Hún hefur neitað sér um tannlækningar í sex ár og ákvað á dögunum skrifa færslu á Facebook þar sem hún bað um stuðning frá almenningi. Það hefur greinilega skilað sér.
„Margir hafa stutt mig fjárhagslega til að laga tennurnar mínar, yndislegur maður gaf okkur bíómiða, ung kona ætlar að bjóða krökkunum í Rush, ég fékk æðislega fatagjöf og ég gæti talið upp miklu meira. Mér hafa einnig borist mjög mörg falleg skilaboð frá fólki sem hrósar mér og sumir hreinlega þakkað mér fyrir. Ég hef aldrei á ævinni tárast jafn mikið og síðustu daga og eru það sannarlega gleðitár. Ég vildi að ég gæti knúsað allt þetta yndislega fólk. Ástarþakkir öll,“ skrifar María.