Fyrsti þeldökki varnarmálaráðherra Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2021 16:31 Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Jim Lo Scalzo Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur staðfest tilnefningu fyrrverandi herforingjans Lloyd J. Austin til embættis varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Hann er fyrsti þeldökki varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. 93 öldungadeildarþingmenn greiddu atkvæði með tilnefningu Austins en tveir greiddu atkvæði gegn henni. Austin er þar með annar ráðherra Joe Bidens sem lýkur tilnefningarferli sínu en öldungadeildarþingið staðfesti Avril Haines sem yfirmann leyniþjónusta Bandaríkjanna á miðvikudaginn. Hún er fyrsta konan til að gegna þeirri stöðu. Biden og Austin störfuðu náið saman á árunum 2010 og 2011, þegar Biden var varaforseti. Þá var Austin yfirmaður hersins í Baghdad í Írak og unnu þeir að því að flytja hermenn á brott frá ríkinu. Herinn sneri þó aftur árið 2014, þegar Íslamska ríkið lagði undir sig stóra hluta Íraks og Sýrlands og er Austin sagður hafa komið að skipulagningu aðgerða gegn ISIS. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að Biden reiði sig á Austin til að koma á stöðugleika innan ráðuneytisins en á undanförnum fjórum árum hafa tveir ráðherrar farið þar í gegn og fjórir aðrir sinnt embættinu tímabundið. Þurfti undanþágu frá þinginu Tilnefning Austin er óhefðbundin þar sem hann er fyrrverandi herforingi og reglurnar eru hannaðar til að tryggja borgaraleg yfirráð yfir herafla Bandaríkjanna. Hann þurfti sérstaka undanþágu þar sem reglur meina fyrrverandi herforingjum að sinna embættinu innan við sjö árum eftir að þeir hætta störfum sínum innan herafla Bandaríkjanna. Báðar deildir þingsins samþykktu þá undanþágu í gær. Hún hefur tvisvar sinnum verið veitt áður. Árið 2017, þegar Donald Trump skipaði herforingjann Jim Mattis í embættið og árið 1950 þegar George C. Marshall varð varnarmálaráðherra á tíma Kóreustríðsins. Þegar Austin sat fyrir svörum þingmanna sagðist hann ekki hafa sóst eftir því að verða ráðherra en hann væri tilbúinn til að sinna því. Þá sagðist Austin ætla að beita sér varðandi það að tækla þjóðernishyggju og annars konar öfgar innan herafla Bandaríkjanna. It s an honor and a privilege to serve as our country s 28th Secretary of Defense, and I m especially proud to be the first African American to hold the position. Let s get to work. pic.twitter.com/qPAzVRxz9L— Lloyd Austin (@LloydAustin) January 22, 2021 Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Skilur eftir sig „djúpríki“ Trump-liða Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, mun skilja eftir sig mikinn fjölda opinberra starfsmanna sem voru upprunalega pólitískt skipaðir í störf sín. Erfitt mun vera fyrir ríkisstjórn Joe Biden að koma þessum mönnum frá. 19. janúar 2021 12:20 Vill Austin sem varnarmálaráðherra Joe Biden hefur valið herforingjann fyrrverandi, Lloyd Austin, til að gegna embætti varnarmálaráðherra í ríkisstjórn sinni. Frá þessu greina bandarískir fjölmiðlar þó að hvorki Biden né Austin hafi enn staðfest fréttirnar. 8. desember 2020 08:11 Trump sópar fólki út úr varnarmálaráðuneytinu Í kjölfar þess að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rak Mark Esper, varnarmálaráðherra, hefur hann komið minnst þremur dyggum stuðningsmönnum sínum fyrir í háttsettum störfum í ráðuneytinu. 11. nóvember 2020 08:50 Trump skiptir út varnarmálaráðherranum Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, tilkynnti á Twitter fyrir skömmu að Mark Esper væri á förum úr embætti varnarmálaráðherra og að Christopher C. Miller væri tekinn við sem starfandi varnarmálaráðherra. 