaðar konur og hvort hún gæti haft skaðleg áhrif á fóstrið.“ Smá kvíði kom svo upp aftur þegar leið að settum degi því þá var seinni bylgja að ná algjöru hámarki og það sem olli mér mestum óhug var óvissan um hvernig fæðingin yrði, hvort að maðurinn minn gæti verið viðstaddur og fleira. Þegar Fanney horfir til baka á meðgönguna segir hún hana vissulega hafa einkennst af meiri óvissu en á sama tíma fleiri dásamlegum samverustundum með nánustu fjölskyldu. „Einnig gafst meiri tími til að dunda sér í barna undirbúningi en við nýttum heimaveruna í að endurskipuleggja bæði barnaherbergin svo fátt eitt sé nefnt, einnig tók ég fram prjónana og lærði að prjóna. Sem betur fer fengum við góða „Covid-pásu“ síðastliðið sumar og við nýttum sumarið í meiriháttar ferðalög innanlands með fjölskyldu og vinum.“ Spennt og falleg fjölskylda að bíða eftir komu litla drengsins. Maður Fanneyar heitir Teitur Páll Reynisson og dóttir þeirra Kolbrún Anna. Þessa dagana er Fanney í fæðingarorlofi og segist hafa að mestu leyti kúplað sig út úr öllu og notið þess til hins ítrasta að vera heima með litla drengnum. „Ég ætla að klára fæðingarorlofið í rólegheitum. Með annað barn er maður svo meðvitaður um hversu hratt þessi tími líður og ég er því að reyna að halda í hvert augnablik og njóta hverrar mínútu áður en það líður hjá. Í fyrsta skipti í langan tíma er það heldur óljóst hvað tekur við eftir orlofið. Ég hef starfað sem flugfreyja frá árinu 2013 en líkt og margir vita var þar stór hópuppsögn vegna Covid. Ég hef alltaf verið dugleg að taka að mér mismunandi verkefni sem ég mun halda áfram að gera. Annað er nokkuð óljóst eins og er.“ Hér fyrir neðan svarar Fanney spurningum í viðtalsliðnum Móðurmál. Nafn? Fanney Ingvarsdóttir. Aldur? 29 ára. Verð þrítug í september. Áttu barn fyrir? Já, Kolbrúnu Önnu sem verður fjögurra ára í maí. Hvernig komstu að því að þú værir ófrísk? Ég komst af því að ég væri ólétt um miðjan febrúar í fyrra. Þá var ég gengin fimm til sex vikur. Við vorum óskaplega ánægð með fréttirnar enda mjög velkomið. Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? Fyrstu vikurnar voru sérstakar að mörgu leyti. Mjög mikil innivera því þarna var heimsfaraldurinn fyrst á hraðri uppleið og maður vissi lítið. Ég var með mjög mikla ógleði og einnig upplifði ég þreytu sem náði nýjum hæðum þessar fyrstu vikur. Þreytan tekur sérstaklega á þegar maður er með annað kríli á heimilinu sem þarf að sinna og það tók mikið á sálartetrið að geta ekki sinnt henni 100%. Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? Bara mjög vel. Það er eflaust misjafnt eftir heilsugæslum en mér leið ótrúlega vel í minni mæðravernd og fannst vel haldið utan um mig sem mér finnst skipta gríðarlega miklu máli. Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? Já, það má segja það. Kolvetni var það sem ég þráði heitast öllum stundum, haha. Matur með nóg af kolvetnum í öll mál svalaði minni matarlyst. Já og einnig borðaði ég eflaust meira magn af ís en góðu hófi gegnir. Fanney lýsir því hversu mikið það kom henni á óvart hversu ólíkar upplifanirnar hún fann fyrir á fyrri og seinni meðgöngu sinni. Tók verulega á andlegu hliðina Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? Ég fékk ótrúlega sársaukafulla verki í grindina strax á þrítugustu viku. Óbærilegir verkir í mjöðmum og mjóbaki sem fylgdu mér áfram út meðgönguna settu því stóran svip á mína meðgöngu. Ég fór bæði til kírópraktors og til sjúkraþjálfara einu sinni í viku síðustu tíu vikur meðgöngunnar til að halda verkjunum bærilegum. Þetta voru því ansi kostnaðarsamar og sársaukafullar tíu vikur. Sem betur fer náðu þessir tímar að minnka verkina umtalsvert en ég var aldrei alveg laus við þá. Þeir voru það slæmir á tímabili að ég lá föst í rúminu. Það tók á tíma verulega á andlegu hliðina og þá aðallega gagnvart stelpunni minni, að geta ekki verið besta mamman fyrir hana. Þetta kom mér mikið á óvart vegna þess að ég var alls ekki svona þegar ég gekk með dóttur mína. Mjög ólíkar meðgöngur hvað þetta varðar. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? Ætli það sé ekki allur undirbúningurinn en mér finnst virkilega gaman að dunda mér í slíku. Í fyrstu stóð alls ekki til að vera með tilbúið barnaherbergi fyrir ófædda drenginn enda engin pressa á slíku. En Covid og öll heimaveran kom okkur alfarið af stað í það verkefni. Við enduðum á að mála og endurskipuleggja herbergi dóttur minnar ásamt því að gera barnaherbergi bumbubúans alveg tilbúið. Það var ofsalega gaman að nostra við það og fínt að hafa þessi verkefni sér til dundurs. Mér finnst það alls ekki leiðinlegt svo það kom sér vel. Svo verð ég að bæta við að upplifa spenninginn hjá dóttur minni fyrir nýja hlutverkinu og litla bróður. Það var dásamlegt. Varstu í einhverjum mömmuklúbb? Ég var ekki í svokölluðum mömmuklúbb en ég er svo ótrúlega heppin að hafa fengið að vera samferða nokkrum af mínum bestu vinkonum á báðum mínum meðgöngum. Það er gjörsamlega ómetanlegt og ofsalega dýrmætt. Við vinkonurnar höfum haldist í hendur frá blautu barnsbeini og nú neyðast börnin okkar til að gera slíkt hið sama, haha. Ég get alveg trúað því að aðrar mömmur sem eru ekki jafn heppnar, að hafa einhvern álíka náinn í sömu sporum, leitist eftir að umgangast aðrar mömmur sem eru á sama stað. Það eru ótal spurningar sem vakna og svo gott að geta átt þetta svokallaða barnaspjall við aðra í svipuðum sporum. Við vinkonurnar erum því sjálfsagt í sjálfskipuðum mömmuklúbb og erum með fasta hittinga einu sinni í viku með litlu krílin. Þetta eru okkar bestu stundir. Fengu þið að vita kynið? Já, ég er alltof forvitin til að fá ekki að vita kynið. Það kom mér ekki á óvart en ég var viss um að við myndum fá strák í þetta skiptið, sem reyndist hárrétt. Undirbjugguð þið ykkur eitthvað fyrir fæðinguna? Nei, ekki neitt. Með annað barn fundum við ekki þörf fyrir það. Stolt stóra systir. Kolbrún Anna og Reynir Alex. Ólíkar meðgöngur og ólíkar fæðingar Hvernig gekk fæðingin? Þessi fæðing gekk vonum framar. Ég var örlítið stressuð þar sem að fæðing dóttur minnar tók rúmar fimmtíu klukkustundir en þá byrjaði ég að fá sárar og reglulegar hríðar á fimmtudagskvöldi, var lögð inn á fæðingardeildina á föstudegi en dóttir mín lét ekki sjá sig fyrr en á sunnudagsmorgni, með aðstoð sogklukku. Sú fæðing var því afar löng og erfið og með alls konar inngripum. Ég vissi að þessi fæðing yrði alltaf styttri þar sem búið væri að ryðja veginn