Sara segir að viðtökurnar hafi komið henni mikið á óvart Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2021 08:30 Sara Sigmundsdóttir er ánægð með að fá að taka þátt í að hann vörulínu sína hjá WIT Fitness. Instagram/@sarasigmunds Gamla skissubókin hennar Söru Sigmundsdóttur er að koma sér vel núna þegar draumur hennar er að rætast. Sara Sigmundsdóttir er ekki bara CrossFit kona í fremstu röð og á fullu sem námsmaður því hún er líka komin út í fatahönnun. Sara fékk tækifæri til að hanna sjálf fatnaðinn í vörulínu sinni hjá WIT en Sara hætti hjá Nike á síðasta ári og samdi í staðinn við íþróttavöruframleiðandann WIT Fitness. „Ég er alveg agndofa yfir viðbrögðunum sem ég fengið við því sem ég hef sett inn á samfélagsmiðla af vörulínunni sem ég er að hanna með WIT Fitness,“ skrifaði Sara á Instagram síðu sína. „Það er ótrúlegt fyrir mig að ég er nú í þeirri stöðu að geta lífgað við skissubókina mína sem ég hef verið að teikna í hugmyndir í mörg ár. Þessu á ég hinu hæfileikaríka fólki í hönnunarteymi WIT að þakka,“ skrifaði Sara en færslu hennar má finn hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Vörulína Söru mun koma út í sumar og hún hefur líka verið að leita eftir ráðum frá fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum. „Ég hef dreymt um það í langan tíma að eignast mína eigin vörulínu. Á íþróttaferlinum þá hef ég safnað að mér alls kyns hugmyndum og innblæstri varðandi þetta og nú er WIF Fitness að hjálpa mér að láta drauminn minn rætast,“ skrifaði Sara. „Ég vildi hanna hluti sem eru kvenlegir en um leið valdeflandi fyrir sterkar og vöðvamiklar íþróttakonur með sniði og stíl sem okkur muni líða ótrúlega vel í,“ skrifaði Sara. „Undanfarnar vikur þá hefur vinna mín og hins ótrúlega hönnunarteymis hjá WIT komist á mikið skrið og mér líður eins og eitthvað stórkostlegt sér að gerast hjá okkur á hverjum degi. Það er langur vegur enn fram að útgáfu en ég hef notið þess skapandi ferlis hingað til og ætla að leyfa ykkur að fylgjast með svo þið verðir eins spennt fyrir þessu og ég,“ skrifaði Sara eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) CrossFit Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir er ekki bara CrossFit kona í fremstu röð og á fullu sem námsmaður því hún er líka komin út í fatahönnun. Sara fékk tækifæri til að hanna sjálf fatnaðinn í vörulínu sinni hjá WIT en Sara hætti hjá Nike á síðasta ári og samdi í staðinn við íþróttavöruframleiðandann WIT Fitness. „Ég er alveg agndofa yfir viðbrögðunum sem ég fengið við því sem ég hef sett inn á samfélagsmiðla af vörulínunni sem ég er að hanna með WIT Fitness,“ skrifaði Sara á Instagram síðu sína. „Það er ótrúlegt fyrir mig að ég er nú í þeirri stöðu að geta lífgað við skissubókina mína sem ég hef verið að teikna í hugmyndir í mörg ár. Þessu á ég hinu hæfileikaríka fólki í hönnunarteymi WIT að þakka,“ skrifaði Sara en færslu hennar má finn hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Vörulína Söru mun koma út í sumar og hún hefur líka verið að leita eftir ráðum frá fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum. „Ég hef dreymt um það í langan tíma að eignast mína eigin vörulínu. Á íþróttaferlinum þá hef ég safnað að mér alls kyns hugmyndum og innblæstri varðandi þetta og nú er WIF Fitness að hjálpa mér að láta drauminn minn rætast,“ skrifaði Sara. „Ég vildi hanna hluti sem eru kvenlegir en um leið valdeflandi fyrir sterkar og vöðvamiklar íþróttakonur með sniði og stíl sem okkur muni líða ótrúlega vel í,“ skrifaði Sara. „Undanfarnar vikur þá hefur vinna mín og hins ótrúlega hönnunarteymis hjá WIT komist á mikið skrið og mér líður eins og eitthvað stórkostlegt sér að gerast hjá okkur á hverjum degi. Það er langur vegur enn fram að útgáfu en ég hef notið þess skapandi ferlis hingað til og ætla að leyfa ykkur að fylgjast með svo þið verðir eins spennt fyrir þessu og ég,“ skrifaði Sara eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds)
CrossFit Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Sjá meira