Hópurinn frestaði för sinni lengra upp fjallið um síðustu helgi þegar Bandaríkjamaðurinn Alex Goldfarb týndist og fannst síðar látinn.
John Snorri og föruneyti hans stefnir að því að ná toppnum um klukkan níu á mánudagsmorgun, 25. Janúar. „Leiðin upp verður gríðarlega mikil áskorun, við stefnum á að ná C3 um hádegi á sunnudag, hvíla okkur í smá stund og halda svo áfram leið okkar á toppinn klukkan 18:00,“ segir í færslunni sem birtist á Facebook-síðu hans nú síðdegis.
„Vonandi gengur allt samkvæmt áætlun og að förin á toppinn verði árangursrík. Við erum öll spennt og tilbúin þetta verkefni.“