en ég bjóst aldrei við því að hún yrði svona stutt. Ég gekk 41 viku í þetta skiptið en þegar ég var gengin 40 + 2 hreyfðu ljósmæðurnar í mæðravernd fyrst við belgnum án árangurs. Þegar ég var gengin 40 + 6 var það gert í annað skipti sem hefur líklega komið ferlinu af stað. Klukkan níu um kvöldið fór ég að finna reglulega samdrætti með miklum verkjum sem jukust hratt. Ég fór í baðkarið heima í von um að það myndi verkjastilla mig. Ég var mjög meðvituð um að reyna að halda mér heima sem lengst, bæði vegna fyrri fæðingarsögu og einnig var ég meðvituð um að vegna ástandsins þyrfti maðurinn minn að bíða úti í bíl þar til ég væri komin í svokallaða virka fæðingu. Ég vildi því ekki fara upp á fæðingardeild fyrr en ég nauðsynlega þyrfti. Þegar klukkan var orðin ellefu voru hríðarnar orðnar mjög harðar og lengdust verulega svo að við sáum fram á að geta ekki beðið mikið lengur heima. Við vorum komin uppá fæðingardeild á miðnætti og drengurinn okkar kom fjórum tímum síðar. Ég bjóst aldrei við að ég myndi fá að upplifa svona fæðingu og er ólýsanlega þakklát fyrir það. Við fórum aldrei niður á sængurlegudeild heldur vorum í fæðingarherberginu til rúmlega átta um morguninn þegar barnalæknir kom og útskrifaði okkur. Við vorum því komin heim fimm tímum síðar, um níu leytið. Ótrúlega magnað! Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið? Hún var ólýsanleg. Best í heimi og rúmlega það. Ég ætla að vitna aftur í fyrri fæðingu þar sem ég hef samanburðinn en þegar ég fékk dóttur mína í fangið eftir að hafa ekki sofið í þrjá sólarhringa og mikil átök var tilfinningin því miður ekki sú sama. Ég tók á móti henni gjörsamlega úrvinda. Andlega var ég ekki á staðnum og satt best að segja man ég lítið eftir því. Ég er því ólýsanlega þakklát að hafa fengið að upplifa þessa dásamlegu tilfinningu í þetta skiptið sem það er að fá barnið sitt fyrst í fangið. Fanney segist þakklát að hafa fengið að upplifa það að fá barnið sitt í fangið og vera ekki algjörlega úrvinda eins og í fyrri fæðingu. Á bleiku skýi í Covid-bubblunni Hvað kom mest á óvart við að fæða barn? Hvað ein og sama kona getur átt fæðingarsögur með þriggja ára millibili sem eru bókstaflega svart og hvítt. Mikilvægt að koma því áleiðis fyrir þær sem eiga erfiða fyrstu fæðingareynslu að það þarf alls ekki að vera eins næst. Svo líka, þrátt fyrir hvað þetta er alltaf jafn ólýsanlega sársaukafullt, er maður sem betur fer fljótur að gleyma um leið og maður fær litla kraftaverkið í hendurnar. Fæðingin er stórt verkefni fyrir bæði þig og barnið þitt og maður þarf að treysta ferlinu. Hvernig leið þér á sængurlegunni þegar heim var komið? Mér leið ótrúlega vel. Ég segi það aftur hvað ég er þakklát fyrir þessa upplifun en í þetta skiptið voru fyrstu dagarnir sannarlega á bleika skýinu. Ég naut hverrar mínútu í sængurlegunni með drengnum mínu og upplifði sjálfa mig miklu frekar sem ofurkonu heldur en eitthvað annað. Mér fannst líka ómetanlegt að njóta þess að vera heima í Covid-búbblunni og þurfa ekki að fá óþarfa heimsóknir fyrir utan ömmur og afa. Þessi tími er svo dýrmætur. Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? Eflaust með fyrsta barn. Ég var sjálf þannig með fyrsta barn að maður vissi lítið og gleypti allt sem manni var sagt. Maður lærir það fljótt hvað maður þarf og hvað ekki, hvað er óþarfi að eiga og hvað ekki. Eitthvað sem gæti hentað næsta hentar ekki endilega manni sjálfum. Hvernig gekk að finna nafn á barnið? Einhvern veginn þótti okkur það erfiðara að finna strákanöfn heldur en stúlkunöfn, ég veit ekki af hverju. Við gáfum okkur góðan tíma og enduðum á að gefa drengnum okkar nafnið Reynir Alex. Reynir í höfuðið á afa sínum. Reynir Alex. Tveggja mánaða ofurkrútt. Erfitt fyrir mæður að viðurkenna að ferlið er ekki alltaf dans á rósum Hvernig gengur brjóstagjöf ef þú ákvaðs að hafa hann á bjósti? Hún gengur vonum framar. Vissulega smá brösulega í byrjun eins og eðlilegt er en við vorum fljót að finna taktinn. Ég fór inn í brjóstagjafaferlið með mjög opnum hug en ég var alveg búin að ákveða það þegar ég var ólétt að ef að brjóstagjöfin gengi upp hjá okkur væri það dásamlegt, en ef hún gengi ekki upp væri það líka bara hið besta mál. Ég setti enga fyrirfram pressu á okkur með brjóstagjöf og fór því sallaróleg inn í þetta ferli. Ég fann hvað það gerði mér gott. Reynir Alex er að verða þriggja mánaða og hefur enn ekki fengið neitt annað en brjóstamjólk svo það er dásamlegt. Einhver umræða sem þér finnst að þurfi að opna varðandi meðgöngu og fæðingar? Það sem kemur fyrst upp í hugann eru mögulega þessir verkir og vanlíðan sem ég upplifði eftir þrítugustu viku. Ég held að konur í dag og nú tala ég algjörlega fyrir sjálfa mig séu svo meðvitaðar um það hversu mikil guðs gjöf það er að geta gengið með og eignast barn að maður á erfitt með að láta það út úr sér ef að ferlið er ekki alltaf dans á rósum. Meðgöngu fylgir oft vanlíðan, stress, hinir ýmsu verkir og margt fleira sem að mér finnst að konur ættu að geta talað um án þess að halda að þær séu vanþakklátar fyrir það að geta gengið með barn. Það að geta gengið með barn er algjört kraftaverk og ég verð alltaf þakklát líkamanum mínum fyrir þá guðs gjöf. Það breytir því þó ekki að það getur verið ofboðslega erfitt líka, líkamlega og andlega. Finnst þér það hafa breytt sambandinu að eignast barn saman? Já alveg klárlega. Það er ekkert verkefni stærra en það að ala upp barn saman. Ég myndi segja að ef að maður nær að tækla það í sameiningu, komi sambandið sterkara út úr því en nokkru sinni fyrr. Svo er það eitthvað svo fallegt við það þegar kærastinn manns verður faðir barnanna þinna, þetta kann að hljóma klisjulega en ég veit hreinlega ekki hvernig ég get orðað það öðruvísi, haha. Dásamlegt að upplifa þetta saman og sjá hvort annað í nýju hlutverki. Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra? Að bera sig ekki saman við næstu konu og setja ekki óraunhæfar kröfur á sjálfan sig. Það er magnað hvað upplifun okkar allra er mismunandi þó við séum að sinna sama verkefni, að ala upp barn. Börnin okkar eru jafn misjöfn og þau eru mörg og áherslur eru misjafnar. Það að setja fyrirfram pressu á sjálfa sig getur haft slæmar afleiðingar á sálartetrið. Hvort sem það varðar brjóstagjöf, svefnvenjur, rútínu eða hvað sem er. Það er ómögulegt að vita hvers konar einstaklingur barnið er fyrr en við kynnumst því. Mín upplifun er ekki endilega sú sama og þín. Hver upplifun er