Fleiri flóð hafa fallið síðasta sólarhringinn - við Ísafjörð, í Skagafirði og hið stærsta líklega á Öxnadalsheiði síðdegis í gær, í sama farveg og flóðin í fyrradag. Hættustig vegna snjóflóða er enn í gildi á Siglufirði, Ísafirði og Flateyri.
Í gær voru þrjú hús rýmd á Flateyri vegna snjóflóðahættu og er hættustig í gildi.
V
Snjóflóð féll ofan við bæinn Smiðsgerði í Skagafirði. Flóðið tók skúr sem stóð um 250 metrum ofan við bæinn. Ekki er vitað með vissu hvenær flóðið féll en talið er líklegt að það hafi fallið snemma í gær.
Dregið hefur úr veðrinu frá því í gærkvöldi og minni úrkoma mælist á flestum sjálfvirkum úrkomumælum en gengur á með dimmum éljum og skafrenningi. Norðanveðrið hefur staðið yfir í viku en spár gera ráð fyrir að heldur eigi að lægja í dag og draga úr úrkomu.