Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 14. mars 2025 07:03 Selma og Axel sitja fyrir svörum í viðtalsliðnum Ást er. Hlaðvarpsstjórnandinn og athafnakonan Selma Soffía Guðbrandsdóttir og Axel Clausen matreiðslumeistari og eigandi Umami Sushi eru par vikunnar í Ást er. Selma Soffía situr fyrir svörum. „Ég og Axel erum krúttlegt kærustupar sem býr saman og erum búin að vera saman í 1 og hálft ár. Elskumst mikið og erum góðir vinir sem vinnum daglega í því að hjálpa hvort öðru að láta draumana okkar rætast og verða bestu útgáfurnar af okkur sjálfum,“ segir Selma Soffía. Hvernig kynntust þið? Í gegnum vinnuumhverfi og sameiginlega vini. Hvort ykkar tók fyrsta skrefið? Hann followaði skvís á instagram og tók sinn tíma í að like-a daglega story og svona áður en hann bauð mér á almennilegt deit, ég vil meina að ég hintaði slatta þannig erfitt að svara hver átti fyrsta skrefið. Fyrsti kossinn okkar: Hann var mjög fyndinn og varla frásögufærandi, en við vorum á okkar fyrsta deiti bara við tvö, semsagt ekki í kringum sameiginlega vini, vorum orðin smá tipsý og vorum að rölta niðrí bæ á næsta bar þegar random drukkinn maður kemur og þykist kvæna okkur, og ég veit ekkert hvað var í gangi. Ég og Axel tókum undir djókið í gríni og kysstumst til að blessa “hjónabandið” en föttuðum svo að við höfðum í raun aldrei kyssts áður, þannig afar skemmtilegur fyrsti koss. View this post on Instagram A post shared by Selma🤍 (@selmasoffia) Fyrsta stefnumótið? Axel bauð mér á fyrsta stefnumótið sem double date með vinapari hans á veitingastaðinn Oto sem var nýr þá. Þetta var super skemmtilegt kvöld, og segir Axel að þarna var mikilvægt að sjá hvernig ég myndi passa inní vinahópinn hans, sem heppnaðist auðvitað bara mjög vel þetta kvöld. Hvernig myndirðu lýsa sambandinu ykkar: Heilbrigt, skemmtilegt og ævintýraríkt. Á sama tíma og við erum lík, erum við líka mjög ólík og finnst mér því að við gefum hvort annað fullkomið jafnvægi, hann dregur mig stundum niður á jörðina þegar ég er komin langt yfir skýin og öfugt. Við styðjum hvort annað í öllu sem við viljum gera og peppum hvort annað áfram, erum bestu vinir en skiljum líka hversu mikilvægt það er að vera sjálfstæðir einstaklingar og virðum það alltaf. Bara honestly algjört draumasamband eins og ég hefði hannað það sjálf eftir uppskrift hehe. Ég segi það ekki auðvitað koma upp erjur, en við leysum þær alltaf frekar hratt og á heilbrigðann hátt, virðing að mínu mati skiptir mestu máli í öllum samböndum og það gleymist aldrei hjá okkur sama hvað bjátar á. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Happy hour rölt niðrí bæ, kíkja saman í búðir, spjalla yfir kampavínsglasi og bjór og svo góður dinner einhverstaðar, svo snemma heim. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Crazy Rich Asians, ætla fá að segja Pirates of the Caribbean líka því þær eru alveg rómó á sinn hátt. Uppáhalds break up ballaðan mín er: Ég get ekki grenju tónlist þannig myndi eflaust ekki segja neitt í þessu tilfelli. Mæli með að hlusta á pepp eins og Welcome to the Jungle með Guns n’ Roses og move on. Lagið okkar: Rómeó og Júlía eftir Bubba, og River eftir Leon Bridges Eigið þið sameiginleg áhugamál? Ég ætla bara vera hreinskilin og segja peningar, að ganga vel í lífinu, sjálsvinna, wine and dine og að njóta lífsins alla daga. Hvort ykkar eldar meira? Margir myndu halda að það væri Axel þar sem hann er matreiðslumeistari en það er þó ég. Ég er meira í svona hollari eldamennsku og Axel segir sjálfur að ég sé snillingur í að krydda vel. Haldið þið upp á sambands-og/eða brúðkaupsafmælin? Alveg hundrað prósent! Ég segi alltaf, ef það er tilefni til að fagna einhverju fallegu afhverju myndi maður sleppa því? Við erum þó bara búin að vera saman í eitt og hálft ár, en fögnuðum einu ári vel, líka einu og hálfu ári og ég er spennt að fagna tveimur árum í sumar. Eruði rómantísk? Sko bæði og, það fer eiginlega bara eftir hvað hverjum og einum finnst rómantík vera. Axel getur verið smá karlmaður í sér og þarf að minna hann á hluti en hann vill þó alltaf dekra vel við mig og elskar að gleðja sína konu. Sama með mig ég elska gera eitthvað fyrir hann, þótt það sé bara