dýrmæt og mikilvægt að við höldum í það og séum meðvitaðar um það. Sem betur fer er nægur tími eftir að barnið kemur í heiminn til að kynnast því og finna það hjá ykkur í sameiningu hvað þið þurfið og hvað ekki, hvað hentar ykkur og hvað ekki. Það þarf alls ekki allt að vera tilbúið þegar barnið kemur í heiminn. Móðurhlutverkið er erfitt, krefjandi, skemmtilegt, lærdómsríkt og dásamlegt, allt í bland. Á sama tíma það allra besta í heimi. Gangi ykkur ótrúlega vel! Fjölskyldan nýtur þess að vera saman í fæðingarorlofi.
Móðurmál Ástin og lífið Tengdar fréttir Móðurmál: Í lífshættu eftir fyrri bráðakeisara en ákvað að reyna leggangafæðingu „Þetta er náttúrulega mjög sérstök staða. Að vera sagt upp í fæðingarorlofi og í raun lítið hægt að gera á meðan maður veit ekki alveg hver næstu skref eru. En ég ætla ekki að láta þetta verða kvíðavald í lífinu heldur ætla bara að njóta með mínum og sjá hvort að svarið komi ekki bara til mín með vorinu,“ segir Steinunn Edda Steingrímsdóttir í viðtalsliðnum Móðurmál. 16. janúar 2021 11:00 Spurning vikunnar: Finnur þú fyrir pressu að eignast maka? „Ertu bara ein? Ætlar þú að mæta bara einn? Ertu ekki skotin í neinum? Þetta fer alveg að koma, núna finnur þú ástina.“ Þeir sem eru, eða hafa verið, einhleypir kannast margir við þessar línur. Stundum óþægilega vel. 22. janúar 2021 08:00 Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Bóndagurinn, fyrsti dagur Þorra, er þennan föstudag. Dagurinn þar sem hefð er fyrir því að gleðja og dekra við bóndann á heimilinu. Við getum öll verið óörugg þegar kemur að því að skipuleggja eitthvað fyrir maka okkar. Hvað er of mikið og hvað er of lítið? Hvað er það sem gleður hann mest á bóndadaginn? 21. janúar 2021 21:54 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: Æfir sig í að láta ekkert stoppa sig Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Viltu gifast Beta? Makamál „Falleg, fluggáfuð og fáránlega fyndin“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert á ævinni Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Móðurmál: Í lífshættu eftir fyrri bráðakeisara en ákvað að reyna leggangafæðingu „Þetta er náttúrulega mjög sérstök staða. Að vera sagt upp í fæðingarorlofi og í raun lítið hægt að gera á meðan maður veit ekki alveg hver næstu skref eru. En ég ætla ekki að láta þetta verða kvíðavald í lífinu heldur ætla bara að njóta með mínum og sjá hvort að svarið komi ekki bara til mín með vorinu,“ segir Steinunn Edda Steingrímsdóttir í viðtalsliðnum Móðurmál. 16. janúar 2021 11:00
Spurning vikunnar: Finnur þú fyrir pressu að eignast maka? „Ertu bara ein? Ætlar þú að mæta bara einn? Ertu ekki skotin í neinum? Þetta fer alveg að koma, núna finnur þú ástina.“ Þeir sem eru, eða hafa verið, einhleypir kannast margir við þessar línur. Stundum óþægilega vel. 22. janúar 2021 08:00
Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Bóndagurinn, fyrsti dagur Þorra, er þennan föstudag. Dagurinn þar sem hefð er fyrir því að gleðja og dekra við bóndann á heimilinu. Við getum öll verið óörugg þegar kemur að því að skipuleggja eitthvað fyrir maka okkar. Hvað er of mikið og hvað er of lítið? Hvað er það sem gleður hann mest á bóndadaginn? 21. janúar 2021 21:54