Japan gaf Danmörku hörkuleik í milliriðli tvö en staðan var 19-17 Dönum í vil í hálfleik. Þegar leið á leikinn þó jókst forysta Dana og unnu þeir á endanum sannfærandi sjö marka sigur, lokatölur 34-27.
Emil M. Jakobsen var óstöðvandi í liði Danmerkur en hann skoraði tólf mörk í leiknum. Hjá Japan var Yuto Agarie markahæstur með sjö mörk.
Denmark finish with a clear win that books the defending world champions Group II's first quarter-final ticket! Emil Jakobsen reaches a tally of 12 goals #Egypt2021 pic.twitter.com/R56KZJGYDV
— International Handball Federation (@ihf_info) January 23, 2021
Í milliriðli eitt vann Þýskaland öruggan sigur á Brasilíu í leik sem skipti litlu máli þar sem Spánn og Ungverjaland höfðu þegar tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum.
Þýskaland vann einnig sjö marka sigur, lokatölur 31-24 lærisveinum Alfreðs í vil. Johannes Golla var markahæstur í þýska liðinu með sjö mörk á meðan Rogério Ferreira Moraes var markahæstur hjá Brössunum með sex mörk.