eitthvað smá on the daily eins og að taka saman vítamínin fyrir hvort annað, þeir skilja sem skilja. Fyrsta gjöfin sem ég gaf manninum mínum: Heron Preston bol í afmælisgjöf. Fyrsta gjöfin sem maðurinn minn gaf mér: Textaverk eftir Bubba Morthens með texta úr Rómeó og Júlíu laginu (til dæmis dæmi um hversu krúttaður og rómantískur hann getur verið. Maðurinn minn er: Yndislegur, með gull hjarta, geggjaður pabbi, geggjaður hundapabbi, geggjaður kærasti, fyndinn og skemmtilegur. Rómantískasti staður á landinu: Hótel Geysir er augljóst val þar! Elska þennan stað. Fyndnasta minningin af ykkur saman? Úff þær eru ansi margar hehe, mér finnst fyrsti kossinn okkar mjög fyndin saga. Hver væri titillinn á ævisögu ykkar? Kannski klisjukennt en líklega Rómeó og Júlía nútímans, ég veit að sagan þeirra endaði ekki fallega en við erum að skrifa okkar eigin. Hvað gerið þið til að gera ykkur dagamun? Stundum kíkjum við niðrí bæ í eitt vínglas, stundum badminton, stundum ræktina saman, stundum bíó, við erum dugleg að finna okkur eitthvað skemmtilegt að gera. Lýstu manninum þínum í þremur orðum: Fjallmyndarlegur, gullhjarta, skemmtilegur. Hvar sérðu ykkur eftir tíu ár? Með fimm hunda, nokkur fyrirtæki, en að lifa svipuðu lífi og í dag þar sem hversdagslífið okkar er mjög skemmtilegt. Hvernig viðhaldið þið neistanum? Acts of kindness við hvort annað myndi ég segja, bara smá sætt fyrir makann þinn goes a long way. Við, eða þá sérstaklega ég, erum líka dugleg að tjá okkur um hvað okkur vantar, hvernig okkur líður etc, sem mér finnst skipta rosalega miklu máli til að viðhalda heilbrigðu sambandi. Ást er: Að finna manneskju sem þig langar ekki að lifa án og sem gerir hversdagslífið skemmtilegt alla daga. Ástin og lífið Ást er... Mest lesið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Fyndin, fiðrildi og flugfreyja Makamál „Við erum ómögulegir án hvor annars“ Makamál Þetta eru pörin sem fara á blind stefnumót í kvöld Makamál Einhleypan Helgi Jean: Segir draumastefnumótið enda með óléttu Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Fullbólusett og til í ástarævintýri Makamál Einhleypan: „Hvernig Instagram eyðilagði líf mitt“ Makamál Fleiri fréttir Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Sjá meira
„Ég og Axel erum krúttlegt kærustupar sem býr saman og erum búin að vera saman í 1 og hálft ár. Elskumst mikið og erum góðir vinir sem vinnum daglega í því að hjálpa hvort öðru að láta draumana okkar rætast og verða bestu útgáfurnar af okkur sjálfum,“ segir Selma Soffía. Hvernig kynntust þið? Í gegnum vinnuumhverfi og sameiginlega vini. Hvort ykkar tók fyrsta skrefið? Hann followaði skvís á instagram og tók sinn tíma í að like-a daglega story og svona áður en hann bauð mér á almennilegt deit, ég vil meina að ég hintaði slatta þannig erfitt að svara hver átti fyrsta skrefið. Fyrsti kossinn okkar: Hann var mjög fyndinn og varla frásögufærandi, en við vorum á okkar fyrsta deiti bara við tvö, semsagt ekki í kringum sameiginlega vini, vorum orðin smá tipsý og vorum að rölta niðrí bæ á næsta bar þegar random drukkinn maður kemur og þykist kvæna okkur, og ég veit ekkert hvað var í gangi. Ég og Axel tókum undir djókið í gríni og kysstumst til að blessa “hjónabandið” en föttuðum svo að við höfðum í raun aldrei kyssts áður, þannig afar skemmtilegur fyrsti koss. View this post on Instagram A post shared by Selma🤍 (@selmasoffia) Fyrsta stefnumótið? Axel bauð mér á fyrsta stefnumótið sem double date með vinapari hans á veitingastaðinn Oto sem var nýr þá. Þetta var super skemmtilegt kvöld, og segir Axel að þarna var mikilvægt að sjá hvernig ég myndi passa inní vinahópinn hans, sem heppnaðist auðvitað bara mjög vel þetta kvöld. Hvernig myndirðu lýsa sambandinu ykkar: Heilbrigt, skemmtilegt og ævintýraríkt. Á sama tíma og við erum lík, erum við líka mjög ólík og finnst mér því að við gefum hvort annað fullkomið jafnvægi, hann dregur mig stundum niður á jörðina þegar ég er komin langt yfir skýin og öfugt. Við styðjum hvort annað í öllu sem við viljum gera og peppum hvort annað áfram, erum bestu vinir en skiljum líka hversu mikilvægt það er að vera sjálfstæðir einstaklingar og virðum það alltaf. Bara honestly algjört draumasamband eins og ég hefði hannað það sjálf eftir uppskrift hehe. Ég segi það ekki auðvitað koma upp erjur, en við leysum þær alltaf frekar hratt og á heilbrigðann hátt, virðing að mínu mati skiptir mestu máli í öllum samböndum og það gleymist aldrei hjá okkur sama hvað bjátar á. