Dapurleg staða í Þýskalandi og víðar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. janúar 2021 21:37 Þetta orð hefur verið ritað á fjölmargar líkkistur í þýskum bálstofum. AP/Markus Schreiber Á meðan staðan fer batnandi hér heima heldur faraldurinn áfram að herja af fullum krafti á önnur ríki Evrópu. Takmarkanir voru hertar víða í dag. Yfirvöld í Noregi skelltu í dag í lás í Nordre Follo, úthverfi Oslóar. Tveir íbúar létust eftir að hafa smitast að hinu breska afbrigði kórónuveirunnar og þá hefur afbrigðið einnig greinst á leikskóla á svæðinu. Íbúum er nú ráðlagt að halda sig alfarið innan sveitarfélagsins. Svipuð staða er í Portúgal þar sem öllum skólum var lokað í dag og öllu flugi til og frá Bretlandi verður hætt á morgun vegna breska afbrigðisins. Hollenska þingið samþykkti í gærkvöldi útgöngubann um kvöld og nætur. Þúsund látin á einum degi Í Þýskalandi heldur fjöldi látinna áfram að aukast jafnvel þótt það hafi hægst á útbreiðslunni. Rúm þrjátíu þúsund hafa látist af völdum veirunnar frá upphafi desembermánaðar. „Alls hafa nú 50.642 látist af völdum Covid-19 frá upphafi faraldursins. Þetta eru hinar opinberu tölur og þær hryggja mig mikið,“ sagði Lothar Wieler, stjórnandi Robert Koch smitsjúkdómastofnunarinnar. Hlutfallslega fáir Þjóðverjar létust í fyrstu bylgju veirunnar en sömu sögu er ekki að segja nú. Angela Merkel kanslari segir bráðnauðsynlegt að hindra útbreiðslu breska afbrigðisins. „Við erum að horfa upp á afar vondar andlátstölur. Þetta er hrikalegt. Í dag dóu fleiri en þúsund. Þetta eru ekki bara tölur. Við erum að tala um fólk sem lést í einsemd. Fjölskyldur þessa fólks eru í sárum. Um þetta þurfum við að vera meðvituð,“ sagði kanslarinn. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Portúgal Holland Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Fleiri fréttir Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Sjá meira
Yfirvöld í Noregi skelltu í dag í lás í Nordre Follo, úthverfi Oslóar. Tveir íbúar létust eftir að hafa smitast að hinu breska afbrigði kórónuveirunnar og þá hefur afbrigðið einnig greinst á leikskóla á svæðinu. Íbúum er nú ráðlagt að halda sig alfarið innan sveitarfélagsins. Svipuð staða er í Portúgal þar sem öllum skólum var lokað í dag og öllu flugi til og frá Bretlandi verður hætt á morgun vegna breska afbrigðisins. Hollenska þingið samþykkti í gærkvöldi útgöngubann um kvöld og nætur. Þúsund látin á einum degi Í Þýskalandi heldur fjöldi látinna áfram að aukast jafnvel þótt það hafi hægst á útbreiðslunni. Rúm þrjátíu þúsund hafa látist af völdum veirunnar frá upphafi desembermánaðar. „Alls hafa nú 50.642 látist af völdum Covid-19 frá upphafi faraldursins. Þetta eru hinar opinberu tölur og þær hryggja mig mikið,“ sagði Lothar Wieler, stjórnandi Robert Koch smitsjúkdómastofnunarinnar. Hlutfallslega fáir Þjóðverjar létust í fyrstu bylgju veirunnar en sömu sögu er ekki að segja nú. Angela Merkel kanslari segir bráðnauðsynlegt að hindra útbreiðslu breska afbrigðisins. „Við erum að horfa upp á afar vondar andlátstölur. Þetta er hrikalegt. Í dag dóu fleiri en þúsund. Þetta eru ekki bara tölur. Við erum að tala um fólk sem lést í einsemd. Fjölskyldur þessa fólks eru í sárum. Um þetta þurfum við að vera meðvituð,“ sagði kanslarinn.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Portúgal Holland Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Fleiri fréttir Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Sjá meira