Biden biðst afsökunar vegna aðbúnaðar þjóðvarðliða Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. janúar 2021 09:36 Myndir af þjóðvarðliðum sem neyddust til að sofa á gólfi bílakjallara hafa vakið mikið umtal vestanhafs. EPA/MICHAEL REYNOLDS Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur beðist afsökunar vegna aðbúnaðar liðsmanna í þjóðvarðliði Bandaríkjanna, sem stóðu vaktina við þinghúsið, sem neyddust til að sofa í bílakjallara. Ríflega 25 þúsund þjóðvarðliðar stóðu vaktina í Washington DC á miðvikudaginn, daginn sem innsetningarathöfn Joe Biden fór fram, en óttast var að aftur kynnu að brjótast út óeirðir á borð við þær sem brutust út í og við þinghúsið tveimur vikum áður þegar æstur múgur braut sér leið inn í þinghúsið. Myndir af hermönnunum þar sem þeir sofa á gólfi bílakjallara í nágrenni þinghússins hafa verið í mikilli dreifingu á netinu. Aðstæður þjóðvarðliðanna hafa vakið reiði meðal stjórnmálamanna, meðal annars nokkurra ríkisstjóra sem einhverjir kölluðu þjóðvarðliða frá sínum ríkjum heim vegna málsins. Biden hringdi í yfirmann þjóðvarðliðsins í gær til að biðjast afsökunar og spurði hvað hægt væri að gera að því er fjölmiðlar vestanhafs greina frá. Þá mun forsetafrúin Jill Biden hafa farið í eigin persónu til að heilsa upp á nokkra þjóðvarðliða. Hún hafi þakkað þeim fyrir og fært þeim smákökur í boði Hvíta hússins. „Ég vildi bara koma við í dag og segja takk við ykkur öll fyrir að tryggja öryggi mitt og fjölskyldu minnar,“ sagði Jill Biden. Our troops deserve the utmost honor & respect for securing the Capitol & defending democracy this week. This is unconscionable & unsafe. Whoever s decision this was to house our National Guardsmen & women in underground parking lots must be held accountable. pic.twitter.com/mBwpoog6YC— Tim Scott (@SenatorTimScott) January 22, 2021 Joe Biden Bandaríkin Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Fleiri fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Sjá meira
Ríflega 25 þúsund þjóðvarðliðar stóðu vaktina í Washington DC á miðvikudaginn, daginn sem innsetningarathöfn Joe Biden fór fram, en óttast var að aftur kynnu að brjótast út óeirðir á borð við þær sem brutust út í og við þinghúsið tveimur vikum áður þegar æstur múgur braut sér leið inn í þinghúsið. Myndir af hermönnunum þar sem þeir sofa á gólfi bílakjallara í nágrenni þinghússins hafa verið í mikilli dreifingu á netinu. Aðstæður þjóðvarðliðanna hafa vakið reiði meðal stjórnmálamanna, meðal annars nokkurra ríkisstjóra sem einhverjir kölluðu þjóðvarðliða frá sínum ríkjum heim vegna málsins. Biden hringdi í yfirmann þjóðvarðliðsins í gær til að biðjast afsökunar og spurði hvað hægt væri að gera að því er fjölmiðlar vestanhafs greina frá. Þá mun forsetafrúin Jill Biden hafa farið í eigin persónu til að heilsa upp á nokkra þjóðvarðliða. Hún hafi þakkað þeim fyrir og fært þeim smákökur í boði Hvíta hússins. „Ég vildi bara koma við í dag og segja takk við ykkur öll fyrir að tryggja öryggi mitt og fjölskyldu minnar,“ sagði Jill Biden. Our troops deserve the utmost honor & respect for securing the Capitol & defending democracy this week. This is unconscionable & unsafe. Whoever s decision this was to house our National Guardsmen & women in underground parking lots must be held accountable. pic.twitter.com/mBwpoog6YC— Tim Scott (@SenatorTimScott) January 22, 2021
Joe Biden Bandaríkin Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Fleiri fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Sjá meira