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Happy hour rölt niðrí bæ, kíkja saman í búðir, spjalla yfir kampavínsglasi og bjór og svo góður dinner einhverstaðar, svo snemma heim. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Crazy Rich Asians, ætla fá að segja Pirates of the Caribbean líka því þær eru alveg rómó á sinn hátt. Uppáhalds break up ballaðan mín er: Ég get ekki grenju tónlist þannig myndi eflaust ekki segja neitt í þessu tilfelli. Mæli með að hlusta á pepp eins og Welcome to the Jungle með Guns n’ Roses og move on. Lagið okkar: Rómeó og Júlía eftir Bubba, og River eftir Leon Bridges Eigið þið sameiginleg áhugamál? Ég ætla bara vera hreinskilin og segja peningar, að ganga vel í lífinu, sjálsvinna, wine and dine og að njóta lífsins alla daga. Hvort ykkar eldar meira? Margir myndu halda að það væri Axel þar sem hann er matreiðslumeistari en það er þó ég. Ég er meira í svona hollari eldamennsku og Axel segir sjálfur að ég sé snillingur í að krydda vel. Haldið þið upp á sambands-og/eða brúðkaupsafmælin? Alveg hundrað prósent! Ég segi alltaf, ef það er tilefni til að fagna einhverju fallegu afhverju myndi maður sleppa því? Við erum þó bara búin að vera saman í eitt og hálft ár, en fögnuðum einu ári vel, líka einu og hálfu ári og ég er spennt að fagna tveimur árum í sumar. Eruði rómantísk? Sko bæði og, það fer eiginlega bara eftir hvað hverjum og einum finnst rómantík vera. Axel getur verið smá karlmaður í sér og þarf að minna hann á hluti en hann vill þó alltaf dekra vel við mig og elskar að gleðja sína konu. Sama með mig ég elska gera eitthvað fyrir hann, þótt það sé bara eitthvað smá on the daily eins og að taka saman vítamínin fyrir hvort annað, þeir skilja sem skilja. Fyrsta gjöfin sem ég gaf manninum mínum: Heron Preston bol í afmælisgjöf. Fyrsta gjöfin sem maðurinn minn gaf mér: Textaverk eftir Bubba Morthens með texta úr Rómeó og Júlíu laginu (til dæmis dæmi um hversu krúttaður og rómantískur hann getur verið. Maðurinn minn er: Yndislegur, með gull hjarta, geggjaður pabbi, geggjaður hundapabbi, geggjaður kærasti, fyndinn og skemmtilegur. Rómantískasti staður á landinu: Hótel Geysir er augljóst val þar! Elska þennan stað. Fyndnasta minningin af ykkur saman? Úff þær eru ansi margar hehe, mér finnst fyrsti kossinn okkar mjög fyndin saga. Hver væri titillinn á ævisögu ykkar? Kannski klisjukennt en líklega Rómeó og Júlía nútímans, ég veit að sagan þeirra endaði ekki fallega en við erum að skrifa okkar eigin. Hvað gerið þið til að gera ykkur dagamun? Stundum kíkjum við niðrí bæ í eitt vínglas, stundum badminton, stundum ræktina saman, stundum bíó, við erum dugleg að finna okkur eitthvað skemmtilegt að gera. Lýstu manninum þínum í þremur orðum: Fjallmyndarlegur, gullhjarta, skemmtilegur. Hvar sérðu ykkur eftir tíu ár? Með fimm hunda, nokkur fyrirtæki, en að lifa svipuðu lífi og í dag þar sem hversdagslífið okkar er mjög skemmtilegt. Hvernig viðhaldið þið neistanum? Acts of kindness við hvort annað myndi ég segja, bara smá sætt fyrir makann þinn goes a long way. Við, eða þá sérstaklega ég, erum líka dugleg að tjá okkur um hvað okkur vantar, hvernig okkur líður etc, sem mér finnst skipta rosalega miklu máli til að viðhalda heilbrigðu sambandi. Ást er: Að finna manneskju sem þig langar ekki að lifa án og sem gerir hversdagslífið skemmtilegt alla daga.
Ástin og lífið Ást er... Mest lesið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Fyndin, fiðrildi og flugfreyja Makamál „Við erum ómögulegir án hvor annars“ Makamál Þetta eru pörin sem fara á blind stefnumót í kvöld Makamál Einhleypan Helgi Jean: Segir draumastefnumótið enda með óléttu Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Fullbólusett og til í ástarævintýri Makamál Einhleypan: „Hvernig Instagram eyðilagði líf mitt“ Makamál Fleiri fréttir Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Sjá meira