Yfir sjötíu snjóflóð á tíu dögum: „Þetta er dálítið kröftug snjóflóðahrina“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. janúar 2021 22:05 Óvissustig er enn í gildi á Vestfjörðum og á Norðurlandi vegna snjóflóðahættu. Mynd úr safni. Vísir/Samúel Karl Skráð hafa verið 72 snjóflóð hjá ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands síðustu tíu dag. Þar af hafa fallið 33 á Vestfjörðum, 27 á Norðausturlandi og níu á Norðvesturlandi þegar þetta er skrifað en snjóflóðahrina hefur staðið yfir á Vestfjörðum og á Norðurlandi síðan á mánudaginn. Ríflega tuttugu þessara snjóflóða féllu síðasta sólarhringinn. Snjóflóð féll til að mynda yfir Flateyrarveg síðdegis í dag. „Það eru ansi mörg flóð sem hafa fallið í þessari hrinu núna, bæði á Norðurlandi og á Vestfjörðum,“ segir Harpa Grímsdóttir, sérfræðingur á snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. „Það er óvissustig á norðanverðum Vestfjörðum ennþá, aflétting á rýmingum á Flateyri í dag, það er ennþá hættustig í gildi á Ísafirði, þar er sem sagt iðnaðarreitur sem verður endurskoðaður í fyrramálið og það er óvissustig á Norðurlandi áfram en rýmingu á Siglufirði var aflétt í dag.“ Viðbúið er að einhver snjóflóðahætta verði áfram viðloðandi næstu tvo dagana eða svo og fólki því ráðlagt að fylgjast reglulega með stöðunni. „Þetta er dálítið kröftug snjóflóðahrina á báðum stöðum, á norðanverðum Vestfjörðum og á Tröllaskaga. Og það eru einhver óvenjuleg flóð sem hafa fallið eins og þetta á skíðasvæðinu á Siglufirði sem er stórt og tekur þarna skíðaskála sem reyndar var á skilgreindu hættusvæði. En það hefur í rauninni ekki verið svo mikið aftaka veður í þessari hrinu, heldur er þetta afleiðing af langvarandi snjósöfnun í éljagangi og skafrenningi og í marga daga í svipaðri vindátt,“ útskýrir Harpa. Í flestum tilfellum hafa snjóflóð fallið fjarri byggð og samgöngumannvirkjum en í nokkrum tilfellum hefur flóð fallið yfir veg eða nálægt byggð. „Það hafa fallið flóð yfir Flateyrarveg, núna síðast bara seinni partinn í dag og hann er lokaður. Það féllu flóð í hrinunni yfir veginn um Súðavíkurhlíð en það er búið að opna þar. Það hefur fallið flóð yfir veginn um Eyrarhlíð sem er á milli Ísafjarðar og Hnífsdals en síðast í gær eða í nótt féll flóð þar. Það hafa fallið flóð yfir Ólafsfjarðarveg og svo á Austfjörðum eða á Austurlandi kom líka flóð inn á veginn um Fagradal en það var frekar lítið,“ nefnir Harpa sem dæmi. Þá féllu snjóflóð ofan við Flateyri í morgun og líklega annað í gær sem ekki féllu á varnargarðana en annað þeirra rann meðfram honum. „Annars hafa þau verið auðvitað, fyrir utan flóðið sem féll á skíðasvæðið á Siglufirði í upphafi hrinunnar, þá hefur ekki orðið tjón nema í Skagafirðinum þar sem féll flóð á hross og kofa,“ nefnir Harpa ennfremur. Þá sé möguleiki að flóð hafi fallið í skógrækt. „Þetta eru ansi mörg flóð í heildina.“ Á vef Veðurstofunnar má nálgast snjóflóðaspá sem uppfærð er reglulega og nálgast nauðsynlegar og hjálplegar upplýsingar og tilkynningar vegna snjóflóða á Íslandi. Á korti á vef Veðurstofunnar má sjá hvernig snjóflóð eru flokkuð í nokkra flokka eftir stærð. „Þessar stærðir eru svona eyðileggingarmáttur í flóðunum, en miðað við það að það væri bíll eða hús eða eitthvað þar sem að flóð falla. Oftast eru þau bara uppi í fjalli en þau geta alveg verið stór. Það getur alveg verið stærð þrjú sem að ógnar engu. Þetta er bara hugsað þannig að ef að eitthvað yrði að vegi þessa flóðs þá gæti þetta gerst. Eitt er þá eitthvað sem að ógnar ekki fólki, nema ef einhver myndi falla fram af klettum eða eitthvað þannig, tvö er eitthvað sem getur grafið mann eða ógnað skíðamanni til dæmis og þrjú er þá eitthvað sem getur eyðilagt bíl eða hús eða eitthvað þannig og fjögur er svo orðið ansi stórt,“ útskýrir Harpa. Náttúruhamfarir Veður Almannavarnir Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Sjá meira