9. nóvember 2020 19:17 Fyrrverandi ráðherra sakar Trump um að sundra þjóðinni James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Trump-stjórninni, segir að Donald Trump forseti sé að reyna viljandi að tvístra þjóðinni með orðum sínum og aðgerðum. 4. júní 2020 07:38 Hellti sér yfir hershöfðingjaráðið: „Þið eruð ekkert nema aular og börn“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gagnrýndi hershöfðingja sína harðlega skömmu eftir að hann tók við embætti og kallaði þá meðal annars aula og "tapara“. 18. janúar 2020 07:00 Mattis hæddist að Trump James Mattis, fyrrverandi hershöfðingi og fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hæddist að Donald Trump í gærkvöldi. Það gerði hann eftir að forsetinn kallaði Mattis "ofmetnasta hershöfðingja“ sögunnar á undarlegum fundi í Hvíta húsinu í fyrradag. 18. október 2019 12:05 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Sjá meira
93 öldungadeildarþingmenn greiddu atkvæði með tilnefningu Austins en tveir greiddu atkvæði gegn henni. Austin er þar með annar ráðherra Joe Bidens sem lýkur tilnefningarferli sínu en öldungadeildarþingið staðfesti Avril Haines sem yfirmann leyniþjónusta Bandaríkjanna á miðvikudaginn. Hún er fyrsta konan til að gegna þeirri stöðu. Biden og Austin störfuðu náið saman á árunum 2010 og 2011, þegar Biden var varaforseti. Þá var Austin yfirmaður hersins í Baghdad í Írak og unnu þeir að því að flytja hermenn á brott frá ríkinu. Herinn sneri þó aftur árið 2014, þegar Íslamska ríkið lagði undir sig stóra hluta Íraks og Sýrlands og er Austin sagður hafa komið að skipulagningu aðgerða gegn ISIS. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að Biden reiði sig á Austin til að koma á stöðugleika innan ráðuneytisins en á undanförnum fjórum árum hafa tveir ráðherrar farið þar í gegn og fjórir aðrir sinnt embættinu tímabundið. Þurfti undanþágu frá þinginu Tilnefning Austin er óhefðbundin þar sem hann er fyrrverandi herforingi og reglurnar eru hannaðar til að tryggja borgaraleg yfirráð yfir herafla Bandaríkjanna. Hann þurfti sérstaka undanþágu þar sem reglur meina fyrrverandi herforingjum að sinna embættinu innan við sjö árum eftir að þeir hætta störfum sínum innan herafla Bandaríkjanna. Báðar deildir þingsins samþykktu þá undanþágu í gær. Hún hefur tvisvar sinnum verið veitt áður. Árið 2017, þegar Donald Trump skipaði herforingjann Jim Mattis í embættið og árið 1950 þegar George C. Marshall varð varnarmálaráðherra á tíma Kóreustríðsins. Þegar Austin sat fyrir svörum þingmanna sagðist hann ekki hafa sóst eftir því að verða ráðherra en hann væri tilbúinn til að sinna því. Þá sagðist Austin ætla að beita sér varðandi það að tækla þjóðernishyggju og annars konar öfgar innan herafla Bandaríkjanna. It s an honor and a privilege to serve as our country s 28th Secretary of Defense, and I m especially proud to be the first African American to hold the position. Let s get to work. pic.twitter.com/qPAzVRxz9L— Lloyd Austin (@LloydAustin) January 22, 2021
Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Skilur eftir sig „djúpríki“ Trump-liða Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, mun skilja eftir sig mikinn fjölda opinberra starfsmanna sem voru upprunalega pólitískt skipaðir í störf sín. Erfitt mun vera fyrir ríkisstjórn Joe Biden að koma þessum mönnum frá. 19. janúar 2021 12:20 Vill Austin sem varnarmálaráðherra Joe Biden hefur valið herforingjann fyrrverandi, Lloyd Austin, til að gegna embætti varnarmálaráðherra í ríkisstjórn sinni. Frá þessu greina bandarískir fjölmiðlar þó að hvorki Biden né Austin hafi enn staðfest fréttirnar. 8. desember 2020 08:11 Trump sópar fólki út úr varnarmálaráðuneytinu Í kjölfar þess að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rak Mark Esper, varnarmálaráðherra, hefur hann komið minnst þremur dyggum stuðningsmönnum sínum fyrir í háttsettum störfum í ráðuneytinu. 11. nóvember 2020 08:50 Trump skiptir út varnarmálaráðherranum Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, tilkynnti á Twitter fyrir skömmu að Mark Esper væri á förum úr embætti varnarmálaráðherra og að Christopher C. Miller væri tekinn við sem starfandi varnarmálaráðherra. 9. nóvember 2020 19:17 Fyrrverandi ráðherra sakar Trump um að sundra þjóðinni James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Trump-stjórninni, segir að Donald Trump forseti sé að reyna viljandi að tvístra þjóðinni með orðum sínum og aðgerðum. 4. júní 2020 07:38 Hellti sér yfir hershöfðingjaráðið: „Þið eruð ekkert nema aular og börn“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gagnrýndi hershöfðingja sína harðlega skömmu eftir að hann tók við embætti og kallaði þá meðal annars aula og "tapara“. 18. janúar 2020 07:00 Mattis hæddist að Trump James Mattis, fyrrverandi hershöfðingi og fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hæddist að Donald Trump í gærkvöldi. Það gerði hann eftir að forsetinn kallaði Mattis "ofmetnasta hershöfðingja“ sögunnar á undarlegum fundi í Hvíta húsinu í fyrradag. 18. október 2019 12:05 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Sjá meira
Skilur eftir sig „djúpríki“ Trump-liða Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, mun skilja eftir sig mikinn fjölda opinberra starfsmanna sem voru upprunalega pólitískt skipaðir í störf sín. Erfitt mun vera fyrir ríkisstjórn Joe Biden að koma þessum mönnum frá. 19. janúar 2021 12:20
Vill Austin sem varnarmálaráðherra Joe Biden hefur valið herforingjann fyrrverandi, Lloyd Austin, til að gegna embætti varnarmálaráðherra í ríkisstjórn sinni. Frá þessu greina bandarískir fjölmiðlar þó að hvorki Biden né Austin hafi enn staðfest fréttirnar. 8. desember 2020 08:11
Trump sópar fólki út úr varnarmálaráðuneytinu Í kjölfar þess að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rak Mark Esper, varnarmálaráðherra, hefur hann komið minnst þremur dyggum stuðningsmönnum sínum fyrir í háttsettum störfum í ráðuneytinu. 11. nóvember 2020 08:50
Trump skiptir út varnarmálaráðherranum Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, tilkynnti á Twitter fyrir skömmu að Mark Esper væri á förum úr embætti varnarmálaráðherra og að Christopher C. Miller væri tekinn við sem starfandi varnarmálaráðherra. 9. nóvember 2020 19:17
Fyrrverandi ráðherra sakar Trump um að sundra þjóðinni James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Trump-stjórninni, segir að Donald Trump forseti sé að reyna viljandi að tvístra þjóðinni með orðum sínum og aðgerðum. 4. júní 2020 07:38
Hellti sér yfir hershöfðingjaráðið: „Þið eruð ekkert nema aular og börn“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gagnrýndi hershöfðingja sína harðlega skömmu eftir að hann tók við embætti og kallaði þá meðal annars aula og "tapara“. 18. janúar 2020 07:00
Mattis hæddist að Trump James Mattis, fyrrverandi hershöfðingi og fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hæddist að Donald Trump í gærkvöldi. Það gerði hann eftir að forsetinn kallaði Mattis "ofmetnasta hershöfðingja“ sögunnar á undarlegum fundi í Hvíta húsinu í fyrradag. 18. október 2019 12:05