„Það eru ansi mörg flóð sem hafa fallið í þessari hrinu núna, bæði á Norðurlandi og á Vestfjörðum,“ segir Harpa Grímsdóttir, sérfræðingur á snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. „Það er óvissustig á norðanverðum Vestfjörðum ennþá, aflétting á rýmingum á Flateyri í dag, það er ennþá hættustig í gildi á Ísafirði, þar er sem sagt iðnaðarreitur sem verður endurskoðaður í fyrramálið og það er óvissustig á Norðurlandi áfram en rýmingu á Siglufirði var aflétt í dag.“ Viðbúið er að einhver snjóflóðahætta verði áfram viðloðandi næstu tvo dagana eða svo og fólki því ráðlagt að fylgjast reglulega með stöðunni. „Þetta er dálítið kröftug snjóflóðahrina á báðum stöðum, á norðanverðum Vestfjörðum og á Tröllaskaga. Og það eru einhver óvenjuleg flóð sem hafa fallið eins og þetta á skíðasvæðinu á Siglufirði sem er stórt og tekur þarna skíðaskála sem reyndar var á skilgreindu hættusvæði. En það hefur í rauninni ekki verið svo mikið aftaka veður í þessari hrinu, heldur er þetta afleiðing af langvarandi snjósöfnun í éljagangi og skafrenningi og í marga daga í svipaðri vindátt,“ útskýrir Harpa. Í flestum tilfellum hafa snjóflóð fallið fjarri byggð og samgöngumannvirkjum en í nokkrum tilfellum hefur flóð fallið yfir veg eða nálægt byggð. „Það hafa fallið flóð yfir Flateyrarveg, núna síðast bara seinni partinn í dag og hann er lokaður. Það féllu flóð í hrinunni yfir veginn um Súðavíkurhlíð en það er búið að opna þar. Það hefur fallið flóð yfir veginn um Eyrarhlíð sem er á milli Ísafjarðar og Hnífsdals en síðast í gær eða í nótt féll flóð þar. Það hafa fallið flóð yfir Ólafsfjarðarveg og svo á Austfjörðum eða á Austurlandi kom líka flóð inn á veginn um Fagradal en það var frekar lítið,“ nefnir Harpa sem dæmi. Þá féllu snjóflóð ofan við Flateyri í morgun og líklega annað í gær sem ekki féllu á varnargarðana en annað þeirra rann meðfram honum. „Annars hafa þau verið auðvitað, fyrir utan flóðið sem féll á skíðasvæðið á Siglufirði í upphafi hrinunnar, þá hefur ekki orðið tjón nema í Skagafirðinum þar sem féll flóð á hross og kofa,“ nefnir Harpa ennfremur. Þá sé möguleiki að flóð hafi fallið í skógrækt. „Þetta eru ansi mörg flóð í heildina.“ Á vef Veðurstofunnar má nálgast snjóflóðaspá sem uppfærð er reglulega og nálgast nauðsynlegar og hjálplegar upplýsingar og tilkynningar vegna snjóflóða á Íslandi. Á korti á vef Veðurstofunnar má sjá hvernig snjóflóð eru flokkuð í nokkra flokka eftir stærð. „Þessar stærðir eru svona eyðileggingarmáttur í flóðunum, en miðað við það að það væri bíll eða hús eða eitthvað þar sem að flóð falla. Oftast eru þau bara uppi í fjalli en þau geta alveg verið stór. Það getur alveg verið stærð þrjú sem að ógnar engu. Þetta er bara hugsað þannig að ef að eitthvað yrði að vegi þessa flóðs þá gæti þetta gerst. Eitt er þá eitthvað sem að ógnar ekki fólki, nema ef einhver myndi falla fram af klettum eða eitthvað þannig, tvö er eitthvað sem getur grafið mann eða ógnað skíðamanni til dæmis og þrjú er þá eitthvað sem getur eyðilagt bíl eða hús eða eitthvað þannig og fjögur er svo orðið ansi stórt,“ útskýrir Harpa.
Náttúruhamfarir Veður Almannavarnir Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent